• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

CSKA kemur til Manchester

Kristófer Kristjánsson skrifaði þann 4. desember, 2017 | 1 ummæli

Þá er komið að leiknum sem enginn er að hugsa um. Eftir einn skemmtilegasta og mikilvægasta sigur United í nokkur ár um síðastliðna helgi gegn góðvinum okkar í Arsenal fóru allir strax að huga að risaleik næstu helgar þegar ekki svo góðir vinir okkar í Manchester City koma í heimsókn. Þar verður allt undir, á morgun þurfum við bara að hvíla alla og ekki tapa 7:0.

United þarf eitt stig á morgun gegn CSKA Moskvu til að tryggja fyrsta sæti riðilsins en í raun þurfum við einfaldlega að forðast sjö marka tap til að vera öruggir áfram og við munum vinna riðilinn svo lengi sem við fáum ekki á okkur fimm mörk á heimavelli. Gestirnir frá Rússlandi eru sjálfir í bullandi baráttu um að komast áfram og þurfa að sækja fleiri stig en Basel (sem heimsækir Benfica á sama tíma) til að vera öruggir um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

CSKA Moskva

CSKA-liðið þarf enga sérstaka kynningu enda verið áskrifandi að Meistaradeildarsæti um árabil. Liðið er yfirleitt efst eða næstefst í deildinni heimafyrir en núna eru Viktor Goncharenko og félagar í þriðja sæti, sjö stigum frá toppliði Lokomotiv. Leikur CSKA og United í rússnesku höfuðborginni síðastliðinn september fór 4:1 þar sem Romelu Lukaku skoraði tvívegis á meðan Anthony Martial og Henrikh Mkhitaryan settu eitt hvor.

Embed from Getty Images

CSKA-menn eru ekki skipaðir neinum kannónum í dag; miðjumaðurinn Alan Dzagoev er sennilega þeirra skærasta stjarna og flestir ættu að þekkja kempuna Igor Akinfeev í markinu. CSKA hefur hvorki unnið né haldið hreinu í síðustu fimm leikjum gegn United, tapað þremur og gert tvö jafntefli, en liðið hefur hins vegar unnið báða útileiki sína í keppninni til þessa, gegn Benfica og Basel. Rússarnir komust síðast í 16-liða úrslitin tímabilið 2011/2012.

Þeir eru, eins og svo mörg lið í dag, aðallega að spila kerfið 3-5-2. Pontus Wernbloom og Bibra Natkho hafa báðir verið fastamenn í liðinu í vetur en taka út leikbann á morgun, líklegt byrjunarlið er því svona:

35
Akinfeev
4
Ignashevich
5
Vasin
24
Berezutski
14
Nababkin
89
Kuchaev
17
Golovin
10
Dzagoev
2
Fernandes
11
Vitinho
75
Vitinho

Okkar menn

Eftir frábæran sigur gegn Arsenal horfum við nú öll til næstu helgar þegar grannar okkar í City koma í heimsókn. Fyrst þarf þó að spila þennan leik og áhugavert verður að sjá hvaða leikmenn verða notaðir þar. Jose Mourinho, á blaðamannafundi sínum í kvöld, hélt því staðfastlega fram að hann væri alls ekkert að hugsa um City leikinn, að þetta væri bara spurning um næsta verkefni. Það er að sjálfsögðu haugalygi og ljóst að þó nokkrir leikmenn verða hvíldir annað kvöld en einn þeirra er þó ekki Paul Pogba sem er kominn í þriggja leikja bann í úrvalsdeildinni.

Embed from Getty Images

United hefur aðeins tapað tveimur af síðustu 48 leikjum sínum á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar (34 sgirar, 12 jafntefli) og verður liðið að teljast ansi líklegt til að koma sér yfir þröskuldinn á morgun.

Í öðrum fréttum staðfesti Mourinho að Nemanja Matic, David de Gea, Marouane Fellaini, Zlatan Ibrahimovic og Michael Carrick verða allir fjarri góðu gamni annað kvöld. Sergio Romero og fyrrnefndur Pogba munu byrja leikinn og þá mun Luke Shaw taka einhvern þátt en Mourinho var torræður að vanda þegar Shaw kom til tals. Eric Bailly og Phil Jones eru enn þá á meiðslalistanum og munu ekki spila. Það er ekki ólíklegt að Juan Mata, Marcus Rashford, Daley Blind og Henrikh Mkhitaryan munu snúa aftur í liðið.

20
Romero
23
Shaw
12
Smalling
2
Lindelöf
36
Darmian
6
Pogba
21
Herrera
19
Rashford
8
Mata
22
Mkhitaryan
9
Lukaku

Leikurinn fer fram klukkan 19:45 á morgun og að algjöru stórslysi frátöldu verður United komið í pottinn þegar dregið verður í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar seinna í mánuðinum.

Efnisorð: Upphitun 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    jonny says

    4. desember, 2017 at 19:49

    Ég kann að meta þetta lið en ég vill sjá lukaku hvíldan á morgun og Martial uppá topp.. Ég held að það sé Lukaku mjög holt að fá að hvíla aðeins sérstaklega þar sem þetta er með þeim síðustu leikjum sem skifta eiginlega eingu máli.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress