• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Chelsea 0:2 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 18. febrúar, 2019 | 15 ummæli

Sergio Romero fékk að leika þennan leik og Ole stillti upp í demant á miðjunni frekar en að gefa Alexis Sánchez sénsinn. Lukaku og Rashford voru settir saman í framlínuna.

12
Romero
23
Shaw
2
Lindelöf
12
Smalling
18
Young
6
Pogba
31
Matić
21
Herrera
8
Mata
10
Rashford
9
Lukaku

Varamenn: De Gea, Bailly, Dalot, Fred, McTominay, Andreas, Alexis

Lið Chelsea var eins og spáð var, utan að Kovačić byrjaði.

Kepa
Marcos Alonso
David Luiz
Rüdiger
Azpilicueta
Kovačić
Jorginho
Kanté
Hazard
Higuain
Pedro

United byrjaði leikinn af miklum krafti, vann fyrstu hornspyrnuna á 2. mínútu og hélt upp hárri pressu á Chelsea. Paul Pogba var í strangri gæslu, fyrst og fremst frá N’golo Kanté en félagar hans voru duglegir að hjálpa honum og nýta plássið sem losnaði.

Fyrsta virkilega góða færið var samt hinu megin. David Luiz tók aukaspyrnu sem Romero gat bara kýlt frá en hann varði síðan vel skot Pedro úr góðu færi. United lét sóknir Chelsea ekki á sig fá en hélt uppteknum hætti með hápressu og Ander Herrera átti gott langskot sem Kepa þurfti að taka vel á til að verja. Higuain gerði sig líklegan uppi við hitt markið en eitt færi lokaði Romero vel af og síðan fór skalli framhjá.

Þetta var þannig gríðarlega fjörugt, sóknir á báða bóga og hátt tempó í leiknum. Allir leikmenn United voru að skila sínu og vel það. Og það var United sem uppskar það sem sáð var til. Og það var besti leikmaðurinn á vellinum fyrsta hálftímann sem kom United yfir á 31. mínútu.

Embed from Getty Images

Góð sókn United upp miðjuna, Mata gaf út á vinstri kantinn, þar var Paul Pogba á móti Azpilicueta og náði að búa til smá pláss fyrir sig, nóg til að gefa sendingu yfir í teiginn fjær, yfir Marcos Alonso sem missti af Ander Herrera og Herrera skallaði inn. Flott sókn, flott mark. Chelsea virtist aðeins líklegra það sem eftir var hálfleiksins en það var United sem bætti í á síðustu mínútu hálfleiksins. Pogba vann boltann á miðjunni og átti frábæra sendingu upp hægri kantinn þar sem Marcus Rashford tók boltann og bar hann upp að endamörkum. Pogba fylgdi vel með og var inni í teignum til að skalla frábæra fyrirgjöf Rashford inn. Kepa kom litlafingur í boltann en gat ekki stöðvað hann.

Frábær endir á hálfleiknum og forustan sanngjörn. Chelsea hafði ekki verið lélegt en United var miklu grimmara hvort sem var í hápressu uppi á vellinum eða að verjast Chelsea uppi við eigin teig.

Chelsea byrjaði af krafti í seinni hálfleik en United hefði mátt skora strax á 48. mínútu, Pogba fékk boltann við eigin teig, gaf fram á Rashford sem óð upp allan völlin og sendingin inn í teiginn á frían Lukaku var aðeins of ónákvæm og Luiz komst í boltann. Chelsea fékk næst hættulegt færi á 56. mínútu en Shaw og Romero unnu saman í að hindra það, en lentu í slæmu samstuði og voru vankaðir eftir. Fyrsta skipting Chelsea var Willian fyrir Pedro. Pressa Chelsea var nokkur en samt ekki þannig að mark frá þeim lægi í loftinu. Allt í einu var samt Eden Hazard kominn í færi inni í teig en Lindelöf náði á síðustu stundu að henda sér fyrir boltann þannig að skotið fór af honum og hátt yfir. Vel bjargað þar!

Næsta skipting Chelsea kom engum á óvart, Ross Barkley fyrir Kovačić sem hafði varla sést. Rétt á eftir kom Alexis Sánchez inná fyrir Lukaku og síðan Andreas Pereira fyrir Mata. Lukaku hafði verði þokkalegur en ekki meira, Mata hins vegar ágætur. Það var ekki mikið að gerast uppi við mörkin, það hafði slaknað verulega á sóknum Chelsea og síðasta skiptingin, Zappacosta fyrir Azpilicueta virkaði ekki sem hún ætti að breyta miklu. Chelsea stuðningsmenn vildu sjá Callum Hudson-Odoi koma inná og voru farnir að syngja gegn Sarri og taka undir „You’re getting sacked in the morning“ sönginn frá United stúkunni.

Síðustu mínútunar var Chelsea með boltann og United varðist þannig að ekkert gekk hjá Chelsea að komast gegnum sterkan varnarvegginn.

Síðasta skiptingin var svo Markus Rashford sem fór útaf og Scott McTominay kom inná.

Embed from Getty Images

Það var ekki nokkur vafi á því að Maður leiksins var Ander Herrera en Martin Keown tókst auðvitað að klúðra því eins og öðru og velja Pogba. En jafnvel mark og stoðsending er ekki nóg til að fá heiðurinn hjá mér, Herrera var alls staðar á vellinum, og skoraði að auki fyrsta markið. Líklega besti leikur hans fyrir United. United liðið í heild var samt frábært og það voru allir að skila sínu í sanngjörnum sigri sem var í raun aldrei í mikilli hættu. Þetta er fyrsti sigur United á Stamford Bridge síðan 2012 sem gerir þetta enn þá sætara.

Það segir kannske eitthvað um hversu traustur seinni hálfleikurinn var að bæði Young og Matić fengu spjöld í fyrri hálfleik og Matić átti tvö brot snemma í fyrri hálfleik og hefði ekki mátt stíga feilspor eftir það, og gerði það ekki.

Frábært að fá svona leik eftir vonbrigðin gegn PSG og þetta er frábært veganesti í leikinn gegn Liverpool þar sem má jafnvel vonast til að Lingard og Martial verði heilir.

United mætir Úlfunum á Molineux í næstu umferð helgina 15-17 mars.

Efnisorð: Ander Herrera Paul Pogba 15

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    gummi says

    18. febrúar, 2019 at 18:42

    Hvernig kemst Matic alltaf í liðið er Fred svona ógeðslega lélegur

    4
  2. 2

    Georg says

    18. febrúar, 2019 at 21:32

    Fyrsti sigur okkar á brúnni síðan 2012 staðreynd áfram með þetta massíva „momentum“ !!

    12
  3. 3

    Helgi P says

    18. febrúar, 2019 at 21:48

    það verður úlfarnir úti

    2
  4. 4

    Sindri says

    18. febrúar, 2019 at 21:54

    Flottur sigur. Matic verið fínn frá jólum.
    Sammála samt með Fred, skrýtið að sjá Pereira koma inná frekar en hann.

    2
  5. 5

    Cantona no 7 says

    18. febrúar, 2019 at 22:41

    Frábær sigur.
    Chelsea er sennilega erfiðasta lið sem við leikum við.
    Wolves næst.
    Vonandi vinnum við Ci$$y í úrslitum.

    G G M U

    2
  6. 6

    guðmundur Helgi says

    18. febrúar, 2019 at 23:37

    Mjog vel uppsettur leikur af halfu Sol og felaga,barattan algjorlega til fyrirmyndar og frabært að sja til liðsins eftir tapið gegn PSG.Romero mjog yfirvegaður i sinum leik i kvold spurning að lata hann spila seinni leikinn gegn PSG griðarlega traustur markvorður.

    2
  7. 7

    Runar P says

    19. febrúar, 2019 at 00:31

    Snildar leikur í alla staði, allir stuðlar voru á því að Chelsky mundi vinna þetta „Chelsea 1.9 Vs ManU 4.2“ og því gott að sýna heiminum að við getum alveg tapað einum leiðinlegum leik eins og á móti PSG en komið svo til baka og unnið hvaða lið sem er!

    3
  8. 8

    Robbi Mich says

    19. febrúar, 2019 at 08:58

    Romero er svo fáránlega flottur gaur. Ég vil sjá hann oftar í markinu, þvílíkt augnakonfekt.

    4
  9. 9

    Rauðhaus says

    19. febrúar, 2019 at 09:37

    Einn af þessum leikjum sem var alveg frábært að horfa á. Stemmarinn í „away end“ gjörsamlega geðveik og það hreinlega smitaði frá sér inn í stofu. Ég er sammála að Herrera var algjörlega frábær í þessum leik, en að mínu mati var Pogba á öðru leveli en aðrir leikmenn á vellinum.
    Ég vil líka nefna Smalling sem var virkilega góður í leiknum ásamt Lindelöf. Ég vil sjá þessa fá nokkra leiki saman núna. Mike Smalling er góður varnarmaður og ég treysti honum miklu betur en Bailly, sem er alltaf einhvern veginn á tæpasta vaði með að gera einhverjar gloríur.

    3
  10. 10

    Audunn says

    19. febrúar, 2019 at 17:33

    Líklega besti leikur United undir stjórn Ola og einn besti leikur United síðan United vann Liverpool úti undir stjórn Van Gaal.
    Taktíkin spot on og leikmenn fórnuðu sér fyrir málstaðinn, Chelsea keyrði á vegg hvað eftir annað og sköpuðu sér ekki mikið.
    Eftir þennan leik er Ole kominn í smá vanda samt jakvæðan vanda.
    Það verður erfitt fyrir hann að breyta liðinu og setja Martial og Lingard í byrjunarliðið verði þeir leikfærir fyrir Liverpool leikinn því enginn á skilið að missa sætið sitt eftir þessa frammistöðu.

    1
  11. 11

    Karl Garðars says

    19. febrúar, 2019 at 19:55

    Ég var ekkert of sigurviss fyrir þennan leik en þeir spiluðu eins og englar. Herrera guð minn góður!
    Maður fékk gæsahúð þegar Ole labbaði að okkar stuðningsmönnum eftir leikinn. Ég persónulega þarf ekki að sjá meira. Ole Gunnar á undantekningalaust að vera þjálfari Manchester United. Það þarf ekki að hafa um það fleiri orð.

    3
  12. 12

    Dóri says

    19. febrúar, 2019 at 20:22

    OLE AT THE WHEEL
    TELL ME HOW GOOD DOES IT FEEL
    WE’VE GOT SANCHEZ PAUL POGBA AND FRED
    MARCUS RASHFORD’S A MANC BORN AND BRED

    Þetta sungu stuðningsmenn United allann seinni hálfleikinn.
    Alltaf verið mér hulin ráðgáta afhverju stuðningsmenn United eru háværastu stuðningsmenn á Englandi á utivöllum en ótrúlega hljóðir oftar en ekki heima á Old Trafford.

    2
  13. 13

    Sindri says

    19. febrúar, 2019 at 20:51

    Ég get svipt hulunni af þessu fyrir þig Dóri.
    Á útivellina mæta þeir allra hörðustu, OG sitja saman.
    Heima fara flestir miðarnir í Kínverja, Norðmenn o.fl.
    Þeir sem hafa oft hve mestu lætin geta því ekki setið saman enda oftar en ekki ungt fólk sem baðar sig ekkert endilega upp úr seðlum.

    5
  14. 14

    Karl Garðars says

    21. febrúar, 2019 at 21:03

    Ég hef aldrei skilið þá sem kalla sig stuðningsmenn og fara á leik til að sitja og þegja. Þó fólk kunni ekki þyngri söngvana þá er alltaf hægt að klappa og garga aðeins með léttari lögunum.
    Það er í.þ.m algjört lágmark að láta skamma sig aðeins fyrir að standa upp. ;)

    Btw. Mikið væri ég til í eins og eitt hlaðvarp frá ykkur strákar.

    0
  15. 15

    Sindri says

    21. febrúar, 2019 at 22:12

    Sammála x2 Karl. Leiðinlegt fólk sem mætir bara til að taka selfies með leikinn á bakvið. Einnig væri ég mjög til í hlaðvarp. Sá á podcastAddict í gær að það eru 30 dagar síðan. Maður er orðinn þyrstur.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Atli um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Karl Garðars um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Robbi Mich um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 0:0 Real Sociedad
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Newcastle United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress