• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:1 Chelsea

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 6. desember, 2023 | 8 ummæli

Erik ten Hag ákvað að stilla upp liðinu gegn Chelsea svona:

24
Onana
23
Shaw
2
Lindelöf
5
Maguire
20
Dalot
4
Amrabat
39
McTominay
17
Garnacho
8
Fernandez
21
Antony
11
Hojlund

Á bekknum sáum við þá Bayindir, Evans, Reguilon, Mainoo, Van de Beek, Wan-Bissaka, Pellistri, Martial og Rashford.

 

Lið gestanna:

Sanchez
Cucurella
Colwill
Silva
Disasi
Enzo
Caicedo
Mudryk
Palmer
Sterling
Jackson

 

Fyrri hálfleikur

United byrjaði leikinn af smá krafti og kom fyrsta færið þegar Dalot átti fyrirgjöf frá hægri kantinum en Cucurella var réttur maður á réttum stað til að bjarga í horn fyrir gestina. Annað færi leit dagsins ljós stuttu síðar þegar Sanchez átti laka sendingu og United komst í skyndisókn, Antony fékk boltann í vítateignum og reyndi að pota boltanum áfram en þá var stigið á hann.

Dómari leiksins, Chris Kavanagh, fór í skjáinn og dæmdi víti. Bruno Fernandes steig á punktinn og tók hægt aðhlaup og hoppaði í skotinu en Robert Sanchez varði slakt skot hans og McTominay fylgdi á eftir og hamraði boltann yfir markið. Illa farið með gráupplagt færi til að komast yfir snemma í leiknum.

Embed from Getty Images

United virtust staðráðnir í að bæta upp fyrir klúður Bruno og blésu strax til sóknar aftur. Chelsea fékk hins vegar næsta dauðafæri eftir afleita sendingu inn á miðjum vellinum. Jackson komst inn í sendinguna og stakk boltanum á Mudryk en hann var kominn í þröngt færi og Onana lokaði vel og skotið endaði í stönginn og aftur fyrir endamörk.

Garnacho var næstur til að fá dauðafæri en skot hans varið og út frá vörslunni fengu gestirnir skyndisókn þar sem þeir voru komnir fjórir á tvo en síðasta sendingin klikkaði og varnarmaður náði að komast inn í hana og pota boltanum á Onana. Fram og til baka og hátt tempó.

Embed from Getty Images

Liðin skiptust þvi næst á því að skjóta fyrir utan teig sem reyndist ekkert annað en létt skotæfing fyrir markmennina þar til United fékk háan bolta inn í teiginn og Fernandes skallaði boltann fyrir inn í markmannsteiginn þar sem Antony og Hojlund rifust aðeins um boltann en að lokum skaut Antony en boltinn endaði í hornspyrnu. Úr hornspyrnunni kom ekkert en Antony vann boltann út við hornfánann hinu meginn og kom boltanum fyrir teiginn.

Þar tók við darraðardans og Maguire fékk tækifæri og skaut í Cucurella en þaðan barst boltinn til Scott McTominay sem tók boltann á lofti og setti hann í hægra hornið þar sem Hojlund hoppaði undan boltanum sem endaði í netinu. 1-0 forysta sem var vissulega verðskulduð enda United komnir með 11 tilraunir á fyrstu tuttugu mínútunum.

Embed from Getty Images

Chelsea komst í öfluga sókn á 26. mínútu sem endaði með Sterling í teignum á móti Lindelöf og sá enski tók listflug inn í teignum og heimtaði vítaspyrnu en fékk ekkert fyrir sinn snúð og VAR herbergið var sammála dómarnum á vellinum í það skiptið.

Næsta áhugaverða færi kom eftir fyrirgjöf frá Brunpo á vinstri, en hún rataði beint á pönnuna á McTominay en Sanchez varði, boltinn skaust í Skotann aftur og aftur varði Sanchez. Áður en endursýningin var búin komst Chelsea í dauðafæri hin meginn á vellinum og Sterling og Jackson tveir einir gegn Onana, Sterling renndi boltanum til hliðar en Onana gerði sig fimmfaldan í markinu og varði vel frá honum úr færi sem ætti að skora úr í 99 tilraunum af 100.

Embed from Getty Images

United féll aftar á völlinn síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik og það kann að bjóða hættunni heim. Chelsea fékk að fikra sig ofar á völlinn. Mudryk fékk boltann milli miðju og vítateig og fann Cole Palmer sem tók vel á móti boltanum, dansaði aðeins fyrir framan D bogann og lagði boltann í fjærhornið framhjá Onana. 1-1 og blaut tuska í andlit heimamanna.

 

Síðari hálfleikur

Gestirnir byrjuðu mun betur og sköpuðu nokkur hálffæri en United hristu sig fljótlega í gang. Báðir stjórar gerðu breytingar í hálfleik. Reguilon kom inn á í stað Lindelöf og Shaw færðist þá í miðvörð. Hinu meginn kom Reece James inn fyrir Cucurella.

Eftir um tíu mínútna leik fékk Garnacho tækifæri til að endurtaka draumamarkið frá því um síðustu helgi en hann hoppaði upp og klippti boltann en yfir markið. Aftur fékk hann skotfæri í næstu sókn en skrúfaði þá boltann rétt framhjá vinklinum. United hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Að fá fullt af hornspyrnum og setja þær allar á nærstöngina og skapa enga hættu um leið.

Embed from Getty Images

Næst átti Antony skot úr D boganum en það fór af varnarmanni og rétt framhjá. Loksins setti Luke Shaw hornspyrnuna inn í teiginn eftir klukkustundarleik og McTominay reis manna hæst og skallaði á rammann, ekki góður skalli en í grasið og Sanchez fipaðist örlítið en greip boltann í annarri tilraun.

Síðari hálfleikurinn var mun rólegri og var engan veginn líkur þeim fyrri en það var loksins á 69. mínútu að eitthvað markvert gerðist. Þá kom Reguilón upp völlinn og lagði hann til vinstri út á kantinn á Garnacho. Sá stutti setti boltann með fallegum sveig inn að fjærstönginni og þar kom skoska eimreiðin á fullri ferð og stangaði boltann inn af stakri snilld. 2-1 og United aftur komið í skoska forystu.

Embed from Getty Images

Sá skoski var næstum því kominn með þrennu eftir mistök hjá Sanchez strax eftir markið. Spænski markvörðurinn setti þá boltann út beint á Antony sem potaði boltanum á McTominay en skot hans var arfaslakt.

Chelsea blésu til sóknar en United komst í skyndisókn þegar hár bolti barst inn fyrir vörnina og Garnacho gerði vel og komst inn fyrir einn á móti markmanni en varnarmaður gestanna gerði vel og tókst að lauma fætinum fyrir skot hans á lokametrunum.

Aftur var Reguilón á ferðinni þegar hann átti lága fyrirgjöf inn í teiginn sem rataði á Garnacho en táningurinn hitti boltann illa og boltinn fór rétt framhjá stönginni.

Embed from Getty Images

Chelsea fengu ágætis færi þegar lítið var eftir af leiknum. Fyrirgjöf Reece James lak í gegnum allan pakkann yfir á vinstri vænginn þar sem önnur fyrirgjöf kom en enginn gerði heldur árás á þá sendingu. Aftur var James á ferðinni þegar hann sendi boltann inn á markmannsteiginn þar sem Armando Broja var mættur en skalli hans fór beint í stöngina og aftur út.

Chelsea tókst ekki að koma boltanum nær markinu en það og leiknum lauk með 2-1 sigri United. Úrslitin þýða það að United klifrar upp töfluna, í 6. sætið að sinni en Newcastle á inni leik á morgun gegn Everton á Goodison Park. Næsti leikur United er svo  heimaleikur gegn Bournemouth sem virðast vera sækja í sig veðrið í síðustu leikjum og verða ekki auðveldir andstæðingar. Leikurinn er á laugardeginum kl 15.

Embed from Getty Images

8

Reader Interactions

Comments

  1. Bjarni says

    6. desember, 2023 at 22:23

    Frábær leikur, góður sigur. Meira svona.
    GGMU

  2. Egill says

    6. desember, 2023 at 22:45

    Stórkostlegur leikur!!! Alveg í anda liðsins að með svona frammistöðu skulum við bara hafa skorað 2 mörk, en vá hvað við áttum þennan leik.
    Er þetta ekki bara besti leikur liðsins undir stjórn ETH?
    Við þurfum alvöru striker, og eitthvað backup á kanntana, Rashford er búinn og Hoijlund er ekki kominn á þann stað sem við þurfum á að halda.
    Klaufalegt mark sem við fengum á okkur, og féllum óþarflega djúpt undir lokin þar sem við áttum þennan leik, en heilt yfir frábær frammistaða og ég ætla að sötra bjórinn sáttur með góðan sigur.
    Því þetta var actually góður sigur, ekki tæpur og ósanngjarn sigur eins og við höfum séð á þessu tímabili. Yfirspiluðum Chelsea 95% af leiknum!

  3. Tòmas says

    6. desember, 2023 at 23:00

    Flottur leikur!

    Eiginlega llir góðir og Amrabat tvímælalaust að eiga sinn besta leik. Var að vinna bolta, pressa hlaupa og skila honum vel frá sér.

    Mikið þoli ég samt ekki VAR þetta var soft víti sem við fengum en það að maður hafi þurft að bíða með að fagna Seinna markinu okkar…út af engu. Þetta drepur svo stemmningu.

  4. Egill says

    6. desember, 2023 at 23:04

    Eitt sem ég vill bæta við. Ef ég væri örlitið meira geðveikur, eða talsvert, þá væri ég með “I hate Maguire” tattoo á brjóstkassanum. En gæinn hefur stigið allsvakalega upp síðustu vikur, ég hélt í alvörunni að gæinn ætti ekki afturkvæmt í úrvalsdeildina miðað við frammistöðu og gagnrýni, en hann hefur verið mjög flottur undanfarið. Ég er ennþá á því að hann sénekki nógu góður, en hann hefur ekki verið vandamálið á þessu tímabili. Ef Rashford o.fl. hefðu þetta hugarfar sem Maguire hefur þá væru engin vandamál hjá okkur.
    Stórt hrós á Maguire sem er að hækka verðmiðann sinn allsvakalega.

  5. HM5 says

    6. desember, 2023 at 23:50

    „Maguire sem er að hækka verðmiðann sinn allsvakalega“

    heldur betur, verður seldur næsta sumar 31 árs með hagnaði.

  6. Þorsteinn says

    7. desember, 2023 at 06:42

    Frábær leikur, allt annað en á móti Newcastle. Meira svona takk.

  7. Helgi P says

    7. desember, 2023 at 14:22

    Við skulum ekki fara framúr okkur við vorum að spila við lið sem er í en meiri krísu en við en við spilum samt betri bolta þegar rashford er ekki inná vellinum

  8. Arni says

    7. desember, 2023 at 15:01

    Bara selja rashford í janúar það er ekki hægt að vera með svona leikmann í liðinu sem nennir ekki að hlaupa hann er verri en ronaldo

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress