• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Alvöru bikarinn: West Ham á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 28. febrúar, 2023 | 1 ummæli

Áfram gakk! Nú er það alvöru bikarkeppnin, sú elsta og frægasta (Manchester United státar nú af fleiri deildarbikarsigrum en nokkuð annað lið þegar kóngur ríkir í Sameinaða konungsdæminu).  Á morgun kemur gamall vinur, ef vin skyldi kalla, í heimsókn á Old Trafford, David Moyes mætir með West Ham í eftirdragi. Að gefnu tilefni er rétt að benda á að samningur Moyes fyrir United hefði runnið út fyrir fjórum árum þannig við eigum víst ekki lengur hönk upp í bakið á honum.

West Ham hefur gengið afskaplega illa á tímabilinu og það er heitt undir Moyes. Liðið hefur unnið tvo leiki í deild síðan hún hófst aftur eftir landsleikjahléið en annar þeirra var einmitt um síðustu helgi þegar Nottingham Forest laut í gras. 4-0 sigur var auðveldur og það ásamt sigrum gegn Brentford og Derby í bikarnum hefur aðeins létt lund þeirra.

Danny Ings kom til liðs við West Ham í janúarglugganum og skoraði fyrsta markið móti Forest en hann lék með Villa í þriðju umferðinni og er því bikarbundinn og spilar ekki. Annar leikmaður sem ekki verður með er Lukasz  Fabianski sem brákaði kinnbein móti Forest. Fabianski hefur leikið alla deildarleiki West Ham á tímabilinu en varaskeifan er fyrrum leikmaður PSG, Alphonse Areola, maðurinn sem ekki má gúgla á vinnutíma. Vladimir Coufal meiddist líka móti Forest og verður ekki með. Kurt Zouma og Maxwel Cornet hafa verið meiddir, eru byrjaðir að æfa en verða líklega ekki með á morgun

Areola
Cresswell
Kehrer
Aguerd
Johnson
Paqueta
Rice
Souček
Bowen
Antonio
Behnrama

Þetta virðist svona frekar almenn spá. Whoscored will meina þeir fari í 3-5-2, sem verður að teljast ólíklegt nema það verði 5-3-2 lengst af en það má vænta stífs varnarleiks.  Spurning er um fremsta mann, en bæði Michail Antonio og Gianluca Scamacca hafa skorað heil þrjú mörk í deild í vetur. Sem skýrir hvers vegna Danny Ings er mættur. En sem fyrr segir er hann ekki með á morgun og því vonandi að Tom Heaton fái náðugan dag. Tveir síðustu leikir West Ham á Old Trafford hafa báði farið 1-0 þannig að það má svo sem alveg hafa smá áhyggjur af þessu, en það var vissulega áður en Marcus Rashford fór í gang.

Manchester United

Það verður spennandi að sjá liðið á morgun. Ég geri fastlega ráð fyrir breytingum, bæði þar sem bikarúrslitin á sunnudag tóku smá á og svo er líka leikur næsta sunnudag sem skiptir máli: Liverpool á Anfield.

22
Heaton
12
Malacia
2
Lindelöf
19
Varane
20
Dalot
17
Fred
15
Sabitzer
49
Garnacho
8
Fernandez
25
Sancho
27
Weghorst

De Gea fær hvíld, og ég spái því að Casemiro, Martínez og Rashford fari á bekkinn, jafnvel Varane líka. Sancho og Garnacho fá að byrja.

Annars er þetta bara út í bláinn, Ten Hag hefur átt til að hvíla lítið og kannske byrjar hann ekkert á því núna.

Leikurinn hefst annað kvöld kl 19:45!

 

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Steve Bruce says

    28. febrúar, 2023 at 22:02

    ég held að það væri alveg málið að taka smá séns og hvíla lykilmenn á morgun – hafa þá á bekknum og sjá til. Þó að minni spámenn spili ættum við vel að geta unnið WHU.

    2

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Einar um Chelsea mætir á Old Trafford í miðri viku
  • Elis um Newcastle 1:0 Manchester United
  • Tómas um Newcastle á morgun
  • Dór um Newcastle á morgun
  • Tòmas um Newcastle á morgun

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress