• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Nottingham Forest 2:1 Manchester United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 30. desember, 2023 | 15 ummæli

Byrjunarliðið gegn Nottingham Forest í kvöld var örlítið breytt frá liðinu sem mætti Aston Villa í síðustu umferð. Rashford var mættur upp á toppinn í fjarveru Hojlund. Garnacho færðist því á vinstri kantinn og Antony kom á þann hægri.

24
Onana
20
Dalot
35
Evans
19
Varane
29
Wan-Bissaka
39
Mainoo
14
Eriksen
17
Garnacho
8
Fernandez
21
Antony
10
Rashford

Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki sá lélegasti hjá United á leiktíðinni en vissulega sá daufasti og daprasti. United átti eitt skot á rammann sem kom frá hægri bakverðinum Aaron Wan-Bissaka en hann var sirka korter að stiulla sér upp í skot í vítateigsboganum og skotið hans var arfaslakt og beint á Turner. Á sama tíma fengu heimamenn sex skot og settu helming þeirra á rammann en Onana varði það öllsömul.

Embed from Getty Images

United var örlítið meira með boltann en skapaði sér nákvæmlega ekki neitt allar þessar 45 mínútur en það var svo sem mjög svipaða sögu að segja af mótherjunum, þeir náðu hins vegar að skjóta en skotin voru ekki beinlínis líkleg til þess að trufla Onana mikið. Hættulegasta færið var líklegast fyrirgjöfin frá fyrrum United manninum Anthony Elanga. Sendingin kom frá vinstri kantinum þeirra en Onana gerði sig líklegan til að komast inn í sendinguna en áður en hann náði til boltans tók Varane mjög frumlegan en hættulegan mjaðmahnykk í átt að boltanum. Tuðran kastaðist af læri Frakkans og framhjá Onana en sem betur fer var enginn á fjærstönginni því sá hefði líkegast ekki þurft annað en að anda á boltann og taka forystuna um leið.

Embed from Getty Images

Til að gera langa sögu stutta þá gerði United nákvæmlega ekkert í fyrri hálfleiknum hinu megin á vellinum. Í þeim síðari kom Skotinn okkar Scott McTominay inn fyrir Mainoo sem virtist vera eitthvað örlítið tjaslaður en kláraði þó fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik kviknaði örlítill neisti þegar United virtust ætla að blása til sóknar en allt átti að fara í gegnum Garnacho á vinstri kantinum.

Þegar stutt var liðið af síðari hálfleik kom Amad Diallo inn á í stað Antony sem var búinn að vera heillum horfinn allan leikinn. Wan-Bissaka skapaði loksins hættulegt færi fyrir okkur þegar hann renndi boltanum frá vinstri vængnum út fyrir vítateigsbogann á hinn bakvörðinn en skotið frá Portúgalanum fór af varnarmanni og aftur fyrir endamörk.

Embed from Getty Images

Svo á 64. mínútu kom fyrsta höggið þegar Gonzalo Montiel stakk boltanum á Dominguez sem kom einn og óvaldaður inn í teig United og hamraði boltann í fjærhornið framhjá Onana í markinu. 1-0 og stúkan hreinlega trylltist.

Embed from Getty Images

United var nálægt því að jafna metin skömmu síðar þegar Bruno Fernandes tók hornspyrnu sem fór yfir allan pakkann nema Alejandro Garnacho sem hitti boltann hálfklaufalega en í grasið fór hann og skoppaði svo rétt yfir markið. Hann var svo aftur á ferðinni nokkrum sekúndum síðar en skot hans úr miðjum teignum fór af varnarmanni líka.

Það var svo Matt Turner sem kórónaði taugaóstyrkan leik sinn í dag með því að gefa slaka sendingu sem Garnacho kom inn í með rennitæklingu. Sá stutti spretti inn í teiginn og akkurat þegar allir bjuggust við að hann reyndi að taka manninn á og skjóta, skar hann allan vítateiginn með þversendingu á Rashford sem tók boltann viðstöðulaust innanfótar með hægri löppinni í hægra hornið  og jafnaði metin 1-1.

Embed from Getty Images

En það var auðvitað eins og skrifað í skýin, eftir að við fengum þessa flugeldasýningu og tilfinningarússíbana gegn Aston Villa þá kom þessi hörmung í andlitið rétt til að klára árið okkar. Á 84. mínútu fengu United gott færi sem endaði með því að Christian Eriksen átti fast skot beint á Turner sem slóg boltann út í teiginn, en þaðan barst boltinn fram völlinn fyrir heimamenn og þeir þutu í skyndisókn.

Sú sókn endaði með því að Morgan Gibbs-White fékk æfingabolta við vítateiginn og hamraði boltann þétt út við stöngina og Onana átti ekki séns. 2-1 og svo virtist sem allur völlurinn hefði misst vitið. Uppgjöfin var algjör í augum gestanna og þrátt fyrir 10 mínútna uppbótartíma komst United aldrei nálægt því að jafna metin.

Embed from Getty Images

Niðurstaðan 2-1 og við erum enn á sama stað, enginn stöðugleiki, menn hengja hausinn og liðið virðist ætla að halda í þetta Jekyll & Hyde sérkenni, mæta bara í annan hvern leik. En nú eru áramót og menn geta sett sér sem nýársheit að reyna að gleyma frammistöðum sem þessum og ganga inn í nýja árið með von í hjarta um breytta tíma.

Gleðilega hátíð.

 

15

Reader Interactions

Comments

  1. Helgi P says

    30. desember, 2023 at 18:53

    Og ruglið heldur áfram

  2. Helgi P says

    30. desember, 2023 at 19:05

    75 mínútur búnar og við erum ekki búnir að fá eitt færi í þessum leik

  3. Dór says

    30. desember, 2023 at 19:16

    Djöfull er þetta ömurlegt lið við þurfum að losa okkur við svona 90% af þessum leikmönnum og Ten Hag verður að fara hann er klárlega ekki rétti maðurinn í þetta starf

  4. Arni says

    30. desember, 2023 at 19:30

    Það er bara best að segja ekkert um þennan leik

  5. dr. Gylforce says

    30. desember, 2023 at 19:34

    Þetta var arfaslakt og mikil vonbrigði að ná ekki að byggja ofan á góðan síðari hálfleik gegn Aston Villa.

  6. evra says

    30. desember, 2023 at 20:04

    strákar þetta timabil er buið segi upp áskrift hjá sinanum strax 2 jan gleðilegt ár félagar.

  7. Gummi says

    30. desember, 2023 at 20:24

    No Comment

  8. Tenfraud says

    30. desember, 2023 at 20:46

    FLAPPY BIRD ONANA

  9. Helgi P says

    30. desember, 2023 at 21:40

    Það á að reka Ten Hag bara útaf þessum Anthony kaupum þvílíkt rusl sem þessi leikmaður er

  10. Egill says

    30. desember, 2023 at 22:05

    Hvar eru top reds núna með sín Pollýönnukomment? Allir sáttir?
    Sama skita leik eftir leik og hálfvitinn á hliðarlínunni aldrei með neinar lausnir.
    Stevie Wonder í markinu getur ekki varið nokkurn skapandi hlut, og Antony er hreinlega ekki fótboltamaður.

    En hvernig stóð á því að markmaður Forest fékk að handleika boltann eftir sendingu til baka frá varnarmanni?

  11. Koko says

    30. desember, 2023 at 23:07

    Ekki hægt lengur að halda með liði sem er mettnaðarlsust og ekkert skapandi..bæði innan og utan vallar…kæmi ekki á óvart ef allt færi i þrot….kaup..laun..og sala á leikmönnum…það er galið að lesa þetta….en gleðilegt árið til ykkar stuðningsmenn

  12. Vorkunarsami LFCarin says

    31. desember, 2023 at 08:59

    Merkilegt hvað menn eru snöggir öfgana á milli, það sjást ágætis moment í þessu liði og ETH er ágætis þjálfari, en þetta tekur tíma. Held að vandamàlið sé mikið til þetta meistaradeildarsæti sem liðið vann í fyrra. Liðið vat ekki að spila betur í fyrra fanst mér, vann helling af leikjum bara á heppni og átti þetta meistaradeildarsæti einganveginn skilið (gæðalega séð) En þetta spenti væntingar uppúr öllu valdi, og nú þegar liðið spilar sama fótbolta og síðasta season án heppninar, já þá er alt vitlaust

  13. Dór says

    31. desember, 2023 at 17:35

    Er Ten Hag búinn að eiga einn góð kaup

  14. Einar says

    1. janúar, 2024 at 09:03

    86 milljónir punda fyrir Antony? Ég skil þetta ekki. Man eftir að hafa séð marga Ajax aðdáendur á Twitter grenja úr hlátri. Fannst það ósanngjarnt en skil þá mun betur núna.

  15. Dór says

    2. janúar, 2024 at 22:09

    Komnir í 8 sæti og við erum að fara lenda í 14 til 16 sæti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress