• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Bournemouth 0:2 Manchester United

Halldór Marteins skrifaði þann 18. apríl, 2018 | 7 ummæli

Eftir slaka frammistöðu gegn WBA um síðustu helgi var nauðsynlegt að liðið sýndi meiri lit fyrir erfiðan bikarleik gegn Tottenham um næstu helgi. Töluvert var um breytingar í liðinu, bæði til að hvíla menn en eins til að sjá hvort aðrir leikmenn myndu stíga upp og mögulega næla sér í byrjunarliðssæti gegn Tottenham á laugardag.

Byrjunarliðið í kvöld var þannig skipað:

1
De Gea
23
Shaw
12
Smalling
4
Jones
36
Darmian
6
Pogba
27
Fellaini
21
Herrera
11
Martial
19
Rashford
14
Lingard

Varamenn: J. Pereira, Bailly, Blind, Young, Matic, Alexis, Lukaku.

Byrjunarlið heimamanna var á þessa leið:

27
Begovic
11
Daniels
5
Aké
3
Cook
2
Francis
33
Ibe
6
Surman
16
Cook
24
Fraser
17
King
13
Wilson

Varamenn: Boruc, Simpson, Arter, Gosling, Pugh, Mousset, Defoe.

Leikurinn sjálfur

Það sást til að byrja með hvað lið Manchester United var mikið breytt, ekki síst hvað það voru margir að spila hjá United sem hafa alls ekki spilað mikið að undanförnu. Phil Jones, Marouane Fellaini, Luke Shaw og Matteo Darmian komu allir inn í kvöld. Að auki var Ander Herrera þarna líka, hann hefur ekki verið að spila mjög mikið. Hann var líka í stöðunni sem Matic hefur spilað nánast hverja einustu mínútu tímabilsins, átti að vera aðalmaðurinn í því að styðja við vörnina og verja hana.

Þetta olli því að það var ansi mikill óstöðugleiki á varnarlínunni, eðlilegt svosem þegar það er ekki komið í rútínu að spila saman. Bournemouth náði þó ekki að nýta sér það neitt að ráði. Þegar varnarmenn United komu sér í vandræði þá poppaði oftar en ekki upp einhver af varnarmönnunum til að hreinsa það upp. Sumir töluvert meira en aðrir (hæ, Phil Jones!).

Embed from Getty Images

Fyrir framan vörnina þurftu Unitedmennirnir líka smá tíma til að koma sér almennilega inn í leikinn. Það vantaði töluvert upp á nærveruna sem Lukaku hefur í sókninni þegar hann vantaði en á móti kom að framlínan var dugleg að reyna að finna sér hlaup og nýta hraðann. Vantaði bara stundum upp á að finna þessi hlaup með réttu sendingunum.

Rashford gerði mjög vel á 27. mínútu þegar hann hann vann boltann af Aké með hörkutæklingu út við hliðarlínu. Rashford rauk strax á fætur aftur og brunaði með boltann fram völlinn og kom með nokkuð fast skot sem Begovic varði. Virkilega vel gert hjá Rashford, þótt einhverjir Bournemouth menn hafi viljað meina að þarna væri um brot að ræða. Ég gat ekki betur séð en tæklingin, þótt hörð væri, hefði verið góð og lögleg. Það var jákvætt að sjá þetta hungur í Rashford og hvernig hann bjó sér til flott færi með dugnaði. Hann hefði þó alveg mátt eiga betra skot, það var beint á Begovic.

En mínútu síðar var United þó komið yfir, og það eftir eitt flottasta spil sem við höfum séð lengi. United hafði átt hornspyrnu en spilað úr henni og var að reyna að finna sér leið í gegnum þéttan varnarmúr Bournemouth. Boltinn barst á Ander Herrera á miðjum vallarhelmingi Bournemouth. Hann sá mjög gott hlaup Lingard inn í teiginn og kom með afar góða stungusendingu á hann. Þá var gammurinn Chris Smalling kominn á ferðina líka og kláraði færið auðveldlega þegar Lingard kom með fyrirgjöfina á hann. Virkilega vel gert hjá þessum þremur leikmönnum.

Embed from Getty Images

Eftir þetta var United með nokkuð góð tök á leiknum. Bournemouth reyndi að sækja og tókst stundum að setja nokkra pressu á United en oftar en ekki náðu varnarmenn að tækla, blokka eða trufla og De Gea var þar fyrir aftan, með fyrirliðabandið á sér í þessum leik, tilbúinn að hreinsa upp það sem kæmist þangað.

Miðja United, sérstaklega þeir Pogba og Herrera, urðu sterkari eftir því sem leið á leikinn. Sérstaklega var gaman að fylgjast með því hvernig Pogba og Martial náðu oft að tengja saman á vinstri kantinum. Þá var líka virkilega gott að fá Fellaini aftur inn á völlinn, það er engin tilviljun að liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark á tímabilinu þegar hann er inni á vellinum. Hann var líka duglegur að fara ofar á völlinn og bæta ógnina í loftinu í teignum sem vantaði fyrst Lukaku byrjaði á bekknum.

Á 56. mínútu bjargaði Luke Shaw marki. Það er allavega ein leið til að lýsa því sem gerðist. Önnur leið til að lýsa því væri að segja að hann hefði verið heppinn að sleppa við að fá dæmda á sig vítaspyrnu og mögulega fjúka útaf í leiðinni. Bournemouth náði þá góðri skyndisókn, Joshua King fékk boltann ofarlega á vinstri kanti og Callum Wilson kom á góðum spretti inn í teiginn. Luke Shaw hafði misst hann innfyrir sig svo þegar fyrirgjöfin frá King kom var Shaw fyrir aftan Wilson. Shaw greip þá í hann og setti hann nógu mikið út af laginu til að Wilson náði ekki að setja boltann á markið, þrátt fyrir að vera staddur inní markteignum. Kannski verður maður að gefa Shaw það að þetta var klókt fyrst þetta heppnaðist en varnarleikurinn í aðdragandanum var svo sannarlega ekki til fyrirmyndar og hann var stálheppinn að komast upp með þetta.

Embed from Getty Images

Eftir rétt rúman klukkutíma kom Lukaku inn á fyrir Lingard. Rashford hafði verið fremsti maður en færðist við það út á hægri kantinn. Fljótlega eftir það náði Bournemouth góðri skyndisókn þar sem Lewis Cook fann Callum Wilson með góðri stungusendingu. Phil Jones elti hann hins vegar og náði að henda sér í eina klassíska Phil Jones tæklingu til að bjarga því að skotið frá Wilson, sem var þá kominn ansi nálægt markinu, endaði á rammann. Mjög góð tækling.

Pogba vann aukaspyrnu alveg á vítateigslínu Bournemouth. Pogba og Lukaku stilltu sér upp við boltann og fyrir framan þá var einn stærsti aukaspyrnuveggur sem ég hef séð í fótboltaleik, fyrir utan þegar bókstaflega öllum er raðað upp á línuna þegar lið eiga óbeina aukaspyrnu inní teig. Lukaku tók spyrnuna og bombaði að marki en boltinn endaði, ekki óvænt, í veggnum.

Lukaku var þó á skotskónum á 70. mínútu þegar hann náði að finna annað markið sem United hafði verið að leita töluvert að fram að því. United átti eina af þó nokkrum efnilegum skyndisóknum leiksins. Martial gerði vel á eigin vallarhelmingi í að taka á móti boltanum og koma honum á Pogba. Pogba gerði enn betur í að bera boltann upp völlinn og koma svo með frábæra stungusendingu á Lukaku sem tók skáhlaup inn í teiginn. Lukaku gerði svo best þeirra allra með því að slútta færinu gríðarvel með góðri vippu yfir markmanninn. Stórgóð sókn.

Embed from Getty Images

Það hafði aðeins legið í loftinu að Bournemouth gæti dottið í hug að jafna svo þetta var kærkomið mark. Eftir þetta kom Matic inn fyrir Herrera og svo Daley Blind inn fyrir Pogba og United kláraði leikinn frekar þægilega. 2 mörk, 3 stig og skrefi nær því að landa öruggu Meistaradeildarsæti og 2. sæti deildarinnar.

Punktar eftir leik

  • Lukaku skoraði sitt 27. mark á tímabilinu. Hann er að eiga sitt besta tímabil á ferlinum hvað markaskorun snertir. Auk þess sem hann er búinn að leggja upp slatta af mörkum og er sífellt að bæta sinn leik. Flott kaup og algjör Manchester United leikmaður.
  • David de Gea var fyrirliði í þessum leik. Hann hélt líka hreinu, í 21. skipti á þessu tímabili. Það er hans besti árangur hjá Manchester United. Bestur og enn að bæta sig. Það er algjörlega nauðsynlegt að Manchester United gangi hratt og örugglega í það að klára nýjan samning á þennan snilling.
  • Ander Herrera var að finna sig í kvöld, mjög jákvætt að sjá það.
  • Matteo Darmian gerði ekki mikið til að sýna sig og sanna í kvöld. Hann á líklega ekki mikla framtíð hjá United.
  • Luke Shaw átti upp og ofan leik. Bjargaði marki en var í sama atviki heppinn að fá ekki á sig víti. Ashley Young varð líklega ekki stressaður yfir því að missa af bikarleiknum eftir þennan leik.
  • Paul Pogba spilaði vel. Jákvætt.

Mourinho var ánægður með frammistöðuna. Miðað við orð hans eftir leik staðfesti hann að Valencia, Lukaku, Matic og Pogba myndu byrja gegn Tottenham. Hann sagði líka að allir sem spiluðu í kvöld hefðu sýnt sér að þeir vildu spila gegn Tottenham. Heilt yfir mjög jákvæð orð frá stjóranum í kvöld.

Hvað þýðir þetta fyrir framhaldið?

Manchester United er áfram í 2. sæti deildarinnar, eins og liðið hefur verið nánast allt tímabil. Liðið hefur 4 stiga forskot á Liverpool og Tottenham þegar 12 stig eru eftir í pottinum.

United þarf 2 stig af 12 til að gulltryggja Meistaradeildarsætið að ári.

Það er mun jákvæðara að taka þessa frammistöðu með sér í bikarleikinn um helgina heldur en tapið hrikalega gegn West Brom. Aðalspurningin núna er þá bara hvaða 7 leikmenn fá einnig byrjunarliðssæti í þeim leik.

Efnisorð: Bournemouth Chris Smalling Leikskýrsla Romelu Lukaku Vitality Stadium 7

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni says

    18. apríl, 2018 at 17:57

    Jæja sumir ekki leikið leik í mánuði, gæti verið verra. Hver mun vinna sér sæti á móti Tottenham? Kemur í ljós en liðsuppstillingin gæti verið verri.

    GGMU

    0
  2. 2

    Sindri says

    18. apríl, 2018 at 19:18

    Smalling hefur nú skorað 2 síðustu mörk liðsins.
    #Mikeback

    4
  3. 3

    Robbi Mich says

    18. apríl, 2018 at 19:53

    Loksins að maður sér róteringu á liðinu. Líst vel á þetta, ekki síst fyrir þær sakir að gefa mönnum tækifæri sem eiga skilið tækifæri á kostnað annarra leikmanna sem hafa ekki verið að skila sínu.

    2
  4. 4

    Bjarni says

    18. apríl, 2018 at 20:00

    Víti. Shaw slapp. En hvað menn ætla að gera hlutina flókna. Kæruleysislegar sendingar fram á við. Höfum séð þetta áður í vetur. Jöfnunarmark liggur í loftinu sýnist á meðan við klárum ekki sóknirnar.

    1
  5. 5

    Frikki says

    18. apríl, 2018 at 23:03

    Viðurkenni að það stingur smá að við hefðum getað haft 7 stiga forskot á liverpool ef við hefðum klárað hörmungar liðið wba og gott sem búnir að loka 2 sætinu en svona er tímabilið í hnotskurn búið að vera

    2
  6. 6

    Cantona no 7 says

    19. apríl, 2018 at 00:40

    Góður sigur á erfiðum útivelli.
    Vonandi sigur á laugardaginn.
    Guð blessi Manchester United.
    Alltaf.

    GGMU

    3
  7. 7

    Karl Garðars says

    19. apríl, 2018 at 20:10

    Ágætis leikur hjá örlítið ryðguðum leikmönnum. Shaw stálheppinn, þetta hefði getað orðið skuggalegt ef hann hefði gefið víti og fokið út af.
    Ég var hálf stressaður þegar ég sá liðið en eftir á er algjörlega frábært að hafa róterað aðeins, tekið 3 stig og hreint lak hjá gullhanskanum okkar.

    Og nú er það Tottenham sem er að mínu mati leikurinn sem skilur á milli mjög viðunandi tímabils og mjééé…. tímabils. Koma svo!

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress