Eftir leiki gærkvöldsins og leikinn sem var ný lokið fyrir leikinn í kvöld var United komið niður í þriðja sæti. Leicester og Manchester City unnu sína leiki og sátu í efstu tveim sætunum fyrir leikinn. Ole gat komið liðinu aftur á toppinn með sigri í kvöld.
Þvert á það sem ég skrifaði í gær í upphitun fyrir leikinn þá byrjaði Ole með þríeykið inn á. Þegar ég tala um þríeykið þá er það Shaw, Bruno og Maguire sem allir áttu þá hættu á að fara í leikbann ef þeir myndu krækja sér í gult spjald, sem á endanum skipti engu máli. Ole setti Rashford á bekkinn, annars var þetta byrjunarlið sennilega það sterkasta sem völ var á. Með því að stilla upp nánast sterkasta liði sínu er Ole að gefa það skírt út að hann ætli í þessa titilbaráttu og vera í henni eins langt fram eftir vori og hægt er. Ekkert rými til að misstíga sig.