• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:0 AFC Bournemouth

Björn Friðgeir skrifaði þann 13. desember, 2017 | 9 ummæli

Scott McTominay fékk tækifæri í byrjunarliðinu í stað Ander Herrera sem satt best að segja ekki verið mjög góður í vetur og Luke Shaw byrjaði fyrsta deildarleik sinn í sjö mánuði og 13 daga. Að auki komu Phil Jones og Juan Mata inn í liðið

1
De Gea
23
Shaw
4
Jones
12
Smalling
25
Valencia
31
Matić
39
McTominay
11
Martial
14
Lingard
8
Mata
9
Lukaku

Varamenn: Romero, Blind, Lindelöf, Young, Ander Herrera, Ibrahimovic, Rashford

Bournemouth leit svona út, enginn Jermain Defoe í byrjunarliðinu.

27
Begovic
11
Daniels
5
Aké
2
Francis
15
Smith
24
Fraser
8
Arter
4
Gosling
19
Stanislas
17
King
13
Wilson

Það var skítaveður á Old Trafford, líkt og á sunnudaginn síðasta, kalt og rigning og leikurinn var ekki mikið fyrir augað fyrstu mínúturnar. United var meira með boltann en Bournemouth lá aftur og treysti á skyndisóknir. Þeir fengu síðan fyrsta alvöru markskotið, De Gea varði ágætlega langskot Charlie Daniels á 21. mínútu. EN það var Romelo Lukaku sem rauf loksins markaþurrð sína með góðum skalla eftir fyrirgjöf Mata. Vakti einna helst athygli hvað Lukaku fagnaði þessu marki lítið.

Leikurinn breyttist lítið við þetta mark. United sótti gegn þokkalega sterkri vörn og Bournemouth reyndi skot þegar þeir komust í sóknir. Lukaku fékk enn að sýna hvað hann er hættulegur í eigin teig, átti mjög slæma hreinsun sem Francis átti að gera meira við en setja boltan hátt yfi

United gat ekki skapað sér færi að ráði það sem eftir var hálfleiks en undir blálokin var Fraser með hörkufæri, De Gea kominn út að markteig en Fraser var með færi á skoti utan úr teignum sem De Gea þurfti að kasta sér vel til baka tl að ná í. Gríðarvel varið en smá glannaskapur hjá De Gea sem bjóst við fyrirgjöf.

Seinni hálfleikur var ansi svipaður. Á 60. mínútu átti samt Anthony Martial að bæta við marki fyrir United, Lukaku fékk sendingu innfyrir og skaut frá vinstri, Begovic varði en Martial var fyrir opnu marki á markteig en varnarmaður náði að trufla hann og innanfótarskot Martial fór hátt yfir. Þar vantaði framherjaslútt frá Martial.

Fyrsta skipting United var kunnugleg. Rashford kom inná fyrir Martial. Skömmu síðar kom Jermain Defoe inná fyrir Bournemouth og Ander Herrera fyrir Jesse Lingard hjá United.

Bournemouth höfðu misst svolítið kraftinn úr skyndisóknunum þarna og sóknir United þyngst. Marcus Rashford átti aldeilis þrumuskotið úr teignum sem small í slánni út við stöng. Hefði verið frábært mark. En United náði ekki að halda þeirri pressu lengi og í stðainn var það Bournemouth sem fór að ybba sig og gera sig líklega uppi við mark. Phil Jones stóð í ströngu og var hvað eftir annað maðurinn sem sá um að hreinsa frá marki. Þegar vörnin gaf sig var De Gea enn eftir og hann varði gríðarvel frá Defoe úr þröngu færi.

Síðasta skipting United var Young fyrir Shaw í bakverðinum, ekki mjög spennandi skipting. Shaw hafði staðið sig ágætlega og átt góðar fyrirgjafir þó ekki yrði mikið úr því.
Síðustu mínútur leiksins var Bournemouth í stöðugri sókn. United fékk eitt færi, Lukaku skaut í Nathan Aké og í horn en það var eftir öðru að síðasta skot leiksins var frá Bournemouth, beint á De Gea og United slapp með sigur.

Þetta var ekki besti sigur United, en þrjú stig í höfn. Bournemouth átti vissulega góð færi sem De Gea sá við en United áttu líka sín færi þó færri væru, Martial og Rashford hefðu getað eða hefðu átt að skora

Miðjan McTominay og Matic var fjarri því að vera nógu skapandi og það batnaði ekkert þegar Herrera kom inn á og kerfið fór í 4-3-3 með Matic djúpan. Einn leikur án Pogba í viðbót er einum of mikið.

En Arsenal og Liverpool töpuðu stigum í kvöld og það er ekki verra. Því miður virðist það verða verkefnið í deildinni í vetur að tryggja annað sætið frekar en nokkuð annað og hvað sem öðru líður þá er það að ganga þolanlega.

Efnisorð: Leikskýrsla Luke Shaw Phil Jones Romelu Lukaku 9

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Kjartan says

    13. desember, 2017 at 19:08

    Mikki er greinilega í vondum málum á Old Trafford, ekki einu sinni á bekknum. Hefði viljað sjá Lindelof í staðinn fyrir Jones og innkoma McTominay rennir stoðir undir kenningar um „tall-guy fetish“ hjá Móra.

    1
  2. 2

    Sveinbjörn says

    13. desember, 2017 at 19:29

    Ágætis liðsuppstilling. Fínt að nota Shaw á meðan hann er ennþá hjá klúbbnum og fá þar af leiðandi meira fyrir hann en ella. Einnig er frábært að sjá McTominay fá sénsinn, sá hefur verið arfagóður í þau skipti sem hann hefur komið inn á af bekknum. Annars er mikilvægasti punkturinn sá (fyrir utan þrjú stig) að Lukaku skori. Það tröll af manni hefur verið hreint út sagt skelfilegur í síðustu leikjum, sérstaklega á móti City.
    Spái okkur öruggum sigri eftir hörmungarnar síðustu helgi

    3
  3. 3

    Bjarni says

    13. desember, 2017 at 19:55

    Fyrirfram er ég ekki eins jákvæður fyrir þessum leik og sumir en vona samt að við girðum okkur í brók og tökum 3 stig. Höfum ekki alltaf náð að opna varnir upp á gátt fyrr en undir lok leiks og vona ég að við byrjum af krafti fram á við og látum markmanninn og vörn líta illa út.

    0
  4. 4

    Bjarni says

    13. desember, 2017 at 20:26

    Byrjuðu vel en eigum í basli, en svo skorar Lu😁 á meðan ég skrifa. Göngum frá þeim.

    0
  5. 5

    Bjarni says

    13. desember, 2017 at 21:24

    Hvers konar áhugaleysi er þetta fyrir framan markið. Halda menn að 1 mark dugi?

    0
  6. 6

    Kjartan says

    13. desember, 2017 at 22:00

    Hrikalegt að sjá hve hægt liðið sækir upp völlinn, Bournemouth á í raun eitt stig skilið eftir þessa frammistöðu. Tölfræðin skot (á markið) er 13(7) á móti 9(2) Bournemouth í vil, ekkert sérstaklega sannfærandi.

    Liðið skapar varla færi ef Pogba er ekki að spila og parkar rútunni á heimavelli á móti einu minnsta liðinu í sögu úrvalsdeildarinnar.

    Eina jákvæða sem ég fæ út úr þessum leik, fyrir utan 3 stig auðvitað, er frammistaða Luke Shaw sem hefur átt solid leiki að undanförnu.

    3
  7. 7

    Rúnar Þór says

    13. desember, 2017 at 22:04

    ekki góður leikur, spilamennskan verður að vera betri EN Luke Shaw var geggjaður! Svo gaman að sjá. En hann hefur gert þetta áður. Maður búinn að afskrifa hann svo kemur hann og gefur manni smá von en svo meiðist hann aftur… Rince and repeat. En vona að þetta sé að koma! 50th time’s the charm!

    1
  8. 8

    Halldór Marteins says

    14. desember, 2017 at 00:01

    Ég er að segja ykkur, við hefðum gert jafntefli í þessum leik í fyrra.

    Og hvað, á Liverpool meira skilið þetta 2. sæti en Manchester United? Allavega ekki eftir það sem liðin hafa sýnt í 17 umferðum, það er á hreinu

    4
  9. 9

    Georg says

    14. desember, 2017 at 10:29

    Mikið fannst mér Bournemouth spila eins og Fergie setti það upp í den
    Fljótir í vörn og fram þegar færð gafst. Miklu flottari og meiri skemmtun í þeirra uppstillingu og skipulagi en okkar. Sem betur fer höfum við Jones og DeGea.
    Luke Shaw, ok hann mætti og sinnti starfi sínu. Er það orðinn mælikvarðinn á að skara frammúr?
    Hann var mun betri en áður samt ekki betri en Ashley Young réttfættur að taka vinstri bak..
    Rashford virkaði pirraður og ekki að nenna leiknum..
    Að lokum eru 3 stig það sem við fengum, sanngjarnt?? neeh.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress