• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United tekur á móti á West Ham

Magnús Þór skrifaði þann 12. apríl, 2019 | 1 ummæli

Nú þegar farið er að sjá fyrir endan á tímabilinu eru öll stig orðin mjög mikilvæg og mjög mikilvægt að misstíga sig ekki. Úrslitin að undanförnu hafa ekki verið eins góð og við hefðum viljað. Tímabilið hjá West Ham hefur reyndar ekki verið uppá marga fiska og árangur liðsins klárlega undir væntingum eftir miklar fjárfestingar sumarsins. Liðið gjörsamlega valtaði yfir United fyrr í vetur í einni af verstu frammistöðum United undanfarin ár. Það væri svo alveg týpískt að Lukasz Fabianski myndi eiga stórleik í leiknum á morgun.

Embed from Getty Images

Það sem hefur verið ánægjulegt undanfarið er að sjá hvernig Scott McTominay hefur verið að spila þegar hann fær tækifæri. Hann var valinn maður leiksins af mörgum í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Ég virkilega vona að hann fái hreinlega bara að spila restina af leikjunum. Bæði liðin eru með þónokkra leikmenn á sjúkralista. Hjá West Ham eru Jack Wilshere, Michail Antonio, Samir Nasri, Andy Carroll, Andriy Yarmolenko, Carlos Sanchez og Winston Reid meiddir og/eða tæpir. Hjá okkar liði eru Nemanja Matic, Ander Herrera, Eric Bailly, Antonio Valencia, Alexis Sánchez og Matteo Darmian á listanum.

Ég myndi telja að Ole Gunnar muni geri einhverjar breytingar á liðinu til að halda mönnum ferskum fyrir leikinn Barcelona nema að áherslan sé á deildina. En það kemur í ljós þegar byrjunarliðið verður kynnt á morgun.

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Óskar G Óskarsson says

    13. apríl, 2019 at 09:14

    young og shaw eru bàðir i banni, þannig að vonandi að dalot fài að spila sína stöðu i RB og ætli að það verði ekki dustað rykið af Rojo 🤢
    Skíthræddur um að menn verði með hugann við barca leikinn i þessum leik.
    Væri fínt ef pogba myndi stimpla sig aftur inn eftir að hafa ekki mætt i vinnuna i nokkrar vikur.
    Getum gleymt topp 4 ef það koma ekki 3 stig i þessum leik

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress