• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:2 Newcastle United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 6. október, 2018 | 33 ummæli

Manchester United tók á móti Rafa Benítez og lærisveinum hans í Newcastle United á Old Trafford í dag í leik sem margir vildu meina að væri síðasti leikur Mourinho sem knattspyrnustjóri United. Bæði lið höfðu farið illa af stað í byrjun leiktíðar en leikmenn Benítez hafa óneitanlega átt erfiðari leiki á dagsskrá en greinilegt að bæði lið vildu reyna að nýta sér vandræði mótherjans og grípa tækifærið og snúa við döpru gengi sínu. Lið United var þannig skipað í dag:

1
De Gea
23
Shaw
12
Smalling
3
Bailly
18
Young
6
Pogba
31
Matić
39
McTominay
10
Rashford
9
Lukaku
11
Martial

Varamenn: Romero, Lindelöf, Andreas, Fellaini, Fred, Sanchez og Mata

 

Leikurinn fór þolanlega af stað en fljótlega dróg ský fyrir sólu í Manchesterborg þegar Newcastle átti innkast á eigin vallarhelming þar sem boltinn barst til Ayoze Pérez sem átti góða sendingu inn fyrir vörnina hjá heimamönnum og átti Kenedy í litlum vandræðum með að renna boltanum framhjá varnarlausum besta markverði heims. Eric Bailly leit sérstaklega illa út í markinu en svo virtist sem einhver hefði steypt hann niður á miðjum vellinum, hann virtist ekki vita hvar hann væri niðurkominn né hvar hann ætti að vera. Staðan orðin 0-1 eftir einungis 7. mínútur.

Einungis rúmum tveimur mínútum síðar fengu gestirnir annað hættulegt færi sem endaði með marki þegar Muto fékk fyrirgjöf frá hægri kantinum, tók illa á móti boltanum en fékk engu að síður tíma og pláss til að ná valdi á boltanum í miðjum vítateignum, snúa að markinu og skora fram hjá de Gea.

Staðan orðin 0-2 eftir 10. mínútur fyrir liði sem sat í 19. sætinu og hafði ekki unnið leik á tímabilinu fram til þessa. José Mourinho brást við með því að kippa Bailly af velli og setja Juan Mata inn. Við skiptingu fór McTominay í stöðu miðvarðar og við virtumst ætla að halda 4-manna varnarlínu.

Stuttu síðar kom hættulegasta færi United í fyrri hálfleik þegar Lukaku fékk boltann á hægri vængnum og átti fína fyrirgjöf sem, rataði á ennið á Rashford beint fyrir framan markið en skalli hans fór rétt framhjá.

Gestirnir voru ekkert að pakka í vörn heldur létu vörn United finna fyrir því, sérstaklega hægri hlið hennar enda hvorki McTominay né Ashley Young að spila sínar sterkustu stöður. Tvívegis gáfum við þeim hættulegar aukaspyrnur á þessu svæði með stuttu millibili, úr annarri kom hættulegt skot þar sem hugsanlega var brotið á þeim sem átti skotið og í þeirri síðari hefði verið hægt að dæma hönd á Young sem stökk upp úr veggnum og varði boltann í raun með olnboganum. Sem betur fer virtist dómarinn vera farinn að vorkenna okkur og gaf þeim ekki einu sinni hornspyrnu.

Reyndar jafnaðist það út síðar í hálfleiknum þegar Muto virtist ekki klár á því hvort hann væri í körfubolta eða fótbolta í eigin vítateig eftir hornspyrnu heimamanna en ekkert dæmt. Rétt áður hafði Chris Smalling gefið Newcastle færi á að breyta stöðunni í 0-3 eftir að hann gaf hroðalega sendingu sem gestirnir komust inn í. 0-2 í hálfleik fyrir gestina og greinilega ekki öllum skemmt.

LOOOOOL LOOK HOW GENUINELY UNHAPPY HE IS pic.twitter.com/YJW80v4O6i

— 🅱hargba (@ThatIndianGuy) October 6, 2018

Hálfleikur

Eftir að vera búinn að gera eina breytingu í fyrri hálfleik tók Mourinho aftur áhættu og tók út McTominay, sem sannarlega hefur átt mun betri leiki, og í hans stað kom Marouane Fellaini. Sú skipting skilaði sér í auknum krafti í upphafi síðari hálfleiks. Eftir hornspyrnu tók belginn boltann niður með kassanum og lagði hann fyrir Pogba en skot hans fór af varnarmanni en engu að síður þurfti Dubravka að hafa sig allan við að verja það út í teig aftur. Þar stóð Matic einn og óvaldaður en á einhvern stjarnfræðilega ólíklegan hátt tókst honum að setja boltann himinhátt yfir markið meðan markmaðurinn var enn í grasinu.

Enn hélt pressan áfram og næst átti Rashford annan skalla eftir flotta fyrirgjöf Pogba frá hægri kantinum en aftur rataði boltinn ekki á rammann hjá stráknum sem virtist langt frá sínu besta í þessum leik. Á næstu mínútum skiptust liðin á að sækja með mismiklum krafti en á 67. mínútu var Rashford skipt útaf og í hans stað kom Alexiz Sanchéz sem hafði áhrif á leikinn strax. Eftir laglegt spil við Martial krækti sá franski í aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn.

Juan Mata scores the free kick! 👹🔥⚽️ pic.twitter.com/RDKsFOZaIz

— Man Utd Vids ⚽️ (@ManUtdTV) October 6, 2018

Spænski snillingurinn Juan Mata stillti boltanum upp og lagði hann hárfínt upp við stöngina svo Dubravka kom engum vörnum við. Staðan orðin 2-1 og skyndilega eigðu stuðningsmenn og leikmenn liðsins örlitla von. Reyndar fengu Newcastle menn stórhættulegt færi strax í kjölfarið en sem betur fer var de Gea á tánum og náði fyrstur til boltans. Greinilegt að tempóið og spennustigið í leiknum var komið á hærra plan eftir ansi bragðdaufan og óálitlegan leik fram til þessa.

Á 75. mínútu átti United alveg hreint magnað spil sem skilaði sér í góðu skoti frá Fellaini sem var varið. Úr hornspyrnu, sem kom í kjölfarið, kom annað skot af stuttu færi, að þessu sinni frá Chris nokkrum Mike Smalling, en aftur varði Dubravka mjög vel og án efa besti leikmaður Newcastle, a.m.k. í síðari hálfleik.

Enn hélt pressan áfram frá United og að þessu sinni var það Martial á vinstri vængnum sem vippaði boltanum laglega milli tveggja varnarmanna gestanna á Pogba sem lagði hann meistaralega aftur á þann franska sem lagði boltann fyrir sig og smurði honum út við stöng framhjá Dubravka. 2-2 og völlurinn tók hressilega við sér.

pic.twitter.com/x6m3OoxpnB

— ☔️ (@FreeLabile) October 6, 2018

En það var engu að síður skammur tími til stefnu og leikurinn virtist vera að renna út í sandinn þó pressan héldi áfram. Það var svo Lukaku sem fann Pogba í teignum á 90. mínútu en nýkrýndi heimsmeistarinn okkar lagði boltann út úr teignum á hægri vænginn þar sem Young kom með sína bestu fyrirgjöf í leiknum sem rataði beint á kollinn á Sanchéz sem stýrði honum framhjá varnarlausum Dubravka í markinu sem átti engan veginn skilið að sækja boltann þrisvar sinnum í netið í þessum hálfleik.

Alexis Sanchez's 90th minute winner vs Newcastle is even better with Titanic music! @Alexis_Sanchez pic.twitter.com/1qYIKjMGyN

— José (@MourinhoMindset) October 6, 2018

Lokatölur 3-2 í leik sem sýndi alla víddina á getu liðsins, allt frá hugmyndasnauðu og hálfkauðslegu getuleysi til framúrskarandi spilamennsku og gífurlegri leikgleði.

 

Pælingar eftir leik

Það eru vissulega bæði jákvæðir og neikvæðir punktar eftir slíkan leik. Við sýndum það enn og aftur að við getum ekki spila tvo góða hálfleiki í einum og sama leiknum sem er mjög varhugavert þegar við hugsum til stórleikjanna á næstunni. Varnarlínan okkar virðist engan veginn vera á Úrvalsdeildarlevel-i heldur lekum við mörkum jafnvel þó besti markmaður í heimi standi vaktina á milli stanganna. McTominay, Eric Bailly, Ashley Young og Nemanja Matic spiluðu langt undir getu í þessum leik og Anthony Martial var týndur í fyrri hálfleik og Rashford nýtti færin sín ekki nægilega vel. Liðið fékk á sig tvö mörk á þriggja mínútna kafla gegn óneitanlega einu af slakari liðum deildarinnar sem hafði ekki unnið leik til þess.

