• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Upphitun: Aston Villa næsti slagur í baráttu um sæti í Meistaradeildinni

Zunderman skrifaði þann 29. apríl, 2023 | Engin ummæli

Embed from Getty Images

United hefði getað stigið stórt skref í átt að Meistaradeildinni með sigri á Tottenham á fimmtudag en varð bensínlaust í seinni hálfleik og missti tveggja marka forustu niður í jafntefli.

Talsvert meiðsli hafa verið í herbúðum United og bætti ekki úr skák að Harry Maguire meiddist á æfingu í vikunni. Ekki er ljóst hvort hann verði leikfær fyrir morgundaginn. En óháð hvort hann verði heill eða ekki eru trúlega talsverðar líkur á að Viktor Lindelöf og Luke Shaw verði áfram miðverðir.

Lisandro Martinez er frá út leiktíðina en vonir standa nú orðið til að Raphael Varane nái úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þann 3. júní. Óvíst er hvenær Scott McTominay teljist leikfær á ný.

Alejandro Garnacho er mættur til æfinga en tæplega orðinn leikfær. Gleðitíðindi bárust af honum í morgun því hann hefur skrifað undir nýjan samning til næstu fimm ára.

Hjá Villa hafa þeir Matty Cash, Boubacar Kamara, Philppe Coutinho og Leon Bailey glímt við meiðsli að undanförnu. Jakob Ramsey meiddist í leiknum gegn Fulham í vikunni en ætti að verða leikfær.

Villa hefur verið á miklu skriði, spilað sem fyrr segir 10 leiki í röð án taps og unnið átta þeirra. Liðið vann Fulham á heimavelli á þriðjudag og hefur haft tvo daga umfram United í hvíld. Unai Emery hefur haft afar jákvæð áhrif á liðið síðan hann tók við í lok október. Hann byrjaði á 3-1 sigri gegn United sem brotlenti eftir gott gengi.

Villa er nú í sjötta sæti með 54 stig úr 33 leikjum, eins og Tottenham sem er í fimmta sæti en United í því fjórða með 60 úr 31 leik. Liverpool er í sjöunda sæti með 53 stig úr 32 leikjum og Brighton með 52 stig úr 31 leik. United er því enn með ágæta stöðu en má ekki við mörgum mistökum í næstu tveimur leikjum gegn Villa á morgun og Brighton í vikunni.

Leikurinn hefst klukkan 13:00.

 

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress