• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Newcastle 1:0 Manchester United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 2. desember, 2023 | 1 ummæli

Jæja, fallegt var það ekki. Newcastle stóð uppi sem sigurvegari og í rauninni hefðu þeir gert það sama hvernig úrslitin hefðu farið miðað við spilamennsku liðanna. Heimamenn voru um 60% með boltann og áttu 22 skot þó einungis fjögur þeirra hafi ratað á rammann. Á meðan tókst United einungis að eiga 8 skot og eitt þeirra rataði á rammann.

Heimamenn réðu ferðinni langmestan partinn af leiknum og áttu ekkert skilið annað en þrjú stig. Gestirnir hins vegar geta reynt að fela sig bakvið þá staðreynd að fluginu þeirra hafi verið aflýst og þeir hafi þurft að ferðast með rútu eða þá að Newcastle hafi spilað á þriðjudegi í Meistaradeildinni en United á miðvikudegi en staðreyndin er sú að það var himin og haf á milli baráttuvilja leikmanna og þegar 11 einstaklingar etja kappi við eitt heilsteypt lið þá endar það yfirleitt á einn veg sem varð raunin í kvöld.

Embed from Getty Images

Það var Anthony Gordon, Evertonstráklingurinn sjálfur, sem skoraði sigurmark leiksins á 55. mínútu þegar boltinn barst út á hægri kantinn þar sem Kieran Trippier tók varnarmanninn á renndi boltanum fyrir markið. Þar kom Gordon á fjærstöngina og hamraði boltann inn fram hjá Onana og skoraði fyrsta deildarmarkið sem United hefur fengið á sig síðan í október.

Það var aldrei spurning hvernig þessi leikur myndi fara og áfram halda ófari Erik ten Hag á útivelli gegn liðum í efri hluta deildarinnar. Þetta er eitthvað sem hann verður að fara taka á en næsta slíka tækifæri kemur einmitt um miðjan mánuðinn þegar United heimsækir Liverpool.

 

1

Reader Interactions

Comments

  1. Elis says

    5. desember, 2023 at 14:15

    Vá Man Utd ekki sáttir við hvernig fjölmiðlar fjalla um liðið og hvað er þá gert.
    Gefið í og fara að spila betur og gefa þeim ástæðu til að hrósa liði og leikmönnum.

    Neibb ekki Man Utd í dag. Fjórir fjölmiðlar eru bannaðir á fjölmiðlafundi liðsins. Þetta er svona dick move og mun ekki hjálpa liðinu í fjölmiðlum. Gagnrýnin verður líklega en þá meiri en hey Utd virðast vera með allt röð og reglu hjá sér innan vallar sem utan svo að þetta er líklega skynsamleg ákvörðun ;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress