Á tímabili í vetur átti Manchester United raunhæfan möguleika á fjórum titlum. Deildarbikarinn er í húsi en Englandsmeistaratitillinn óraunhæfur og liðið úr leik úr Evrópudeildinni eftir slæmt tap gegn Sevilla á fimmtudag. Á sunnudag er röðin komin að Brighton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
Til mikils er að vinna, kannski sérstaklega fyrir Brighton, sem aðeins einu sinni hefur leikið til úrslita í keppninni. Það var fyrir 40 árum, árið 1983, gegn Manchester United. Brighton var fallið en náði 2-2 jafntefli í fyrri leiknum en United vann þann seinni 0-4.
Vísbendingar eru um að leikjaálagið sé farið að segja til sín hjá United. Þreytumerki hafa verið í nokkrum af síðustu, að minnsta kosti náði það aldrei flugi á fimmtudaginn. Á móti er hægt að benda á góða spilamennsku í síðustu deildarleikjum gegn Everton og Nottingham Forest.
Aukin meiðsli eru annað þreytumerki. Á blaðamannafundi í gær sagðist Erik ten Hag að of skammt væri liðið frá leiknum í Sevilla til að segja til um hverjir hefðu komist heilir á líkama úr honum. Þar er stærsta spurningamerkið Anthony Martial, sem fór meiddur af velli.
Erfiðasta valið verður í miðvarðastöðunum, Lisandro Martinez og Raphael Varane eru báðir meiddir og einhverjum til gleði er Harry Maguire í banni. Viktor Lindelöf ætti því að vera með öruggt sæti og líklegt að Luke Shaw, sem þó hefur ekkert sést til í vikunni verði við hlið hans. Diego Dalot hefur verið vinstri bakvörður því Tyrrell Malacia glímir við meiðsli. Mögulega verður hann með á morgun.
Annað miðvarðakostur er Casemiro en þá þarf að finna annað miðjumann. Scott McTominay er gjarnan miðvörður í skoska landsliðinu en hann er trúlega meiddur. Bruno Fernandes missti af Evrópuleiknum vegna leikbanns svo hann er vonandi ferskur.
Brighton hefur verið eitt af spútnikliðum deildarinnar í vetur og undanfarið ár reynst United óþægilegt, eins og sigur þess á United í fyrsta leik ten Hag í haust er dæmi um. Stemming er í herbúðum liðsins sem afgreiddi Chelsea um síðustu helgi og á enn fjarlægan möguleika á Meistaradeildarsæti.
Markvörðurinn Jason Steele, varnarmaðurinn Joel Veltman og framherjinn Evan Ferguson, sem orðaður hefur verið við United, eru tæpir en gætu spilað. Jeremy Sarmiento, Tariq Lamptey, Adam Lallana og Jakub Moder eru meiddir.
Leikurinn hefst klukkan 15:30 á sunnudag og leikið er á Wembley. Hann er sendur út beint á Stöð 2 Sport.
Skildu eftir svar