United tók á móti Bayern Munchen á Old Trafford í kvöld í seinasta leik meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Erik Ten Hag gerði nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn í kvöld gegn Bayern Munchen. Varane koma inn í liðið og Shaw færðist í vinstri bakvörð, þá kom Rasmus Hojlund aftur inn og Martial fékk sér verðskuldað sæti á bekknum. United varð að vinna leikinn og vonast eftir því að Galatasaray og FCK myndu skilja jöfn í sínum leik til þess að komast upp úr riðlinum sínum. Fyrir leikinn var United með fjögur stig, FCK og Galatasaray með sín hvor 5 stig en Bayern með 13 stig. United gat því bæði komist áfram en líka í Evrópudeildina með sigri.
Liðin:
United:
Bekkur: Pellistri, Gore, Hugill, Mejbri, Baylindir, Evans, Mainoo, Wan-Bissaka, Reguilon og Heaton
Bayern:
Fyrri hálfleikur
Fyrri hálfleikur byrjaði fjörlega, United pressaði hátt og Bayern áttu í smá vandræðum með háu pressuna en ekkert mikið meira en það. Það reyndist liðunum erfitt að skapa almennileg færi fyrstu mínútur leiksins þó að bæði lið kæmu sér í mjög fínar stöður á vellinum. United liðið sótti mikið upp hægri kantinn og var Antony mjög sprækur en vantaði þó upp á loka ákvarðanatökuna eins og oft áður. Bayern sótti einnig mest upp hægri kantinn sinn og var stundum eins og það vantaði smá upp á samskiptin á vinstri væng United. Luke Shaw átti fínt skot að marki Bayern um miðbik fyrri hálfleiks sem Neuer þurfti að slá í horn, það voru þó Bayern menn sem fengu fyrsta almennilega færi leiksins.
Leroy Sane tók á rás og hljóp í gegnum miðja vörn United og Varane og Maguire voru ekki alveg með á nótunum, sem betur fer ákvað Sane að reyna að gefa boltann í stað þess að skjóta. United vörnin komst fyrir sendinguna og hreinsuðu boltann útaf. Stuttu seinna fékk United hornspyrnu, rétt eins og vanalega varð ekkert úr henni annað en hröð sókn Bæjara, Coman lyfti boltanum inn á títt nefndan Sane sem var í frábæru færi en hitti boltann afleitlega og boltinn fór aftur á bak en ekki áfram. Eftir tæplega 40. mínútna leik sendi Maguire boltann útaf og greip um nárann, búið spil fyrir hann því miður og Ten Hag neyddist að setja Jonny Evans inn á. Meiðslin halda bara áfram að hrjá United liðið. Lítið annað gerðist það sem eftir var af fyrri hálfleik, Bayern átti nokkur skot sem enduðu flest í afturendum United manna og United liðið átti í bölvuðu basli með að ljúka sóknum með skotum.
Liðin voru frekar jöfn í fyrri hálfleik en Bayern virtist bara vera með meiri gæði fram á við og vita hvað ætti að gera þegar komið var á loka hluta vallarins. Það var þó ekki svo að Bayern væriu að vaða í færum, alls ekki, liðið bara fékk fleiri færi en rauðu djöflarnir. United menn þrátt fyrir að vera örlítið undir í fyrri hálfleiknum virtust a.m.k. vera mættir til þess að vinna leikinn. Liðið hljóp og barðist eitthvað sem það hefur alls ekki gert í öllum leikjum í vetur, en gæðin fram á við voru ekkert sérstök.
Seinni hálfleikur
Wan-Bissaka kom inn á fyrir Luke Shaw í upphafi seinni hálfleiks en Shaw var farinn að kveinka sér undir lokin á þeim fyrri. United byrjaði seinni hálfleikinn betur en Bayern og fengu fyrsta færið í seinni hálfleik. Wan-Bissaka komst upp að endamörkum og sneiddi boltann út að d-boganum þar sem Bruno Fernandes var einn og óvaldaður en fyrirliði United negldi boltanum yfir. Færi sem allir stuðningsmenn United hefðu valið Bruno til þess að fá og höfum við margoft séð hann gera betur í þessari stöðu. Seinni hálfleikurinn spilaðist eiginlega nákvæmlega eins og sá fyrri en United aðeins betra. Þegar að um 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var þó farið að draga af kraftinum í United liðinu og Bayern sem hafði ekkert skapað sér í seinni hálfleik var farið að þjarma aðeins að United. Það tók heldur ekki langan tíma fyrir þýskumeistarana að koma sér í færi um leið og þeir fóru að halda betur í boltann. Á 70. mínútu sundur spilaði Bayern sig í gegnum vörn United og Kingsley Coman fékk dauðafæri sem Onana réði ekki við, 0-1 Bayern. Eftir þetta dróg enn meira af United, ekki nóg með að Bayern hafi skorað heldur höfðu FCK komist yfir gegn Galatasaray skömmu áður og von United því lítil að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar.
Bayern menn gerðu það sem þeir gera best og eiginlega drápu leikinn alveg, United fékk varla færi eftir mark Bayern. Onana átti eina stórbrotna sendingu inn á Dalot sem var kominn einn gegn Neuer en fyrsta snerting hans of þung og boltinn endaði í öruggum höndum þýska markvarðarins. Ten Hag reyndi að hrista upp í liðinu með því að setja þá Pellistri, Mejbri og Mainoo inn á en það breytti litlu. Bayern gerði mjög vel í að halda boltanum og þegar að United sótti þá var eins og allt bensínið væri búið. Eftir 5 mínútna uppbótartíma flautaði hinn norski Eskas leikinn af og United út úr meistaradeild og út úr Evrópu.
Að lokum
United liðið var ekki beint lélegt í leiknum, Bayern Munchen er með mjög gott lið og völtuðu alls ekki yfir United. En það var greinilegt að United skorti gæði fram á við og sérstaklega styrk. Varnarmenn Bayern trekk í trekk „kjötuðu“ framherja United og það var greinilegt að framherjar United voru orðnir smá smeykir við Upamecano og Kim MinJae. Scott McTominay var alveg týndur í leiknum og vissi oft ekki hvernig hann ætti að haga sér í hápressu United. Bruno Fernandes átti líka erfitt uppdráttar og sendingarnar hans voru margar hverjar frekar lélegar. Antony byrjaði leikinn á því að keyra á vörn Bayern en fór svo aftur í sitt gamla far að klappa boltanum, óskiljanlegt.
United er dottið út úr Evrópu og þó að maður vilji alltaf vera í evrópukeppni og sérstaklega meistaradeild þá held ég að þetta lið hafi bara gott af því að taka sér hálf árs pásu frá leikjum í miðri viku. Svekkjandi samt sem áður og það er engin sérstök bjartsýni sem maður hefur fyrir leiknum gegn Liverpool um helgina.
Einar says
Jæja. Here we go again🫣
Einar says
Antony byrjar mjög vel. Gleðilegt að sjá
Ólafur Kristjánsson says
Rashford inná fyrir Garnacho. Getur ekki versnað.
Gummi says
Að við séum í neðsta sæti í þessum skíta riðli er bara djók burt með Ten Hag og það strax
Egill says
Ef hollenska gerpið vogar sér að koma fram í fjölmiðlum og hrósa spilamennskunni eftir tap á heimavelli í mikilvægum leik gefst ég upp og fer að horfa á leiki með liðum sem hafa meiri metnað, eins og td Wimbledon, Swansea eða Burnley.
Þessi stjóri þarf að fara og það strax, þetta er ekki boðlegt lengur. Hann gafst upp sjálfur þegar Bayern skoruðu, svo er fólk hissa þegar þessir oflaunuðu meðalmenn gefast upp og skíttapa leik eftir leik, þjálfarinn er alveg sama ruslið.
Elis says
Það þarf að átta sig á því að liðið datt ekki út í kvöld heldur að liðið sé með 4 stig eftir 4 leiki við FC Kaupmannahöfn og Galatasary er auðvita sorglegt. Onana átti stóran þátt í þessu en heilt yfir var liðið bara lélegt.
Þetta er algjört þrott að vera í þessari stöðu og að liðið komst ekki einu sinni í Evrópukeppni félagsliða til að gefa sér smá von um meistaradeildarsæti og bikar er skelfilegt.
Næsti leikur er gegn Liverpool á Anfield. Ég hef á tilfinningunni að það verður hörkuleikur, því að alltaf þegar Eric er farinn að pakka í tösku þá kemur oft góð frammistaða en Liverpool í dag er klárlega betra lið með betri leikmenn( athuga betri leikmenn en ekki dýrari sem Utd er með) og miklu betri þjálfara = Það verður kvíði hjá stuðningsmönnum Man utd.
Reka stjóran, reka leikmenn og reka eigendur er líklega draumurinn en eins og allt á þessari leiktíð þá er þetta martraðatímabil og því líklegt að ekkert af þessu verður að veruleika.
Arni says
Þetta er nákvæmlega það sem við áttum skilið búnir að vera ömurlegt season klárlega síðasti leikur sem ég horfi á í vetur
Helgi P says
Öll kaupinn hjá Ten Hag eru búinn að vera ömurleg og mörg alveg stórfurðuleg kaup
Egill says
“Today the performance was very good. We didn’t deserve to lose but we lost the game.”
Okkar maður bara sáttur þrátt fyrir allt. Púlarar bíða núna eins og hungraðir úlfar að fá að rífa í sig þessi fótbrotnu, heilalausu lömb sem ETH er svo ánægður með.
Dór says
Við getum alveg sleppt því að hafa striker í þessu liði
Einar says
Getum við samt aðeins rætt Bruno og fyrirliðabandið. Ég get ekki meir af þessu þykjast vera duglegur í smá auka pressu og svo er það bara tuð og væl og uppgjöf inn á milli. Hvernig á þetta ekki að smitast yfir í aðra leikmenn?
Hann vissi líka vel hvað hann var að gera þegar hann fékk gula spjaldið í síðasta deildarleik.