• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Upphitun: Áfram haldið í átt að Meistaradeildarsæti

Zunderman skrifaði þann 3. maí, 2023 | Engin ummæli

Embed from Getty Images

Manchester United mætir Brighton öðru sinni á stuttum tíma, að þessu sinni í ensku úrvalsdeildinni og í Brighton. Sigurinn gegn Aston Villa um síðustu helgi var gott skref í átt að Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð og sigur á morgun myndi gera stöðuna enn betri.

Litlar breytingar eru á ástandi leikmanna United eftir helgina, sem eru góð tíðindi þar sem töluverð meiðsli hafa hrjáð hópinn síðustu vikur. Harry Maguire var varamaður gegn Aston Villa og verður það líklega áfram þar sem þeir Viktor Lindelöf og Luke Shaw hafa haldið hreinu í tveimur af þeim þremur leikjum sem þeir hafa leikið saman sem miðverðir.

Staðan gæti farið að batna verulega og á fréttamannafundi í morgun gaf Erik ten Hag til kynna að Raphael Varane gæti orðið leikfær í næstu viku. Hann yrði þar með væntanlega á undan Scott McTominay í röðinni. Áfram er beðið eftir Alejandro Garnacho sem hefur æft undanfarna viku en telst ekki enn leikfær. Þá var haft eftir Donny van der Beek í vikunni að endurhæfing hans gengi vel, þótt ekkert sé minnst á annað en hann verði frá út leiktiðina.

Stærstu ákvarðanir ten Hag snúast væntanlega um hvernig hann hreyfir við liðinu til að halda öllum ferskum. Markus Rashford hefur byrjað frammi í síðustu tveimur leikjum og um helgina byrjaði Marcel Sabitzer á miðjunni en Christian Eriksen var hvíldur.

Af leikmönnum Brighton er það að frétta að framherjinn Evan Ferguson fer í læknisskoðun fyrir leik en hann hefur verið frá síðan um miðjan apríl. Joel Veltman fór meiddur út af í 6-0 sigrinum á Wolves um helgina og verður vart með.

United hafði betur gegn Brighton í undanúrslitum enska bikarsins fyrir tíu dögum eftir vítaspyrnukeppni. United hefur annars ekki gengið sérstaklega vel gegn Brighton, tapið á Old Trafford í fyrstu umferð deildarinnar í haust situr eflaust enn í mörgum.

Í tölfræði samantekt á vef Brighton er þó vikið að öflugri vörn United og bent á þá staðreynd að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 26 leikjum í vetur, þegar allar keppnir eru taldar með. Aðeins Barcelona, sem haldið hefur hreinu 27 sinnum, er með betri árangur í Evrópu.

United er fyrir leikinn í fjórða sæti með 63 stig úr 32 leikjum. Brighton er í áttunda sæti með 52 stig úr 31 leik. Liðið er því tæknilega enn í baráttu um Meistaradeildarsæti og sannarlega í bullandi baráttu um Evrópusæti. Eftir úrslit síðustu helgar er Liverpool það lið sem helst á möguleika á að elta United, það var með 56 stig úr 33 leikjum þegar leikur þess gegn West Ham hófst í kvöld en West Ham er mótherji United næsta sunnudag.

Sigur gegn Brighton yrði því stórt skref í átt að Meistaradeildarsæti. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress