• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Upphitun: Hádegisleikur gegn Everton

Zunderman skrifaði þann 8. mars, 2024 | Engin ummæli

Embed from Getty Images

Manchester United tekur á móti Everton klukkan 12:30 á morgun, laugardag. United þarf að halda áfram að reyna að komast í Evrópusæti. Everton hefur fengið nýtt tækifæri eftir að stigarefsing liðsins var minnkuð.

Eftir fjóra sigurleiki í röð hefur United verið jarðtengt, fyrst með tapi gegn Fulham heima 1-2 og síðan Manchester City 3-1 um síðustu helgi. Þar á milli kom reyndar sigurleikur gegn Nottingham Forest í bikarnum.

Jonny Evans og Marcus Rashford þurftu báðir meiddir af leikvelli gegn City en eiga að vera leikfærir á morgun. Omari Forson er meiddur sem þýðir sennilega að sækja þarf enn einn í unglingaliðin til að sitja á bekknum. Bendito Mantato, 16 ára gamall kantmaður, hefur æft með aðalliðinu í vikunni.

Aðrir leikmenn hafa ekki náð sér að meiðslum en von er á einhverjum til baka fyrir bikarleikinn gegn Liverpool eftir viku.

Tapleikirnir tveir hafa reynt United erfiðir í baráttunni um Evrópusæti. Liðið er núna sex stigum á eftir Tottenham, sem á leik til góða og ellefu stigum frá Aston Villa. Þau lið mætast á sunnudag.

Everton er í bullandi fallbaráttu en ekki lengur í fallsæti eftir að refsing félagsins fyrir að brjóta fjármálareglur deildarinnar var minnkuð úr 10 stigum í sex. Liðið er þó án sigurs í síðustu tíu deildarleikjum.

Idrissa Gueye ver væntanlegur aftur í liðið en þeir Dele Alli og Arnaut Danjuma eru frá vegna meiðsla.

Stóru fréttirnar frá United eru annars þær að búið er að skipa starfshóp til að vinna tillögur að endurnýjun Old Trafford. Formaður hans er Sebastian Coe, sem á sínum tíma var enn fremsti millilengdahlaupari heims, en leiddi síðar vinnu fyrir Ólympíuleikana í London 2012.

Aðrir lykilmenn eru Andy Burnham, borgarstjóri í Manchester og Gary Neville, sjónvarpssérfræðingur. Þar eru einnig fleiri fulltrúar frá stuðningsmönnum, háskólunum í Manchester og borginni. Markmiðið er meðal annars að endurnýja svæðið í kringum leikvanginn og tryggja fjárfestingu í Norður-Englandi.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress