Þrátt fyrir hetjudáðir Cristiano Ronaldo gegn Tottenham sem að skutu liðinu tímabundið í 4. sætið, þá líður manni örlítið eins og hver einasti Meistaradeildarleikur sé sá síðasti í nokkuð langan tíma. Að biðin eftir tónlistinni verði allavega eitt leiktímabil. Arsenal er í algjörri lykilstöðu, á góðu skriði og eru horfurnar því ekki góðar fyrir Ralf Rangnick. Hvað svo sem því líður að þá er helvíti stórt verkefni framundan. Seinni leikurinn við Spánarmeistara Atlético Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu – nú á Old Trafford. Leikurinn er á morgun, þriðjudag og hefst kl. 20:00. Dómari leiksins er Slóveninn Slavko Vincic.
Meistaradeild Evrópu
Atlético Madrid 1:1 Manchester United
Manchester United og Atlético Madrid gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn fengu draumabyrjun með flottu marki frá João Félix strax á 7. mínútu en hinn ævinlega spræki Anthony Elanga jafnaði metin á 80. mínútu. Þetta var ekki besti leikur Manchester United á tímabilinu en okkar menn eru rækilega með í þessu einvígi ennþá og allt undir á Old Trafford í seinni leiknum.
Meistaradeildin í Madrid
Eftir tvo fína deildarsigra í röð er nú komið að útsláttarkeppni í Meistaradeild Evrópu. Manchester United dróst fyrst gegn franska liðinu PSG í 16-liða úrslitum en í ljós kom að mistök höfðu valdið því að United fór ranglega í pottinn gegn Villareal en ekki í pottinn þegar andstæðingar Atlético Madrid voru dregnir. Atlético fengu upphaflega þýsku meistarana í Bayern Munchen og kvörtuðu formlega þegar þessi mistök urðu ljós. Þeir fengu í gegn að dregið var aftur, eðlilega, og í það skiptið drógust Atlético og Manchester United saman. Mikið fjör, allt saman.
Manchester United 1:1 Young Boys
Þessa leiks verður ekki minnst fyrir annað en að fjórir ungir leikmenn komu inná, meðalaldur þeirra var 18 ár. Ralf Rangnick gerði 11 breytingar á byrjunarliðinu og setti kjúklingana á bekkinn.
Varamenn: Heaton(68′), Kovar, Hardley, Mengi(61′), Iqbal(88′), Savage(88′), Shoretire(68′)
Leikurinn var svo sem ekkert sérlega viðburðaríkur fyrstu mínúturnar og lítið frá að segja fyrr en á 9. mínútu, Anthony Elanga kom upp, gaf út á Shaw á kantinum sem fór næstum upp að endamörkum áður en hann gaf út í teiginn, og þar klippti Greenwood boltann í netið. Eitt – núll.
Young Boys koma í heimsókn
Síðasta afrek Ole Gunnars Solskjær var að tryggja United sigur í riðli sínum í Meistaradeildinni og á morgun tekur Ralf Rangnick á móti Young Boys og getur nýtt leikinn í að gefa mönnum séns og hvíla lykilmenn.
Á blaðamannafundi í dag gaf hann út að Nemanja Matic myndi leiða liðið út sem fyrirliði og að Dean Henderson og Donny van de Beek fengju tækifæri. Að Matic verði fyrirliði sýnir að Maguire og Bruno fái frí og við spáum bara svolítið út í bláinn