• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 4:1 Fulham

Magnús Þór skrifaði þann 8. desember, 2018 | 11 ummæli

Síðast þegar þessi tvö lið mættust á þessum velli vöru úrslitin ekki uppá marga fiska og undirritaður einnig á þeirri skýrslu. Þau úrslit voru kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum United sem vildu leyfa David Moyes að fá tíma til að gera eitthvað af viti. Þetta var einmitt alræmdi fyrirgjafaleikurinn.

Embed from Getty Images

Eins og allir vita þá hefur þetta tímabil verið ansi dapurt hjá okkur mönnum og velgengni City og Liverpool er ekkert að hjálpa. Eins og fram kom í upphitun skipti Fulham um stjóra fyrir stuttu í von um að halda sér í efstu deild. Það kom svo sem ekki mjög á óvart að Paul Pogba byrjaði annan leikinn í röð á bekknum en Romelu Lukaku fékk að byrja. Það var mjög ánægjulegt að sjá Diogo Dalot byrja í fyrsta sinn í deildarleik en Luke Shaw var ekki með vegna meiðsla. Chris Smalling og Phil Jones ásamt Ashley Young fullkomnuðu svo fjögurra manna varnarlínuna. Mourinho ákvað að stilla upp þriggja manna miðju en hana skipuðu þeir Nemanja Matic, Juan Mata og Ander Herrera. Fyrir framan þá voru þeir Jesse Lingard, Marcus Rashford og Lukaku.

Embed from Getty Images

United byrjaði leikinn nokkuð vel og virkaði liðið sprækt. Það varð ansi fljótt ljóst að Fulham er ekki neðsta sætinu án ástæðu. Á þrettándu mínútu sólaði Young sig í gegnum vörn gestanna og skoraði laglega framhjá vesalings Rico í markinu. Kortéri síðar lagði Rashford upp mark fyrir Mata sem átti góðan leik í dag. Fjórtán mínútum eftir markið átti Mata svo sjálfur sendingu fyrir markið á Lukaku sem að kláraði auðveldlega. Þetta var fyrsta mark Lukaku á Old Trafford síðan í mars. Staðan var því 3:0 þegar flautað var til hálfleiks.

Embed from Getty Images

Seinni hálfleikurinn var langt því jafn skemmtilegur og sá fyrri. United slakaði of mikið á og gáfu Fulham fullt af sénsum til að komast aftur inn í leikinn. Um miðjan hálfleikinn kom loks að því. Herrera braut á Kamara inni í teig og vítaspyrna var dæmd sem að Kamara skoraði sjálfur örugglega úr. Fulham voru enn að fagna markinu þegar Anguissa fékk sitt annað gula spjald og gestirnir því einum manni færri restina af leiknum. Tíu mínútum fyrir leikslok innsiglaði Rashord 4:1 sigur með laglegu skoti en markvörður Fulham hefði nú líklega átt að gera betur.

Embed from Getty Images

Næst á dagskrá er leikur sem skiptir nánast engu máli þann 12. desember gegn Valencia. En sunnudaginn í næstu viku mætir United á Anfield og gætu úrslit þar haft mikil áhrif á stöðu José Mourinho.

1
De Gea
18
Young
4
Jones
12
Smalling
20
Dalot
31
Matić
21
Ander Herrera
10
Rashford
14
Lingard
8
Mata
9
Lukaku

Varamenn: S.Romero, Marcos Rojo (Smalling 59′), A.Pereira, Fellaini, Fred (Lingard 73′), McTominay (Rashford 84′), Pogba

Efnisorð: Ashley Young Fulham Juan Mata Leikskýrsla Liðsuppstilling Marcus Rashford Romelu Lukaku 11

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Audunn says

    8. desember, 2018 at 15:15

    Afhverju gefur þessi þrönghaus ekki Matic frí og spilar Fred?
    Eyðir tugum milljóna punda i menn sem hann notar svo aldrei.
    Algjör fáviti þessi sokkur.
    Svo vælir hann eins og smábarn yfir því að fá ekki að kaupa meira og að City og Liverpool fái að kaupa og kaupa.
    Hann er búinn að eyða mestu og þetta snýst ekki um að kaupa fjölda heldur gæði og rétta menn í réttar stöður.
    Það hefur hann ekki gert.
    Glætan að ég myndi lofa þessum asna að eyða einu pundi meira.
    Kann ekki að kaupa leikmenn og vælir svo eins og asni.

    2
  2. 2

    Indriði says

    8. desember, 2018 at 15:41

    Young kæmist ekki í kvennalið Man Utd. Hann er ömurlegur leikmaður.
    Markið hans var bara grís, hann ætlaði að gefa fyrir sem hann getur ekki enda aumingi.
    Og Mata? Hvað er að honum?
    Skýtur vitlausu megin við markmanninn, í fótinn sem hann stígur í.
    Bara heppinn að markmaðurinn er lélegasti markmaður í Evrópu.
    Og Rashford? Kann ekki að taka aukaspyrnu.
    Og Lukaku? Getur ekki rass. Kæmist ekki í Gróttu. Lélegasti framherji sem United hefur átt ever.

    6
  3. 3

    Karl Garðars says

    8. desember, 2018 at 16:08

    Herrera að eiga mjög fínan leik. Dalot verður flottur, okkur hefur sárvantað þetta element í hægri bakvörð. Hann og Shaw bjóða upp á meiri hraða og aukna vídd.
    Fulham átakanlega lélegir karlagreyin.

    2
  4. 4

    Palli says

    8. desember, 2018 at 16:14

    #Pogbaout

    2
  5. 5

    Sindri says

    8. desember, 2018 at 17:06

    Flottur sigur. Rashford glæsilegur.
    Indriði drullastu aftur á kop.is
    GGMU

    12
  6. 6

    Magnús Þór says

    8. desember, 2018 at 17:27

    @Sindri: Er nokkuð viss um að Indriði hafi nú bara verið að grínast. Og ef ekki þá er ekki hægt að gera honum það að senda hann á koppinn.

    2
  7. 7

    Ketill Jensson says

    8. desember, 2018 at 18:22

    @Sindri það er ekki hægt að segja að Young sé góður leikmaður, hann er skelfilegur og kæmist aldrei í neitt lið inn á topp 6.
    Lukaku má deila um, mér finnst hann ekkert sérstaklega góður.
    Ágætis potari og þar með er það upp talið.
    Fullt af öðrum leikmönnum sem ættu aldrei að vera í þessu liði.
    Menn eins og Fellaini, Darmian, Smalling og Valencia.
    Vona að United losi sig við alla þessa leikmenn ásamt Young sem allra allra fyrst. Í síðasta lagi næsta sumar.

    3
  8. 8

    Hjöri says

    8. desember, 2018 at 20:11

    Held það væri best að losa sig við Pogba fá fyrir hann góða fúlgu, liðinu gengur síst ver með hann á bekknum.

    2
  9. 9

    Sindri says

    8. desember, 2018 at 20:46

    Heyrðu ,,Ketill Jensson“ var ekki að segja að Young sé góður leikmaður (samt góður í dag). Var einstaklega ánægður með Rashford og sigurinn.
    En já gott að þið settuð @ fyrir framan nafnið mitt þannig ég fái pottþétt notification.
    Btw Magnús, veistu nokkuð hvernig Avengers4 endar?

    0
  10. 10

    Cantona no 7 says

    9. desember, 2018 at 00:42

    Góður sigur og mjög nauðsynlegur.
    Vonandi fara menn nú að spila eins og menn til loka tímabils.
    Nú verðum við að sigra Liverhampton næsta sunnudag og það geta okkar menn.

    G G M U

    3
  11. 11

    Georg says

    11. desember, 2018 at 11:44

    Skil ekki þetta rugl um A.Young. Stöðugasti leikmaður liðsins síðustu ár ásamt DeGea. Annar á blað á eftir DeGea nema meiddur sé. Fór á HM með Enska landsliðinu og var í flestum leikjum þar og athugið að þjálfarar elska ekkert meir en stöðuga leikmenn, lítið varið í heimsklassa sem kemur bara upp þegar viðkomandi er í „stuði“ smbr. Pogba þvímiður.
    Og þeir sem hafa horft á UTD þegar SAF var við völd þá var þetta „trademark“ hjá honum..skeiða upp kantinn, fara þvert á vörnina og leggja hann í fjærhornið með hægri. Johan Cryuff minnir mig spila keimlíkt þessu eða sem „inverted forward eða winger“
    Sýnið manninum virðingu, hann á fleiri medalíur en mest allt(ef ekki allt) ónefnt lið á Merseyside síðustu 20ár.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Tómas um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Karl Garðars um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Sindri um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Scaltastic um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Helgi P um Liverpool 0:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress