• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:1 Brighton

Magnús Þór skrifaði þann 10. nóvember, 2019 | 11 ummæli

Leikurinn

Í upphituninni fyrir þennan leik velti ég því upp hvaða United lið myndi mæta til leiks í dag. Svarið var 2007-08 United. Traustur varnarleikur og leiftrandi skyndisóknir þar sem bakverðir og kantmenn voru mjög flottir. United ansi nálægt því að stilla upp sínu besta byrjunarliði í dag þrátt fyrir töluverð meiðsli í hópnum. Brighton stillti upp ansi lágstemmdu liði að mínu mati og voru með nokkra ágætis leikmenn á bekknum. Dómari leiksins Jon Moss átti mjög góðan dag sem var nauðsynlegt því að Brighton voru frekar grófir en komust upp með lítið og sama má segja um United. Reyndar spurning hvort Brandon Williams hafi verið heppinn að sleppa með gult spjald í seinni hálfleiknum en VAR-sjáin VAR ekki á því.

Embed from Getty Images

United byrjaði leikinn mjög vel og Brighton var í vandræðum nánast allan leikinn fyrir utan smá kafla í seinni hálfleiknum þegar liðið minnkaði muninn. Gestirnir voru mikið að brjóta á mönnum og var bróðurparturinn af varnalínunni á gulu spjaldi undri rest. Anthony Martial átti mjög góðan leik í dag þó að honum hafi mistekist að skora en hann var öflugur og átti þátt í tveimur United mörkum í dag. Það var gaman sjá United vera halda áfram að leita að fleiri mörkum allan leikinn. Færasköpunin var einnig til fyrirmyndar.

Andreas Pereira skoraði fyrsta mark leiksins með smá aðstoð varnarmanns Brighton en boltinn breytti nógu lítið um stefnu til þess að Pereira fengið markið skráð á sig. Scott McTominay var nálægt því að koma United í 2:0 en Davy Pröpper rak tána í boltann og stal markinu frá honum. Eftir stuttan kafla í seinni hálfleik minnkaði Brighton muninn eftir skallamark frá Lewis Dunk en hvorugur miðvörður United dekkaði hann og staðan 2:1 og allt í einu var komin spenna í leikinn. Mjög skömmu síðar komst United í 3:1 eftir skemmtilegt samspil hjá Anthony Martial og Marcus Rashford. Rashford komst svo strax aftur í dauðafæri eftir fyrirgjöf frá Daniel James en brenndi af á ótrúlegan hátt. United sótti áfram til leiksloka en niðurstaðan 3:1 en sigurinn hefði með smá heppni verið töluvert stærri.

Embed from Getty Images

Leikmenn United

David de Gea – Hafði bókstaflega ekkert að gera í dag og bar ekki ábyrgð á marki Brighton.

Aaron Wan-Bissaka – Traustur eins og alltaf. Betri en oft áður fram á við.

Victor Lindelöf og Harry Maguire – Áttu ekki í vandræðum í dag en hefðu mátt dekka betur þegar Lewis Dunk skoraði.

Brandon Williams – Var flottur í dag og klárlega efni í frábæran bakvörð. Það er skandall ef hann fær ekki að halda sæti sínu í næsta leik.

Fred – Átti fínan dag og virðist smám vera þróast í frambærilegan miðjumann en er alls ekki þeim klassa sem verðmiðinn á honum gaf til kynna.

Scott McTominay – Heldur áfram að vera einn besti leikmaður liðsins og var nokkrum millimetrum frá því fá annað mark United skráð á sig.

Andreas Pereira – Skoraði fyrsta mark leiksins og var virkilega góður í dag.

Daniel James – Var frábær í dag og átti skilið að ná stoðsendingu í dag en Marcus Rashford brenndi af í dauðafæri.

Marcus Rashford – Virkilega góður í dag og en hefði átt að skora meira en markið hans var glæsilegt.

Anthony Martial – Maður leiksins í dag. Átti þátt í tveimur mörkum í dag og hefði mátt skora sjálfur.

Jesse Lingard, Marcus Rojo og Mason Greenwood – Komu inná sem varamenn en komu nánast ekkert við sögu. Rojo og Greenwood komu  inná í uppbótartíma.

1
De Gea
53
Williams
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
15
Pereira
21
James
9
Martial

Bekkur: Romero, Jones, Mata, Lingard (Pereira), Rojo (Williams), Greenwood (Rashford), Garner.

Brighton: Ryan. Duffy, Dunk, Stephens, Maupay, Trossard, Montoya, Propper, Burn, Connolly, Alzate
Bekkur: Button, Gross (Trossard), Balogun, Murray (Connolly), Mooy, March (Montoya), Scheletto.

Efnisorð: Brighton Leikskýrsla Leikskýrslur Liðsuppstilling 11

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Audunn says

    10. nóvember, 2019 at 13:49

    Verðum að vinna þennan leik, allt annað verður algjör skellur.
    Eitt sem er svolítið sjokkerandi en sýnir því miður hvar United er statt í dag.
    Super Sunday á sky og þeir sýna frekar Wolves vs Aston villa kl 14.00 í stað Manchester United leik á Old Trafford.
    Það er ákveðið högg fyrir Manchester United

    1
  2. 2

    gummi says

    10. nóvember, 2019 at 14:33

    Við erum bara orðið miðlungs lið

    1
  3. 3

    Bjarni Ellertsson says

    10. nóvember, 2019 at 15:05

    Miðlungs lið eða ekki, erum alla vegana að sýna baráttu í þessum leik og uppskerum eftir því. Höldum vonandi áfram í seinni.
    GGMU

    4
  4. 4

    Sindri says

    10. nóvember, 2019 at 15:59

    Flottur sigur.
    ÞEGAR Rashford fer að nýta færin sín byrjum við að pakka svona liðum saman.

    5
  5. 5

    Georg says

    10. nóvember, 2019 at 15:59

    Hvernig ætlar Luke Shaw a komast í liðið aftur ef þessu Brandon Williams spilar svona !
    Mctominay og Williams eru óhræddir og það er að koma vel út fyrir þá. Fínn leikur og Brighton áttu ekki séns.
    En hey Brighton sóttu og það á vel við United…annars er ég 100% sammála Auðunni

    2
  6. 6

    Audunn says

    10. nóvember, 2019 at 16:12

    Mjög flottur leikur og líklega besti leikur United sóknarlega í mjög marga mánuði.
    Gaman að sjá Brandon Williams og vona svo sannarlega að hans frammistaða í dag verði til þess að ég eigi aldrei eftir að sjá Young spila aftur í treyju Manchester United.
    Virkilega gaman að sjá Fred líka, hann átti stórleik og sinn besta leik fyrir United frá því hann kom.
    Meira svona Fred og meira svona Manchester United. Hefðum jú kannski átt að nýta færin betur en sigur er sigur og heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Voru amk að skapa helling af færum sem er skref í rétta átt.
    United þarf bara að halda áfram á sömu braut og fara að hala inn stigum.

    10
  7. 7

    Björn Friðgeir says

    10. nóvember, 2019 at 18:13

    „Virkilega gaman að sjá Fred líka, hann átti stórleik og sinn besta leik fyrir United frá því hann kom.
    Meira svona Fred og meira svona Manchester United“
    Hver ertu og hvað ertu búinn að gera við hann Auðunn okkar 😳
    Sá ekki leikinn og trúi þessu varla.

    10
  8. 8

    Karl Garðars says

    19. nóvember, 2019 at 20:26

    Ó þú grimma veröld! Af hverju er Poch að losna núna..
    Nú veit maður ekki í hvorn fótinn maður á að stíga.

    0
  9. 9

    Timbo says

    19. nóvember, 2019 at 22:38

    Ég skammast mín ekkert fyrir að vera 100% á Poch vagninum. Elska Ole út af lífinu, hann gæti fallið með liðið en það myndi samt ekki breyta tilfinningum mínum í garð hans. Það má ekki gefa Glazer´s og skósveini þeirra afsökun með því að flækja fortíðarþrá inn í dæmið. Tækifærið er núna og það er að mínu mati löngu tímabært að alvöru yfirmaður knattspyrnumála fylgi með í kaupbætti.

    Verði það ekki að veruleika, eins og ég geri sterklega ráð fyrir þá vona ég að OGS þaggi niðri í efasendum mínum, fátt myndi gera mig glaðari.

    1
  10. 10

    Bjarni Ellertsson says

    20. nóvember, 2019 at 08:44

    Poch í yfirmann knattspyrnumála næstu 2 árin, tekur svo við Ole þegar búið er að endurhanna liðið að hans ósk :)

    2
  11. 11

    Karl Garðars says

    20. nóvember, 2019 at 21:29

    Það væri það!

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress