Það er afskaplega þungt yfir okkur þessa dagana. Eftir ótrúlegar 120 mínútur í enska bikarnum þann 17. mars s.l. þegar United lagði Liverpool og tryggði sig inn í undanúrslitin með eftirminnilegum 4-3 sigri á Old Trafford tók við landsleikjahlé. Í landsleikjahléinu virtust allir leikmenn liðsins hafa ryðgað fastir saman því á laugardaginn var mættum við Brentford á útivelli. Ekkert hefði geta undirbúið okkur stuðningsmenn fyrir þá ólöglegu heljarins hörmung sem United bauð upp á í þeim leik.
Þetta leit út eins og Meistaradeildarlið væri að mæta liði úr þriðju efstu deild frá San Marino, slíkur var gæðamunurinn. Ég held að u-18 liðið okkar hefði sýnt meiri baráttu og átt meira skilið út úr leiknum en af einhverjum ástæðum þá völdu fótboltaguðirnir að deila stigunum milli liðanna sem er eitthvað það mesta rán sem framið hefur verið á Englandi.
Það er því ekki nema von að óvenjulítil eftirvænting sé eftir næsta leik enda stimplaði United sig endalega út úr allir stjarnfræðilegri von um að krækja í Meistaradeildarsæti og það þrátt fyrir að Tottenham og Aston Villa töpuðu stigum í dag. United hefur einungis krækt í 7 stig af síðustu 15 mögulegum og það form gefur ekki góð fyrirheit fyrir lokakafla ensku deildarinnar fyrir okkar menn. Á morgun heldur liðið aftur á útivöll og mætir þar öðru „toppliði“ sem er í vandræðum og í raun meira brasi en United, þegar bláliðar hans Pochettino hjá Chelsea taka á móti okkur
Chelsea
Lærisveinar Pochettino sitja í 12. sæti deildarinnar og þrátt fyrir að Todd Boehly sé búinn að dæla peningum í leikmannakaup eins og svindlari í footballmanager þá hefur stjóranum mistekist að setja saman heilsteypt lið sem vinnur fótboltaleiki.
Þó hefur liðið einhvern veginn staulast í gegnum bikarkeppnirnar og komust í úrslitin gegn Liverpool í deildarbikarnum og eru komnir í undanúrslit gegn Manchester City í bikarnum. En þrátt fyrir það hefur spilamennska liðsins verið allt annað en viðunandi og einhverjir farnir að kalla eftir stjóraskiptum.
Ellefu sigrar, sjö jafntefli og tíu töp. Það er hreint með ólíkindum að þetta lið vann Meistaradeildina fyrir þremur árum síðan. Það skal þó taka fram að nánast enginn úr því sigurliði eru enn til stðar, raunar bara Thiago Silva og Reece James en aðrir eru farnir. Það flækir líka hlutina að meiðslalistinni þeirra er lengri en kirkjutröppurnar á Akureyri. Á listanum eru þeir Ben Chilwell, Carney Chukwuemeka, Christofer Nkunku, Lesley Ugochukwue, Levi Colwill, Reece James, Robert Sanchez, Romeo Lavia og Wesley Fofana,
Því spái ég liðinu eitthvað á þennan veg:
Manchester United
Hvar á að byrja? Fyrir utan André Onana virtust fáir leikmanna okkar hafa mikinn drifkraft og kjark til að sækja stigin þrjú til Lundúna á laugardaginn. Það þarf mikið að breytast ef United á að sækja þrjú stig á Brúnna á morgun. Það stefnir heldur ekki í neina flugeldaveislu ef síðustu leikir þessara liða eru skoðaðir. Reyndar vann United síðustu tvo leikina (2-1 og 4-1) en þar á undan kom fimm jafntefli í röð þar sem leikjunum lauk annað hvort með 1-1 eða 0-0 jafntefli.
Fyrri leikurinn á þessu tímabili var reyndar eflaust einn sá besti sem United hefur spilað en það var hreint með ólíkindum að hann hefði endað 2-1 þegar litið er til þess að United var með 28 skot og bjó til 4,17 xG fyrir tölfræðinördana þrátt fyrir að hafa verið mun minna með boltann þrátt fyrir að vera á heimavelli.
Viðureignir þessara liða hafa nánast alltaf verið þýðingamiklar í toppbaráttunni í Úrvalsdeildinni en nú þegar hvorugt liðið virðist eiga möguleika á að blanda sér í neina baráttu að ráði verður þetta keppni sem snýr nær einvörðu um heiðurinn. Báðir stjórar eru að einjhverju leyti að keppast við að halda starfinu en þeim hefur báðum mistekist rækilega að finna taktískan takt á tímabilinu.
Rétt eins og meiðsalisti heimamanna þá er okkar listi búinn að vera ansi skrautlega langur en í dag prýða hann nöfn þeirra Bayindir, Martial, Martinez, Shaw, Malacia og Lindelöf. Það er því áfram vinstri bakvarðarkrísa og fáir valmöguleikar í miðvarðarstöðurnar. Því geri ég ráð fyrir að liðið verði á þann veg:
Leikurinn verður flautaður á kl. 19:15 og dómari leiksins verður hinn ástralski Jarred Gillett.
Gummi says
Burt með þetta þjálfara drasl
evra says
Jæja nu þarf að leggja allt i liverpool leikinn einginn miskun andskotinn
Elis says
En þú sást að við vorum með yfirhöndina í leiknum og spiluðum frábærlega, við áttum skilið að vinna,“ sagði Ten Hag
Þessi maður þarf að leita sér læknisaðstoðar hann er greinilega með óráði.
Þetta var alls ekki versti leikurinn á tímabilinu hjá Man utd og flott hjá liðinu að snúa þessu við úr 2-0 í 2-3 gegn lélegu Chelsea liði en með yfirhöndina og spila frábærlega skil ég ekki.
Meistaradeildardraumurinn hefði verið vel á lífi ef liðið hefði unnið þennan leik enda Tottenaham/Villa með rosalegt prógram eftir en hann dó í kvöld.
Steve Bruce says
úff… við erum búnir að þurfa að þola maaargar 90+min vatnsgusur í andlitið í vetur og oft höfum við átt það skilið en ekki í gær. Fannst liðið gera vel að verjast Chelsea eftir að komast í 2-3 og uppspilið flott en auðvitað allllltof fljótt að byrja að tefja á 65 mínútu. Sorglegt hvernig fór.
Nú á liðið engan annan tilgang eftir á þessu tímabili en að vinna Liverpool öðru sinni á nokkrum vikum. Ljóst er að leikurinn í gær tók í – það sást vel á mannskapnum síðustu 20 mínúturnar. Ég leyfi mér að efast um að samskonar drama og varð í bikarnum bíði okkar á sunnudag en sjáum til.
Helgi P says
Er allir að missa áhugan á að halda þessari síðu gangandi
Gummi says
Er ekkert að frétta
Hjöri says
Hef aldrei skilið þessar + mínútur sem verða yfirleitt ++ mínútur