Hins vegar voru ákveðnir ljósgeislar í þessum leik, t.a.m. komum við til baka eftir að vera 0-2 undir í hállfleik og skiptirnar hjá Mourinho virtust vera hárréttar og innkoma varmannanna skipti sköpum. Stjóranum tókst að hafa tilætluð áhrif á leikinn og spilamennska liðsins var algjörlega mögnuð í síðari hálfleik. Anthony Martial virtist taka sér 45. mínútur að mæta á völlinn en þegar hann gerði það sýndi hann það afhverju það var sett inn Ballon‘Dor ákvæðið í samninginn hans. Alexis Sanchéz átti frábæra innkomu og átti stóran part í þessum 3 stigum og Paul Labile Pogba átti rólegan leik til að byrja með en tók algjörlega öll völd á leiknum í þeim síðari eins og sést á þessum tölum.

Pogba vs Newcastle

111 touches
90% pass accuracy
87 passes
6 shots
4 clearances
3 shots on target
3 aerial duels won
2 chances created
2 take-ons
2 tackles

[squawka]

— utdreport (@utdreport) October 6, 2018

Háværar raddir voru (og eru enn) fyrir leik um að þetta gæti verið síðasti leikur José Mourinho, sama hver úrslitin yrðu. Mourinho var hins vegar óvenju æstur á hliðarlínunni og sýndi mikla ástríðu sem virtist skila sér þar sem að liðið sem tók að sér að spila síðari hálfleikinn virtist greinilega ekki viljað bregðast stjóranum sínum og hugsanlega hefur hann ekki misst klefann algjörlega.

Hins vegar má setja stór, feitletrað spurningarmerki við það lið sem mætti í fyrri hálfleikinn en andleysið, vonleysið og metnaðarleysið var svo yfirgnæfandi að maður hálfpartinn skammaðist sín. Þetta er vissulega eitthvað sem Mourinho, já eða næsti stjóri, þarf að takast á við og breyta því að það munu vissulega koma erfiðari leikir en Newcastle United á Old Trafford eftir landsleikjahléið sem nú er að renna í hlað!

Rio Ferdinand and Paul Scholes react to Alexis Sanchez’s winner against Newcastle 🔴 #MUFCpic.twitter.com/OS6DlVrStr

— Manchester United (@MUFCScoop) October 6, 2018

33

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni says

    6. október, 2018 at 15:55

    Nú líst mér á það laxi, blásið til herlúðra og sýna umheiminum að við erum mættir til leiks. Sókn er besta vörnin, pressa hátt og láta andstæðingana loksins hafa fyrir hlutunum. Auðveld 3 stig ef menn vinna vinnuna sína í 90 mín + uppbóta tíma.

    2
  2. 2

    Kjartan says

    6. október, 2018 at 16:32

    Þokkalega sáttur með þetta byrjunarlið en virkilega þörf á að spila með tvo varnarsinnaða miðjumenn á móti Newcastle?

    0
  3. 3

    Sindri says

    6. október, 2018 at 16:39

    Young flottur þarna á móti Kenedy -.-‘

    0
  4. 4

    Bjarni says

    6. október, 2018 at 16:40

    Afhroð þessi leikur

    0
  5. 5

    Runar P. says

    6. október, 2018 at 16:40

    Næsti stjóri ætti að vera Nuno Espírito Santo og þú veist ekki hver það er, þá veistu ekkert um enska knattspyrnu!

    1
  6. 6

    gummi says

    6. október, 2018 at 16:50

    Ef Móri myndi klára tímabilið með okkur þá værum við á leiðinni niður

    3
  7. 7

    Red says

    6. október, 2018 at 16:50

    Hefði þurft fleiri varnarsinnaðari leikmenn sýnist mér.

    3
  8. 8

    Helgi P says

    6. október, 2018 at 16:52

    Þetta er að fara enda í einhverju rústi núna

    1
  9. 9

    kristjans says

    6. október, 2018 at 17:02

    Newcastle hefur ekki unnið leik á tímabilinu og ekki skorað í seinustu 2 leikjum.

    Þetta er í fyrsta skipti í sögu Úrvalsdeildar sem Man Utd fær á sig 2 mörk á fyrstu 10 mín á heimavelli.

    Mourinho er að láta Scott McTominay spila í vörninni. Mourinho keypti bæði Bailly og Lindelöf.

    Vandi félagsins er gríðarstór – það nægir ekki að láta Mourinho fara; Woodward þarf að fara og það þarf eigendur sem hafa raunverulegan áhuga á félaginu, líta ekki á félagið sem hraðbanka.

    5
  10. 10

    EgillG says

    6. október, 2018 at 17:20

    Pogba getur bara fuckað sér í burtu frá united, nákvæmlega ekkert að frétta frá honum nema leiðindi

    1
  11. 11

    boris says

    6. október, 2018 at 17:21

    Have finnst mönnum um McTominay.
    Hvann þótti merkilegri uppfinning en niðursneitt brauð þegar hann byrjaði ferilinn, en hver er staðan í dag?

    0
  12. 12

    Joi says

    6. október, 2018 at 17:22

    Vona að þetta verði síðasti leikur sem smettið á Mora verði á Trafford.

    0
  13. 13

    Red says

    6. október, 2018 at 17:24

    Wenger tekur við eftir helgi segja sumir.

    1
  14. 14

    EgillG says

    6. október, 2018 at 17:27

    Ég dæmi ekki McT þegar hann er settur í miðvörð

    4
  15. 15

    Turninn Pallister says

    6. október, 2018 at 17:44

    Þetta er gjörsamlega glórulaust.
    Lindelöf, Bailly, Jones, Smalling, Rojo, Mensah, Tuanzebe. 7 leikmenn sem að Mourinho getur notað í miðvörð og hans helsta skæl eftir sumarið var að fá ekki að kaupa 2 aðra í sumar. Þá er hann með 3 ef ekki 4 til reiðu fyrir þennan leik en ákveður að stilla upp McTominey í miðverði. Svo hendir hann honum undir rútuna í hálfleik. Strák sem hann er að láta spila út úr stöðu.

    Veit samt ekki hvað mér finnst um það ef Wenger er í alvöru að taka við liðinu. Mun enn einn útbrunninn stjóri geta snúið þessu gengi okkar við?
    Ég á ekki von á því, en þetta getur bara ekki haldið svona áfram…

    1
  16. 16

    EgillG says

    6. október, 2018 at 17:52

    Ég veit ekki hvað sýru topparnir eru að dropa ef þeir draga Wenger inn

    3
  17. 17

    Bjarni says

    6. október, 2018 at 18:00

    Vill einhver taka við þessu liði spyr ég, með þessa vængbrotnu leikmenn innanborðs og stjórnendur eins og þeir eru. Mata að minnka muninn, gott, en vörnin er skelfing þrátt fyrir það og getur lekið inn mörkum eftir óskum.

    1
  18. 18

    Bjarni says

    6. október, 2018 at 18:26

    Glæsilegur sigur en brotalamir enn fyrir hendi hjá liðinu.

    GGMU

    3
  19. 19

    Sindri says

    6. október, 2018 at 18:29

    Jæja. Sigur í dag. Ótrúlegt að liðið þurfi alltaf að detta í algjört vonleysi til að spila fótbolta.
    Nú fá menn eitt sykki landsleikjahlé til að ræða við nýja stjóra.

    2
  20. 20

    Halldór Marteins says

    6. október, 2018 at 19:11

    Hvílíkur munur að fá minn mann, Marouane Fellaini-Bakkioui frá Etterbeek, inn á í hálfleik. Allt annað að sjá liðið í seinni hálfleiknum.

    Samt eru líklega enn einhverjir sem reyna að koma með þann brandara að Fellaini sé lélegur í fótbolta.

    Ákveðinn karakter í því að klára þetta þótt byrjunin hafi verið skelfileg. Og maður veit svosem vel að það þarf enn ýmislegt að gerast til að maður hafi trú á að liðið sé að komast á einhverja jákvæða braut. Menn nýta vonandi þetta landsleikjahlé vel til að hugsa sinn gang, það á jafnt við um Mourinho, leikmenn og stjórnina.

    20
  21. 21

    Cantona no 7 says

    6. október, 2018 at 19:59

    Góður sigur á vel skipulögðu liði.
    Vonandi er þetta það sem kemur liðinu í gang,
    Liðið getur miklu meira .

    G G M U

    0
  22. 22

    Auðunn says

    7. október, 2018 at 16:43

    Jæja loksins sá maður einhvern karakter í liðinu og loksins hafði stjórinn hugrekki til að gera djarfar breytingar.
    Pogba klárlega maður leiksins eins áttu Martial og Rashford fína spretti. Meira svona Martial þú getur þetta ef þú nennir því.
    Góð innkoma hjá Mata og Alexis, þeir breyttu leiknum.
    Fellaini var lélegur eins og vanalega með boltann á jörðinni en fínn í háloftunum, það er það eina sem hann getur og kann.
    EigillG,. Í alvöru, getur Pogba bara fokkað sér frá United? Hann er búinn að vera okkar besti leikmaður, veit ekki hvar þetta lið væri án hans.
    Svo eru líka til menn sem vilja losna við Martial, Alexis ofl.
    Hver á að koma í staðinn fyrir Pogba eða og Martial? Á að losa sig við þessa leikmenn og halda í Fellaini, Valencia og Young?
    Ef það er málið þá er ekki hægt að gera miklar kröfur til liðsins, þá erum við bara að tala um lið sem keppir við Burnley ofl svoleiðis lið um 10 sætið.
    United ætti að losa sig við ruslið og gamlingja. Menn eins og Fellaini, Smalling, Valencia, Young, Darmian ofl.

    3
  23. 23

    EgillG says

    7. október, 2018 at 17:03

    Auðunn ef að þú skoðar hvenar ég skrifaði þetta þá var staðan 0-2 á heimavelli gengn einu versta liði deildarirnar á heimavelli, svo ég skrifaði þetta í nokkru pirringskasti. Núna daginn eftir þá segi ég ekki að hann eigi að fokka sér en Pogba hefur engan veginn staðið undir þeim væntingum sem maður gerði til hans. Það að taka yfir leik á móti newcastle er bara ekki nóg, hann á að taka yfir leiki á móti city,liverpool,barca o.s.frv.

    1
  24. 24

    Halldór Marteins says

    7. október, 2018 at 17:09

    Hahaha, það var ekki lengi að detta inn einn brandari um að Fellaini sé lélegur í fótbolta. 😂
    Fyrirsjáanlegt og klassískt grín. Gott til að létta lundina aðeins á sunnudegi. Takk fyrir mig.

    6
  25. 25

    Auðunn says

    7. október, 2018 at 17:33

    EgillG Pogba er samt sem áður búinn að vera besti maður liðsins það sem af er þessu tímabili.
    Já endilega losa okkur bara við hann og keyra á mönnum eins og Fellaini sem getur ekki átt þriggja metra sendingu. Hvað þá tekið menn á.
    Hvort sem þú sagðir það í pirring eða ekki þá sagðir þú það samt og því sanngjarnt að benda á að hann var bæði valinn maður leiksins og hann er búinn að vera okkar besti maður.
    Það er reyndar ekki brandari Halldór að Fellaini sé lélegur í fótbolta heldur er það staðreynd.
    Það er reyndar mikill brandari að halda því fram að hann sé góður fótboltamaður 😂😂
    Ef hann er góður þá er fokið í flest skjól.
    Hann er lélegasti leikmaður sem United hefur átt í áratugi. Líklega sá lélegasti sem klæðst hefur United treyjunni ever.

    0
  26. 26

    Halldór Marteins says

    7. október, 2018 at 17:42

    Hahahaha! Immitt. Hvílíkt glens. Ég hélt á tímabili að þér væri alvara með þessu Fellaini-bulli. En þetta er orðið svo augljóst grín núna, skín alveg í gegn. Sá lélegasti ever, mig verkjar í magann af hlátri 😄

    2
  27. 27

    EgillG says

    7. október, 2018 at 17:51

    Það að vera valinn maður þessa leiks segir bara ekki rassgat, fyrri hálfleikurinn í þessum leik er sá versti sem ég hef séð í langan tíma, vorum heppnir að vera ekki 0-4 í hálfleik, svo að heilt yfir leikinn var Pogba lélegur. Ekki gleyma hvað hann kostaði og hvað hann átti að gera fyrir okkur, Pogba er worldclass þegar hann er í stuði og á að vera okkar langbesti maður, það er bara alltof sjaldan, og ég stend við það sem ég sagði hann er heilt yfir langt undir væntingum. Fellaini var ekki fenginn í liðið til að vera sá besti og taka yfir leiki, hann er flottur sem plan b ef það þarf að fara í háloftabolta.

    1
  28. 28

    Auðunn says

    7. október, 2018 at 17:55

    Já einmitt þessvegna biðu lið í rõðum eftir að fá hann frítt í sumar eða frá janúar á þessu ári 😂😂😂
    Það hafði ekkert lið áhuga á honum.. Ekki EITT lið. Ekki einusinni Stoke eða Brighton 😃
    Hann sem ætlaði að fara frítt og fá slatta af peningum fyrir undirskrift.
    Var búinn að koma með allskonar yfirlýsingar um að hann ætlaði að fara og það væru lið á eftir honum. Svo kom bara í ljós að ekkert lið vildi hann.. EKKERT.
    Þannig að hann skrifaði undir áframhaldandi eins árs samning sem hann gat nýtt sér í fyrri samningi.
    Hann er nefnilega svo ógeðslega góður að lið bíða í röðum eftir að hann losni 😂😂😂

    0
  29. 29

    EgillG says

    7. október, 2018 at 18:03

    Ég er ekki að segja að hann sé eitthvað æði langt frá því akkurat þess vegna er ég pirraður yfir Pogba ég geri svo miklu meiri kröfur til hans vegna þess að Pogba er bara í allt öðrum gæðaflokki. Fellaini er flottur á bekknum og að koma inná í háloftavitleysu eða eitthvað plan b, en já hann er ekki nógu góður í að starta leiki.

    1
  30. 30

    Halldór Marteins says

    7. október, 2018 at 18:19

    Akkúrat það já.

    Þess vegna á Fellaini 87 landsleiki með einu besta landsliði síðustu ára (6. leikjahæsti í sögu Belgíu), af því hann er lélegur í fótbolta.

    Þess vegna spilaði hann afar gagnlega rullu með Belgíu á HM í sumar, átti stóran þátt í að snúa leiknum gegn Japan við, stóran þátt í sigrinum gegn Brasilíu og stóran þátt í að Belgía náði á endanum bronsi. Af því hann er svo svakalega lélegur leikmaður.

    Þess vegna hefur hann átt stóran þátt í síðustu 3 bikurum sem Manchester United hefur unnið, af því hann er einn sá lélegasti ever til að spila fyrir United.

    Akkúrat 🙄

    7
  31. 31

    EgillG says

    7. október, 2018 at 18:52

    Halldór er búinn að lesa aftur yfir það sem ég er búinn að skrifa um Fellaini og ég verð að viðurkenna að þetta kom ílla út hjá mér, að hann sé bara háloftakall og plan b sem er ekki rétt, það sem ég var að reyna koma frá mér (og gerði ílla) að ég vill hraða skapandi miðjumenn sem startera hjá okkur, belgíski prinsinn er mjög góður í að taka niður háabolta og senda á næsta mann(losa pressu) verjast föstum leikatriðum eða sækja í föstum leikatriðum, og er mjög agaður og gerir það sem hann er beðinn um, ég er að fíla hann. En fyrir mér er hann ekki starter sem á að stjórna leikjum. Þannig miðjumenn vil ég. Nenni ekki að skrifa meira um united í bili, nenni varla að lesa fréttirnar um þá lengur. GGMU

    1
  32. 32

    Halldór Marteins says

    7. október, 2018 at 19:17

    Var ekki að gera neinar athugasemdir við það sem þú skrifaðir, EgillG. Veit alveg að Fellaini hefur sínar takmarkanir, hann veit það líka sjálfur. Hann hefur hins vegar hugarfar sem bætir það upp, það væri mikill plús ef fleiri leikmenn Manchester United hefðu svipað hugarfar og Fellaini.

    Það sem ég er að andmæla er svona bull um það að hann sé lélegur í fótbolta eða gagnslaus. Það er augljóslega ekki rétt.

    4
  33. 33

    Karl Garðars says

    7. október, 2018 at 21:37

    Ég að lesa athugasemdir:
    Bjarni glaður.
    Bjarni reiður.
    Bíddu, ætlar Gummi ekkert að drulla yfir Móra?
    Bjarni brjálaður.
    Þarna er Gummi.
    Hvenær byrja púllararnir að commenta?
    Fellaini kominn inn á, hvað skyldi Auðunn segja?
    Úff þetta hafðist. Bjarni orðinn passlega sáttur.
    Hvar er Auðunn? Pottþétt að hlaða í hrikalega Fellaini aftöku.
    Cantona no7. Jákvæðnin ein. Glasið alltaf fullt og restin á borðinu.
    Vona að ekkert hafi komið fyrir Auðunn karlinn.
    Auðunn mættur. Hann er ekki nógu hrifinn af Fellaini.
    Nú er Halldór að strauja skikkjuna og Fellaini treyjuna. Þetta verður fjör.
    Ætlar Gummi bara að segja okkur einu sinni að Móri þurfi að fara? Varla.
    Halldór: nei
    Auðunn: jú
    Halldór: nei
    Auðunn: víst

    Það er gaman að ykkur. Þið gefið síðunni lit. 😁

    15

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress