• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Crystal Palace

ellioman skrifaði þann 14. september, 2013 | 14 ummæli

Manchester United - Crystal PalaceUnited tók á móti Crystal Palace kl 11:45 á Old Trafford í dag í fínum leik. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að United ætlaði að skora mörk í dag er liðið tók öll völd á vellinum sem það hélt út leikinn. Leiknum lauk með tvö núll sigri United sem hefði hæglega getað orðið mun stærri.

Liðið er hægt og rólega að komast í gír og líst mér ágætlega á okkar möguleika þetta árið. Byrjunarliðið var þannig skipað hjá United:

United-Palace-byrjunarlid

og á bekknum voru Amos, Evans, Chicharito, Cleverley, Zaha, Fellaini, Januzaj. Stóru fréttirnar voru þær að Rooney var óvænt kominn til baka, eftir að hafa fengið virkilega ljótan skurð og fór hann beint í byrjunarliðið. Fabio og Anderson fengu einnig tækifæri í byrjunarliðinu á meðan nýji maðurinn Fellaini byrjaði á bekknum. Einnig vakti það furðu að Kagawa, Nani og Welbeck voru ekki í liðinu. Moyes gaf það út að Kagawa væri með flensu og fékk hann því frí í dag. Ég gat ekki fundið út af hverju Nani og Welbeck voru ekki en leyfi mér að halda að það hafi verið vegna smávægilegra meiðsla úr landsleikjabreikinu.

Fyrra markið skoraði Robin Van Persie rétt undir lok fyrri hálfleiks úr víti (GIF) eftir brot Dikgacoi á Ashley Young sem Dikgacoi fékk að líta rauða spjaldið fyrir. Seinna markið kom á 81′ mín úr aukaspyrnu sem Rooney nýtti svona snilldarlega. (GIF1 & Gif2)

Hér eru mínar helstu athugasemdir varðandi leikinn í dag:

1) Adnan Januzaj

Vá, þvílíkt deibjú hjá drengnum. Hann fékk 27 mínútur í dag og frábært að sjá hversu vel hann nýtti þær. Flestir stuðningsmenn United voru (skiljanlega) mest spenntir fyrir því að sjá Fellaini á miðjunni fyrir United en þessi átján ára gutti kom og stal senunni, amk í mínum huga. Þessi strákur er þvílíkt efni, með gríðarlegt sjálfsöryggi og aðeins átján ára! Verður ekki sagt annað en að framtíðin er björt á kantinum hjá United ef það rætist úr Adnan og Zaha. Fyrir áhugsama þá er hér fín grein um drenginn.

2) Hægri hliðin

Valencia og Fabio stóðu einnig upp úr hjá mér í dag. Frá því að tvíburabræðurnir voru keyptir til United hef ég verið gríðarlega spenntur að sjá þá blómstra fyrir liðið og á sama tíma vonsvikinn að sjá hvað Fabio hefur fengið takmörkuð tækifæri hingað til (hjálpar að sjálfsögðu ekki að hann er að keppa við Patrice Evra um byrjunarliðssæti). Hann fékk hinsvegar tækifæri í dag sem hægri bakvörður (sem er staða bróður hans) og var hann hrikalega öruggur varnalega sem og sóknarlega þar sem hann og Valencia náðu að spila afspyrnu vel saman. Talandi um Valencia, er hann kominn aftur? Það sem ég sá frá honum í dag minnti mig á það af hverju hann var keyptur. Hann var óhræddur að sækja og reyna skapa færi sem ég hef saknað í svo langan tíma. Haltu þessu áfram drengur!

3) Innkoma Fellaini í liðið

Ég ætla að játa það, ég er gríðarlega ánægður með þessi kaup hjá United. Hann var fljótur að stimpla sig inn í liðið við hliðina á Carrick á miðjunni. Nú fær Carrick tækifæri til að einbeita sér meira að sóknarleiknum á meðan Fellaini sér um að vera nautið á miðjunni. Ég er fullviss um að hann verði fljótlega orðinn einn af fyrstu nöfnunum sem við fáum að sjá í byrjunarliðinu. Að auki gefur þetta Moyes tækifæri á að hvíla Carrick í einhverjum leikjum í vetur. Hugsið ykkur aðeins út í hvernig þetta þetta var áður en hann var keyptur, ef Carrick hefði lent í einhverjum meiðslum þá væri miðjan okkar alveg skuggalega döpur sem hefði líklega þýtt það að Rooney yrði færður á miðjuna á ný (urrrr). Þannig að ég er ánægður og spenntur. Ég vil sjá Fellaini í byrjunarliðinu gegn City um næstu helgi.

4) Ashley Young

Við fengum svo sannarlega það besta og versta frá Ashley Young í dag og var hann án efa óvinsælasti leikmaður vallarins, amk hjá stuðningsmönnum Palace. Í fyrri hálfleik var hann afspyrnu dapur, sífellt að klúðra boltanum og átti svo alveg skelfilega dýfu sem dómarinn sá vel og gaf honum verðskuldað gult spjald. Í seinni hálfleik mætti á völlinn allt annar leikmaður. Þarna var leikmaðurinn sem allir voru að vonast eftir, flott hlaup inn í teig og oft á tíðum alveg frábærar sendingar. Nú vonar maður bara að leikmaðurinn sem mætti í seinni hálfleik verði sá sem við fáum að sjá oftar á þessu tímabili, annars kemur Nani, Januzaj eða Zaha til með að eigna sér stöðuna.

5) Wayne Rooney

Að mínu mati var Rooney besti leikmaður liðsins í dag. Frábær í sókninni, hrikalega duglegur að vinna boltann aftur sem og að pressa leikmenn Crystal Palace. Hann átti svo innilega skilið eitt mark sem hann fékk með gullfallegu marki úr aukaspyrnu sem Adnan hafði unnið fyrir liðið. Vonandi heldur þetta áfram. Fólk getur verið fúlt út af því hvernig hann hefur hegðað sér en enginn getur neitað því hversu mikilvægur leikmaður hann er fyrir United. Mín helsta ósk er að hann skrifi undir nýjan samning og ljúki þessum leiðindum.

Og já eitt að lokum. Rooney, nenniru vinsamlegast að hætta reyna chippa markmennina! Það eru orðin sex ár síðan þú síðast náðir að skora svona mark (Þetta gullfallega mark gegn Portsmouth í FA Bikarnum) og það er alveg nóg, sérstaklega þegar þú klúðrar svona dauðafæri.

Að lokum

Flott þrjú stig fyrir liðið. Næsti leikur verður spilaður á þriðjudaginn er Bayer Leverkusen kemur í heimsókn á Old Trafford í meistaradeildinni. Ég enda þessa leikskýrslu á skemmtilegri staðreynd um Van Persie sem ég fékk frá @InfostradaLive:


RVP has now hit the woodwork 30 times in the PL since start of 08/09, almost 2x as many as the next players – Torres, Gerrard (16).

Efnisorð: Crystal Palace Leikskýrslur 14

Reader Interactions

Comments

  1. Sigursteinn Atli Ólafsson says

    14. september, 2013 at 11:19

    Lýst vel á þetta.
    Frábært að sjá Zaha og Januzaj á bekknum , akkurat mennirnir sem mér langar að fá að sjá spila.

  2. jon says

    14. september, 2013 at 11:23

    djöfull á ég eftir að taka fucking pirringskast ef hann drullast ekki til að setja zaha inná í þessum leik .. allveg óþolandi að sjá 28 ára gamlan ashley young leik eftir leik með kúkinn upp á bak!

  3. Tryggvi Páll says

    14. september, 2013 at 11:39

    Gaman að sjá Zaha og Januzaj á bekknum og sérstaklega gaman að sjá Anderson byrja. Og Rooney hlýtur að hafa selt djöflinum sálu sína. Hann er alltaf miklu fljótari að jafna sig en gefið er upp! Hefði viljað sjá Nani fá tækifæri í þessum leik, vil miklu frekar sjá hann nálægt þessu byrjunarlið en Young. Skiljanlegt að Fellaini byrji á bekknum en hann kemur pottþétt inná þar sem Anderson mun aldrei endast í 90 mínútur.

    Held að þetta verði góður leikur og fínn sigur í vændum hjá okkar mönnum.

  4. Hjörvar Ingi Haraldsson says

    14. september, 2013 at 11:39

    Bekkinn inná í hálfleik, það er að segja Zaha, Januzaj og Chicharito/Fellaini

  5. McNissi says

    14. september, 2013 at 12:19

    Rooney er eins og skólastrákur með þetta band á hausnum.

  6. ellioman says

    14. september, 2013 at 12:37

    Hálfleikur og leiðir United með einu marki gegn engu. Rautt á Palace leikmann er hann brýtur á Young. Fannst brotið vera fyrir utan teiginn en víti dæmt. Trúi ekki öðru en að fleiri mörk verði skoruð í seinni hálfleik.

  7. DMS says

    14. september, 2013 at 14:42

    Mér fannst Anderson alveg skelfilegur í þessum leik. Það þarf að halda honum frá snakkinu. Sá video um daginn þar sem Evra og Ferdinand voru að laumast upp að honum í æfingaferðinni og þar var hann að gúffa í sig gúmmelaði og horfa á bíómynd. Þeir gerðu að sjálfsögðu grín að honum. Skil ekki að drengurinn geti ekki komist í almennilegt form, hlýtur að vera mataræðið.
    http://www.givemesport.com/376329-manchester-united-duo-mock-anderson

    En hvað um það. Ég var virkilega ánægður að sjá Januzaj fá tækifæri í dag. Hann var mjög sprækur. Fellaini datt einnig vel inn í liðið, en svo sem ekki hægt að búast við öðru þegar liðið leiðir 1-0 gegn Crystal Palace á heimavelli og manni fleiri í þokkabót. Ég held að efasemdarmennirnir verði fljótir að þagna þegar líður á leiktíðina, hef á tilfinningunni að Fellaini muni verða okkur mjög mikilvægur í stórleikjunum.

  8. Halldor mar says

    14. september, 2013 at 15:10

    Hvar er Kagawa afhverju i andskotanum er hann ekki að spila eða a bekknum ? Finnst þetta alveg furðulegt

  9. ellioman says

    14. september, 2013 at 15:17

    @ Halldor mar:
    Hann er víst með flensu kallinn og fékk því frí í dag.

  10. Hjörtur says

    14. september, 2013 at 15:59

    Alveg merkilegt að liðið skyldi ekki getað drullað fleiri mörkum á CP, eins og pressan var nú mikil. Við áttum þennan leik frá a-ö og aðeins skoruð 2 mörk, og annað úr víti. Þetta er alls ekki ásættanlegt miðað við gang leiksins.

  11. Grímur says

    14. september, 2013 at 18:07

    Flottur leikur í dag hjá United, Januzaj kom vel inní þetta og kominn ágætis heildarmynd á liðið, þá sérstaklega síðan við fengum Belgann hárprúða til liðs við okkur. Það sem mér fannst hinsvegar standa uppúr í dag var arfaslök frammistaða Anderson! Ég bara átta mig ekki á því af hverju hann fær að byrja þennan leik í þessu ásigkomulagi og skil ennþá minna af hverju hann var ekki tekinn af velli fyrir leikhlé, missti boltann trekk í trekk. Vonandi að Moyes hendi Kagawa inn sem fyrst fyrir Anderson svo hann geti byrjað að einbeita sér að því að ná kílóunum af sér!

  12. DMS says

    14. september, 2013 at 20:33

    Hér er hægt að sjá nokkur tilþrif frá Januzaj í leiknum.
    http://therepublikofmancunia.com/video-januzajs-individual-highlights-vs-crystal-palce/

    Þessi strákur lofar virkilega góðu og virðist vera með mikið sjálfstraust. Vill alltaf fá boltann og með góðar hreyfingar og hlaup. Ennþá einungis 18 ára.

  13. Bambo says

    14. september, 2013 at 22:13

    Gott að landa 3 stigum í dag, það sem stendur uppúr við þennan leik er samt þessi ótrúlega skita hjá dómaranum í fyrsta markinu. Þetta hefði verið hrikalega sætt á móti liverpool eða city en á móti CP leið mér illa yfir þessu. Mér fannst þetta persónulega flott vörn hjá manninum með skrítna nafnið og hann var í þokkabót ekki einusinni aftastur. Hefði misst vitið ef þetta hefði skeð hinum megin á vellinum.

  14. Magnús Þór Magnússon says

    15. september, 2013 at 00:06

    @ Bambo:
    Það skiptir ekki endilega máli hvort maðurinn er aftastur ef hann er að ræna augljósu marktækifæri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress