• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Æfingaleikir Pistlar

United í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll skrifaði þann 22. júlí, 2014 | 6 ummæli

Louis van Gaal sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi að hann vildi sjá hópinn að störfum og hvernig hann gæti aðlagað sig að hugmyndum sínum um hvernig eigi að spila knattspyrnu áður en að félagið færi að kaupa nýja leikmann og losa sig við gamla. Hann hefur nú tekið nokkrar æfingar með liðinu og er væntanlega farinn að fá grófa mynd af því hvernig hlutirnir líta út. Menn hafa talað um hversu ánægðir þeir eru með van Gaal, bæði Wayne Rooney og Ed Woodward hafa talað um að þeir séu hrifnir af honum. Á aðfaranótt fimmtudags byrjar svo ballið þegar liðið spila við LA Galaxy í Los Angeles.

Það er ljóst að í hópnum eru nokkrir leikmenn sem þurfa að sanna sig og aðrir leikmenn sem vonast til þess að grípa tækifærið. Hópurinn í Bandaríkunum lítur svona út:

Wayne Rooney mun væntanlega reyna að sýna fram á það að hann sé vænlegt fyrirliðaefni. Robin van Persie er fjarverandi en margir telja hann vera fyrsta kost Louis van Gaal sem nýr fyrirliði. Rooney mun því væntanlega nýta þess ferð til að sýna að hann sé leiðtogi í hópnum.

Shinji Kagawa, Marouane Fellaini, Nani, Tom Cleverley og Ashley Young hafa allir verið orðaðir við það að vera á förum frá félaginu. Í fjarveru Michael Carrick fá þeir félagar Cleverley og Fellaini tækifæri til að láta ljós sitt skína. Nani og Young berjast um vinstri kantstöðuna en í þeirri stöðu gætu Mata verið á undan í göggunarröðunni sem skapar tækifæri fyrir Kagawa sem fremsti maður í þriggja manna miðju.

Félagið hefur svo að undanförnu verið sterklega orðað við nýjan miðvörð og hafa Vermaalen og Hummels helst verið nefndir. Þeir félagar Smalling, Jones og Evans eru líklega klárir í að sýna fram á að nú sé þeirra tími kominn eftir að hafa verið í skugganum á Rio og Vidic í of langan tíma.

Með í för eru svo nokkrir yngri leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar á aðalliðinu og hafa nokkrir þeirra ágætis tækifæri á að vinna sér inn sæti í hópnum fyrir veturinn. Eftir að Patrice Evra fór til Juventus er ljóst að Luke Shaw verður bakvörður nr. 1 í vetur en fyrir þá Reece James og Tyler Blackett er þetta fullkomið tækifæri til að sýna að þeir geti verið varaskeifa hans í vetur og það sé óþarfi að blæða í nýjan vinstri bakvörð en undanfarið hefur félagið verið orðað við Ricardo Rodriguez og Daley Blind. Michael Keane gæti svo gert atlögu að því að verða fjórði miðvörður í vetur með góðri frammistöðu í Bandaríkjunum.

Reece James undir vökulum augum Louis van Gaal
Reece James undir vökulum augum Louis van Gaal

Jesse Lingard og Will Keane spila framar á vellinum, akkúrat í þeim stöðum þar sem breiddin er mest. Lingard er framliggjandi miðjumaður og Keane framherji. Þeirra verkefni á þessu ferðalagi verður að komast framfyrir Kagawa og Hernandez í goggunarröðinni. Með góðri frammistöðu gæti það verið vel mögulegt fyrir þá enda afar vel skrásett hvað Louis van Gaal leggur mikla áherslu á að vinna með leikmenn sem aldir eru upp hjá því félagi sem hann starfar hjá.

Það verður einnig gaman að fylgjast með van Gaal og hvernig hann leggur línurnar. Við munum fá að sjá forsmekkinn af því hvernig hann mun stilla upp liðinu fyrir komandi átök í vetur. Meirihluta síns feril hefur hann notast við 4-3-3 og við búumst við því að það sé sú uppstilling sem hann muni nota í vetur. Á HM sáum við hann þó stilla upp í 5-3-2/3-5-2 og það verður afskaplega gaman að sjá hvort að hann stilli United-liðinu þannig upp enda eitthvað sem við erum alls ekki vön að sjá á Old Trafford. Van Gaal kvartaði undan æfingarsvæði United um daginn og meðan hópurinn er í Bandaríkjunum hefur hann fengið það í gegn að tveir vellir á svæðinu verði lagðir með sama grasi og er á Old Trafford svo að best sé hægt að líkja eftir aðstæðum þar. Einnig eru menn að skoða hvernig bregðast megi við kvörtunum hans um að Aon Training Complex sé of vindasamur staður. Smáatriðin, sjáiði til. Þvílíkur fagmaður.

Í Bandaríkjunum eru á dagskránni fjórir leikir, mögulega 5. Í þessari æfingarferð tekur félagið þátt í Chevrolet Cup þar sem liðið spilar gegn LA Galaxy og svo International Champions Cup þar sem 8-lið taka þátt. Við erum í A-riðli með Roma, Inter og Real Madrid. Í B-riðli eru Manchester City, Liverpool, Olympiakos og AC Milan. Sigurvegararnir úr riðlunum mætast svo í úrslitaleik þann 5. ágúst. Við eigum því möguleika á að mæta erkifjendunum í City eða Liverpool strax í ágúst.

Dagskráin er svona:

Unknown

La Galaxy – Chevrolet Cup

Rose Bowl, Pasadena

24. júlí, aðfaranótt fimmtudags – kl. 03:06 að íslenskum tíma.

 

278px-AS_Roma_logo_(2013).svg

AS Roma – International Champions Cup

Sports Authority Field, Denver

26. júlí, laugardagur – kl. 20.06 að íslenskum tíma

 

 

Internazionale.svg

Inter Milan- International Champions Cup

Fed Ex Field, Washington DC.

29.júlí, þriðjudagur – kl. 23.30 að íslenskum tíma.

 

143px-Real_Madrid_CF.svgReal Madrid – International Champions Cup

Michigan Stadium, Ann Arbor

2. ágúst, laugardagur – kl. 20.06 að íslenskum tíma

 

Þann 5. ágúst spilast svo úrslitaleikur mótsins þar sem sigurvegar A- og B-riðils mætast. Sá leikur fer fram í Miami og hefst klukkan 00.00 að íslenskum tíma. Við munum fylgjast með þessum leikjum og koma með leikskýrslur úr þeim.

Eftir þetta heldur liðið svo heim á ný þar sem spilaður verður æfingarleikur við Valencia á Old Trafford þann 12. ágúst áður en tímabilið hefst þann 16. ágúst á heimaleik við Swansea.

 

Efnisorð: Jesse Lingard Louis van Gaal Michael Keane Reece James Shinji Kagawa Tom Cleverley Tour 2014 Tyler Blackett Upphitun Wayne Rooney Will Keane 6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Halldór Marteinsson says

    22. júlí, 2014 at 10:38

    Góð upphitun, hlakka til að sjá liðið spila aftur :)

    Veit samt einhver hvað er málið með þessar 6 auka mínútur á KO tímanum? Er það bara til að fokka í fólki með OCD?

    0
  2. 2

    Ari says

    22. júlí, 2014 at 10:48

    Leikurinn við Galaxy er syndur a MUTV
    Hinir á sport 2

    0
  3. 3

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    22. júlí, 2014 at 13:12

    Flott upphitun :)

    0
  4. 4

    DMS says

    23. júlí, 2014 at 13:23

    Þar sem maður er nú í fríi þá er planið að vaka yfir leiknum í nótt. Byrjar kl. 3:06 að íslenskum tíma í nótt.

    Miðað við videoin sem maður hefur séð frá æfingaferðinni í USA þá virðist Van Gaal vera með létta stemmingu á æfingum, high five og faðmlög á leikmennina og allir virðast kátir :)

    0
  5. 5

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    23. júlí, 2014 at 16:43

    Hef enga orku til að horfa á leikinn í nótt þvímiður, ætli það verði hægt að nálgast upptökur af leiknum á morgun á netinu?

    0
  6. 6

    Tryggvi Páll says

    23. júlí, 2014 at 17:18

    Við munum fylgjast með leiknum og skrifa skýrslu um hann. Við setjum upp færslu áður en leikurinn hefst svo að næturuglurnar geti tjáð sig hér um leikinn ef þeir svo kjósa.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress