• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

United tekur á móti Norwich í fyrsta leik Giggs sem stjóri

Magnús Þór skrifaði þann 25. apríl, 2014 | 9 ummæli

Í sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Manchester United byrjaði Ryan Giggs á því að þakka David Moyes fyrir að hafa gefið sér sitt fyrsta tækifæri í þjálfun og og minntist á hvað hann væri stoltur að stýra Manchester United í þeim leikjum sem eftir eru. Hann talaði einnig um það að snúa aftur til United-hugmyndafræðinnar þar sem leikið er af ástríðu og hugrekki og þar sem leikmenn njóta sín á vellinum. Honum er mikið í mun að gefa aðdáendum eitthvað til að brosa yfir í þessum 4 leikjum sem eftir eru. Giggs segir að hjá sér sé sama tilhlökkun og sem leikmaður til næsta leiks og leikmenn hafi staðið sig vel á æfingum og séu einnig spenntir fyrir leiknum á morgun.

Samkvæmt orðum Giggs þá vissi hann fyrst um að hann ætti að taka við á þriðjudaginn en ekki á sunnudaginn eftir leikinn gegn Everton eins og sumir fréttamiðlar héldu fram. Spurður hvort hann vildi starfið til langframa sagðist hann einungis vera að einblína á þessa 4 leiki sem eru eftir. Hann sló líka á létti strengi og sagðist hafa notað tækifærið til að gefa sér 5 ára samning á meðan hann getur. Hann kom aftur inná að hann vildi að liðið spilaði eftir sinni hugmyndafræði sem sé auðvitað bara Manchester United hugmyndafræðin, hann vill að menn spili af ástríðu, með hraða, háu tempói og eins og hann orðaði það „brave with imagination.“

Undir lokin talaði hann um að þetta tímabil hafi verið mikil vonbrigði fyrir alla og að liðið ynni saman og tapaði saman og í þessum 4 leikum vill hann fá jákvæðnina tilbaka. Þrír leikir á Old Trafford þar sem frammistaðan hefur ekki verið góð, hann vill sjá mörk, tæklingar, menn taka menn á og gefa áhorfendum eitthvað til að fagna. „I want the passion that should come with being a Manchester United player“. Að lokum var hann spurður hvort hann ætlaði að vera í æfingagalla eða jakkafötum, sagði hann að menn yrðu bara að bíða og sjá.

Í viðtali við MUTV sagði stjórinn að allir værir leikfærir nema Rafael og Robin van Persie. Ekki má gleyma að Norwich eru að berjast fyrir lífi sínu deildinni og eru einmitt með sinn eigin „interim“ stjóra og vilja eflaust ná úrslitum. Erfitt er að spá fyrir byrjunarliði undir nýjum stjóra eins og þegar Moyes tók við á sínum tíma. En ég ætla að fara eftir því sem Giggs sagði og gera ráð fyrir hraða á köntum og reyna að geta upp á líklegu byrjunarliði.

1
De Gea
3
Evra
15
Vidic
4
Jones
12
Smalling
16
Carrick
24
Fletcher
17
Nani
8
Mata
25
Valencia
10
Rooney
Efnisorð: Norwich City Ryan Giggs Upphitun 9

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni says

    25. apríl, 2014 at 15:34

    Get ekki beðið eftir þessum leik :) Glory Glory ManUtd.

    0
  2. 2

    Bósi says

    25. apríl, 2014 at 17:17

    Djofull hlynar manni i sinu rauda hjarta ad sja thessar myndir :)

    0
  3. 3

    Friðrik says

    25. apríl, 2014 at 18:04

    held það sé ekki hægt að útiloka strax að 92 – árgangurinn taki við liðinu, þó að þeir hafi ekki reynslu sem stjórar þá hafa þeir einhvad sem engir aðrir stjórar hafa en flestir vilja, lært af þeim besta, Sir Alex Ferguson.

    0
  4. 4

    Heiðar says

    25. apríl, 2014 at 22:00

    Er það ekki rétt skilið hjá mér að ef United næði að skjótast upp fyrir Spurs og verða í 6. sæti þá myndi það duga fyrir EvrópuDeildarsæti ? Skárra en ekkert verð ég að segja.

    0
  5. 5

    Ingvar says

    25. apríl, 2014 at 22:30

    Gefa Giggsy strax stjóra samning, held að yrði það langbesta í stöðunni. Þú getur ekki fundið betri mann sem veit hvað United snýst um. Maður sem er að klára ótrúlegan feril sem leikmaður og er mikils metinn í knattspyrnuheiminum og er virkilega virt persóna. Gefa honum sénsin, margfalt gáfulegra en að ráða Van Gaal.

    0
  6. 6

    Siggi says

    26. apríl, 2014 at 00:00

    Giggs finnst mér vera að stinga Moyes í bakið. Hann var að aðstoða hann í vetur og þegar hann fer þá talar hann um að spila með Man utd hugmyndafræði aftur.
    Hafði hann ekki átt að koma þessum skilaboðum til Moyes og hefði hann ekki átt að aðstoða hann við að halda klefanum. Aðstoðarframkvæmdar stjóri hlýtur að hafa áhrif og ég tala nú ekki um mann sem nýtur eins mikilar virðingar og Giggs. Svo að hann ætti að taka smá ábyrgð á þessu slæma gengi líka.
    Giggs held ég að verði flottur stjóri og vonandi verður hann ráðinn svo í starfið til langstíma.

    0
  7. 7

    Magnús Þór says

    26. apríl, 2014 at 00:17

    Siggi skrifaði:

    Giggs finnst mér vera að stinga Moyes í bakið. Hann var að aðstoða hann í vetur og þegar hann fer þá talar hann um að spila með Man utd hugmyndafræði aftur.
    Hafði hann ekki átt að koma þessum skilaboðum til Moyes og hefði hann ekki átt að aðstoða hann við að halda klefanum. Aðstoðarframkvæmdar stjóri hlýtur að hafa áhrif og ég tala nú ekki um mann sem nýtur eins mikilar virðingar og Giggs. Svo að hann ætti að taka smá ábyrgð á þessu slæma gengi líka.
    Giggs held ég að verði flottur stjóri og vonandi verður hann ráðinn svo í starfið til langstíma.

    Sko, til að byrja með þá var Steve Round aðstoðarstjóri en ekki Ryan Giggs. Síðan hafa allar fréttir undanfarið gefið til kynna mikið ósætti á milli Moyes og Giggs. Moyes á að hafa ekki tekið neitt mark á Giggs. Meira að segja er sagt að ef Moyes hefði verið áfram þá hefði hann losað sig við Giggs. Síðan hefur það ekki farið framhjá neinum að liðið hefur engum veginn litið út eins og Manchester United í vetur.

    0
  8. 8

    Hannes says

    26. apríl, 2014 at 09:56

    @ Magnús Þór:
    Ekki myndi það nú fara hjálpa Moyes að vinna stuðningsmennina á sitt band hefði hann ákveðið að losa sig við Giggs.

    0
  9. 9

    Bjarni says

    26. apríl, 2014 at 12:16

    DM réði bara ekkert við þetta verkefni, var enn snortinn að fá að taka við liðinu og kom sér aldrei út úr hjólförunum. Liðið spilaði leiðinlegan bolta, engir tilburðir, gleði og árræðni. Giggs reynr að kveikja þann neista í dag, hvort það takist veit ég ekki en það verður varla verra en hefur verið. Vildi svo mikið vera á þessum leik af öllum leikjum í deildinni. Þetta er mómentið. Njótið.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress