• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 0:0 Watford

Ritstjórn skrifaði þann 26. febrúar, 2022 | 12 ummæli

Þrátt fyrir urmul tækifæra tókst Manchester United ekki að ná í fleiri en 1 stig gegn Watford. Watford náði að verjast vel á stundum og eiga góð móment en United yfirspilaði gestina og gerði í raun allt rétt fyrir utan þetta litla aðtriði að nýta helvítis færin! Bruno og Ronaldo fóru illa með mörg færi og góð.

Það var alveg nauðsynlegt að taka þrjú stig í þessum leik því framundan í mars eru deildarleikir gegn Manchester City, Tottenham og Liverpool. Þetta verður strembin barátta um fjórða sætið og spurning hversu lengi hin liðin í kring ætli að gefa okkar mönnum færi á að hanga í baráttunni.

Nánari skýrsla kemur kannski, ef einhver í ritstjórn nær að setjast niður í það verkefni.

Svona stillti Ralf upp byrjunarliðinu:

1
de Gea
27
Alex Telles
2
Lindelöf
19
Varane
29
Wan-Bissaka
31
Matic
6
Pogba
17
Fred
18
Fernandes
7
Ronaldo
36
Elanga

Bekkur: Henderson, Dalot, Jones, Maguire, Shaw, Lingard, Mata, Rashford, Sancho.

Gestirnir hófu leik svona:

🚨 𝗧𝗘𝗔𝗠 𝗡𝗘𝗪𝗦 🚨

Here's how the Hornets will line up at Old Trafford this afternoon.#MUNWAT pic.twitter.com/qJEcRgyvaF

— Watford Football Club (@WatfordFC) February 26, 2022

12

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Turninn Pallister says

    26. febrúar, 2022 at 16:45

    Úff hvað þetta er slæmt, framherjum okkar virðist vera algjörlega fyrirmunað að skora. Allt útlit fyrir að lélegasta lið deildarinnar séu að taka 4 stig á móti okkar mönnum. Þetta er svo óboðlegt að það á miskunnarlaust að sekta leikmenn um vikulaun.

    9
  2. 2

    Einar says

    26. febrúar, 2022 at 16:57

    Hvernig er þetta hægt?😡😡🤬

    5
  3. 3

    Arni says

    26. febrúar, 2022 at 17:06

    Við eigum bara ekkert skilið að vera í meistaradeildinni

    8
  4. 4

    Helgi P says

    26. febrúar, 2022 at 18:05

    Þetta er bara ekki boðlegt að bjóða stuðningsmönnum uppá þessa drullu leik eftir leik

    7
  5. 5

    Sindri says

    26. febrúar, 2022 at 18:39

    Nýting á færum í takt við þessa síðustu og verstu. Ætti að vera ótrúleg niðurstaða miðað við tölfræði, er það ekki miðað við taktinn í okkar liði.
    .
    Minnir mig eitthvað á 0-0 jafnteflið við Burnley í lok október 2016, þar sem Heaton hafði af okkur tvö stig. Foster átti engan stjörnuleik í dag, en tilfinningin í lok leiks er sú sama.
    Jafnvægið fór gjörsamlega þegar það voru 14 rauðir sóknarmenn inná í lok leiks.
    .
    Eitt stig í tveimur leikjum gegn vonlausu liði Watford, dýrara en húsnæði í Reykjavík.
    Deildin er ekki búin, liðin í baráttu við okkur eru á svipað litlu skriði og við.
    GGMU

    3
  6. 6

    Scaltastic says

    26. febrúar, 2022 at 20:35

    E.t.v. er ég fangi augnabliksins, en fyrir mér var þessi leikur hápunktur niðurlægingar tímabilsins. Það er fátt sem fær blóðþrýstinginn jafn hátt og frammistöður Bruno og Ronaldo í dag og á móti Boro í FA cup.

    Það eina jákvæða við þessar raðskitur í færanýtingum eftir vetrarfríið er að það er engin pressa á liðið sem eftir er af tímabilinu fyrir utan 15. mars. Þeir skulda bæði liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum cirka tvö mörk þá.

    3
  7. 7

    Elis says

    27. febrúar, 2022 at 12:46

    Tímabilið hjá UTD ræðst á því hvort að liðið nái 4.sæti eða ekki. Að ná 4.sæti ætti að vera lámarkskrafa hjá liði með þennan mannskap.

    Næstu leikir eru gegn Man City úti, Tottenham heima, A.Madrid heima og Liverpool úti. Eftir þessa veislu þá verða 8 leikir eftir í deild og spurning um hvort að meistaradeildar vonin lifir. Liðið gætið dottið út gegn Madridar liði sem er á hraðri niðurleið miða við undanfarinn ár.

    Þetta er allt saman mjög sorlegt.

    3
  8. 8

    birgir says

    28. febrúar, 2022 at 06:42

    Margir voru kokhraustir í upphafi, sérstaklega eftir að hafa tekið fram úr Liverpool á ótrúlega stuttum tíma.

    Málsmetandi menn voru að spá sigri í deildinni.

    Breiður hópur og meiðslavesen ekki meira en hjá öðrum liðum.

    Hvað er að klikka?

    1
  9. 9

    Halldór Marteins says

    1. mars, 2022 at 10:22

    Þetta er alveg ótrúlega góð spurning, birgir.

    United var afgerandi næst besta liðið í fyrra og maður leyfði sér að sjá fyrir að það yrði byggt ofan á það. Sérstaklega þegar sumarglugginn var bara nokkuð góður (fyrir utan að það vantaði að kaupa sexu).

    En svo hrundi bara allt í leik liðsins. Lykilmenn ekki að spila eftir sinni getu, samstilling liðs og hóps fauk út í vindinn, karakterinn grautaðist niður að mjög miklu leyti og sjálfstraustið er í lágmarki, eins og sést bara á þessari rugluðu færanýtingu upp á síðkastið.

    Ég veit ekki hverju er nákvæmlega um að kenna. Þetta er of mikið til að hægt sé að kenna einum manni um, hvort sem það er Solskjær eða Maguire, sem eru vinsæl skotmörk. Liðið í heild og báðir stjórar deila þessu einhvern veginn.

    Það er stutt síðan liðið var að spila heilt yfir nokkuð vel og það býr alveg miklu meira í þessum leikmönnum en þeir eru að sýna. Svo kannski er leiðin upp á við ekki svo löng, þótt maður sjái ekki fyrir sér titilbaráttu alveg í bráð. Því miður.

    1
  10. 10

    S says

    1. mars, 2022 at 17:17

    Þó við enduðum í öðru sæti í fyrra vorum við ekki með sterkari lið en chelsea og liverpool heilt yfir. Ole hefði með sínu kerfi náð 4 sæti aftur í ár ef hann hefði ekki þurft að taka Ronaldo inn í hópinn. Breytingarnar á leik liðsins eftir komu hans sáu svo til þess að árangurinn minnkaði og minnkaði(þangað til að hann hvarf).

    Leiðinlegur en skilaði sínu hann Ole minn. En hvað um það. Mistökin voru að fatta ekki að Ole var aldrei að fara neitt lengra með liðið og ráða topp þjálfara síðasta sumar. Þess í stað kemur Ronaldo og allt fer á hliðina. Mín cent. Þurfið ekki að vera sammála.

    5
  11. 11

    S says

    1. mars, 2022 at 17:18

    Eins og með allt þá er basically hægt að kenna lélegri stjórn á klúbbnum um árangur okkar. #GlaziersOut

    2
  12. 12

    Halldór Marteins says

    2. mars, 2022 at 10:16

    Alveg ágætis punktur með Ronaldo. Hann gæti hafa komið með meira slæmt en gott inn í liðið.

    En United var sannarlega næst besta liðið í deildinni á síðasta tímabili. Kannski ekki með sterkara besta byrjunarlið en Liverpool og Chelsea, mögulega ekki. En hópurinn sigldi þessu í 2. sæti og það var 100% verðskuldað yfir heilt tímabil.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tòmas um Brentford 4:0 Manchester United
  • Helgi P um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • Danni um Brentford 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress