• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Heimsókn til Gylfa Sig og félaga á White Hart Lane

Magnús Þór skrifaði þann 30. nóvember, 2013 | 1 ummæli

Spurs-United

Á morgun mæta okkar menn því liði sem hefur líklega valdið mestum vonbrigðum í deildinni hingað til. Tottenham hafa fengið leikmenn fyrir rúmar 100 milljónir punda og hafa slegið met í leikmannaverði tvisvar ef ekki þrisvar. Liðið er búið að leika 12 leiki og skora 9 mörk og þar af 4 úr vítum ef mér skjátlast ekki. Undir lok síðustu leiktíðar voru einhverjir og undirritaður meðtalinn ekki sammála því að Gareth Bale væri besti leikmaður deildarinnar miðað við tölfræði um framleiðni þeas mörk og stoðsendingar og stig unnin fyrir liðið. Miðað við hvernig Tottenham hafa verið að leika í vetur viðurkenni ég að hafa vanmetið gildi Bale. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða lagt upp jafnmörg mörk og t.d. Theo Walcott hjá Arsenal þá virðist nærvera hans í liðinu hafa losað um aðra leikmenn og þar af leiðandi hjálpað liðinu að skora og vinna inn einhver stig.

Ande Villas Boas er sennilega einn mest hæpaði stjórinn í boltanum og virðist hreinlega ekki enn tilbúinn í svona stóra deild. Liðið spilar ekki skemmtilegan fótbolta og á það til að detta alltof oft í meðalmennsku og jafnvel neðar eins og gegn City um síðustu helgi.

Erfitt er að giska á hvort Gylfi Þór Sigurðsson byrji á morgun en virðist vera algjörlega tilviljunarkennt. En ef hann spilar þá vona ég að hann eigi ekki góðan leik, ef hann á góðan leik þá vona ég að hann skori ekki og ef hann skorar þá vona ég að við skorum fleiri.

Meiðsli hjá Tottenham

Harry Kane, Emanuel Adebayor, Christian Eriksen og Danny Rose.

Manchester United

Eftir vægast sagt vonbrigða úrslit um síðustu helgi gegn Cardiff þá spýttu okkar menn heldur betur í lófana gegn Leverkusen á útivelli og fór sá leikur á allt annan veg en menn þorðu að búast við. David Moyes hefur verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi í Meistaradeild Evrópu en það fyndna við þetta tímabil hingað til er að hann hefur spilað þá keppni nánast fullkomlega og er liðið komið áfram í 16 liða úrslit með eina umferð óleikna. Ég vonast eftir sömu leikgleði og miskunnarlausu frammistöðu og liðið sýndi gegn þýska stálinu á miðvikudagskvöldinu. David Moyes sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að Wayne Rooney væri bestur ef hann væri ekki hvíldur þannig að hann ásamt Patrice Evra og David de Gea verður fyrsta nafn á blað.

Meiðsli leikmanna

Robin van Persie, Nemanja Vidic og Rafael eru allir tæpir og Michael Carrick enn einhverjar vikur í land.

Byrjunarliðsspá

Ég semsagt spái því að Nani fái sjensinn eftir að hafa skorað gegn Leverkusen og geri ráð fyrir amk því að Robin van Persie spili og jafnvel Rafael einnig.

De Gea

Rafael Smalling Evans Evra

Cleverley Jones

Valencia Rooney Nani

van Persie

Spá

Ætla vera djarfur eins og sönnum United-manni sæmir og spái 3-1 sigri. Rooney skorar 2 og leggur upp mark fyrir van Persie. Gylfi skorar fyrir Tottenham.

Efnisorð: Tottenham Hotspur Upphitun 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Ingi Rúnar says

    30. nóvember, 2013 at 16:16

    3-0 fyrir okkur auðvitað.
    Rooney 2, og Nani setur eitt. Solid.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress