• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:2 Aston Villa

Magnús Þór skrifaði þann 1. desember, 2019 | 17 ummæli

Enn og aftur tekst þessu liði að valda vonbrigðum. Spilamennska liðsins fyrsta hálftíma leiksins var hrein og bein hörmung. Aston Villa komst verðskuldað yfir snemma í leiknum með glæsimarki Jack Grealish. Eftir það héldu gestirnir áfram og voru allt eins líklegri til að bæta við marki en United af jafna. Nokkrum mínútum fyrir hálfleik átti Andreas Pereira fína fyrirgjöf í teiginn á Marcus Rashford sem skoraði með skalla en markið var einhverra hluta vegna skráð sem sjálfsmark Tom Heaton. Staðan því jöfn þegar flautað var til hálfleiks.

United voru aðeins skárri í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri en það skilaði samt sáralitlu. Rétt fyrir miðjan seinni hálfleikinn tók United forystuna eftir laglegt skallamark frá Victor Lindelöf. Einhver hefðu talið þetta komið en þetta er Manchester United eftir allt saman og tveimur mínútum síðar var Villa búið að jafna leikinn eftir misheppnaða rangstöðugildru. Villa sem hafði verið nálægt því að skora áður en Lindelöf skoraði voru einhvern líklegri síðustu mínúturnar en niðurstaðan varð 2:2 jafntefli.

Úrslitin í leiknum ásamt frammistöðu liðsins kalla á umræðu um framtíð Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. Það að heimsklassa stjóri sé á lausu sem United hefur sýnt áhuga áður gerir næstu vikurnar áhugaverðar. United hefur unnið 4 af 14 leikjum í deildinni í vetur sem er algjörlega óásættanlegt.

1
De Gea
53
Williams
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
15
Andreas
10
Rashford
8
Mata
21
James
9
Martial

Bekkur: Grant, Shaw (Williams ’79), Tuanzebe, Young, Garner, Lingard (Mata ’74), Greenwood (Martial ’82).

Efnisorð: Aston Villa Leikskýrsla Leikskýrslur 17

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    gummi says

    1. desember, 2019 at 16:09

    Ekki er þessi bekkur merkilegur hjá okkur

    4
  2. 2

    gummi says

    1. desember, 2019 at 16:25

    Við erum orðið svo lélegir að þeir sýna frekar Leicester og everton heldur en United það segir allt um stöðuna sem þessi klúbbur er kominn í

    10
  3. 3

    Heiðar says

    1. desember, 2019 at 16:30

    Sammála gumma. Burtséð frá gæðum Leicester þessa dagana þá er það til marks um slæma stöðu Man.Utd að Leicester vs. Everton þyki líklegra til áhorfs en MUFC vs AV ..

    3
  4. 4

    Audunn says

    1. desember, 2019 at 17:00

    Þessi spilamennska Manchester United fyrstu 30 mín er gubb 🤮🤮

    4
  5. 5

    Audunn says

    1. desember, 2019 at 18:25

    Þetta er ekki hægt lengur.
    United hefur ekki unnið deildarleik öðruvísi en að skora úr víti síðan í Mars.
    Ole Gunnar verður að fara og það strax.

    6
  6. 6

    gummi says

    1. desember, 2019 at 18:30

    Við erum bara með einn versta knattspyrnu stjóran í úrvalsdeildinni í dag

    7
  7. 7

    Georg says

    1. desember, 2019 at 18:30

    Mikið hef ég bundið vonir á OGS að hann fari að stunda sóknarbolta frekar en skólabókarvarnarskyndisóknarbolta sem öll lið í geiminum þekkja og kunna síðan í fimmtaflokki.
    Það virðist ekki vera þannig að ég er dottinn á OGS out vagninn því ver og miður

    Já og versla þennan Grealish gæja undir eins

    2
  8. 8

    MSD says

    1. desember, 2019 at 19:38

    Sá ekki leikinn en ég held það verði að íhuga alvarlega hvort við ættum að stökkva á Pochettino ef úrslitin fara ekki að detta. Næstu leikir gegn Spurs og City gætu ráðið úrslitum um framtíð Ole. Ég hef samt mikla samúð með honum því að hafa einungis Fred og Pereira til umráða á miðjunni í liði eins og Manchester United er ansi dapurt.

    Ég væri svo til í að sjá United taka tvo Aston Villa leikmenn í næsta glugga. Það eru John McGinn og Jack Grealish. Ódýrari option en Maddison hjá Leicester – held það sé ekki séns að þeir selji neitt strax þar sem þeir eru í bullandi toppbaráttu.

    1
  9. 9

    Karl Garðars says

    1. desember, 2019 at 20:34

    Það eru mjög blendnar tilfinningar í gangi hjá manni núna.
    Ole hefur vissulega keypt vel og hreinsað vel til að svo komnu, hvort tveggja hlutir sem voru nauðsynlegir og eru það enn.
    Meiðslavandræðin máttu kannski vera örlítið fyrirsjáanleg þegar til stóð að hætta gönguboltanum og skrúfa upp tempóið. Því miður hefur svo akkúrat ekkert komið út úr þeim mönnum sem hefðu þurft, þeirra vegna og liðsins, að stíga upp núna sem gerir stöðuna mun hrikalegri fyrir vikið.
    Úrslitin eru skelfileg og það sem manni þykir alverst er að spilamennskan er algjör hörmung. Það virðist ekkert plan vera í gangi, engin taktík og alls engin viðbrögð í leikjum.
    Maður eygði von í púðluleiknum þar sem virtist vera bullandi herkænska en Ole er því miður að sýna manni það að hann virðist langt frá því að vera á því leveli sem þarf.
    Ég held að það væri óvitlaust að gera Ole að DOF og fá Poch inn.

    1
  10. 10

    Bjarni says

    1. desember, 2019 at 20:47

    Jæja þannig fór um sjóferð þá, var staddur á vellinum til að sjá það með eigin augum hvað við höfum verið daprir í vetur. Og fékk það staðfest sem mér hefur fundist, vörnin er óörugg þegar miðjan skítur uppá bak. Hef gagnrýnt brassana tvo á miðjunni í vetur og ekki mun gagnrýnin minnka eftir þennan leik, jú líklega þegar þeir verða seldir/gefnir. Það er lágmark að geta tekið vel á móti bolta undir pressu og komið honum klakklaust á samherja, og umfram allt frammávið en síðast en ekki síst að vinna einhver návígi. Að mínu mati ef taka skal einn sökudólg út þá var Pereira slakur í flestum aðgerðum, enda mikið lagt á hann, tekur bæði horn og aukaspyrnur. En vinur minn Ole virðist vera í vonlaust stöðu með slíka menn innanborðs og það væri fróðlegt að sjá hvort einhver annar stjóri næði að virkja bæði vörn og sókn nema bæta við 4 leikmönnum 2 á miðju og 2 í vörn. En klárt er að ef við tökum næstu 2 leikjum þá bíður okkar botnbarátta og þá fá einhverjir hausar að fjúka því liðin fyrir neðan okkur eru duglegri að vinna sig upp töfluna en við.
    Aston Villa aðdáendur létu vel í sér heyra allan leikinn á meðan liðið í kringum mig, rækjusamloku asíu fólkið og norðurlandabúar „gleymdu heijinu heima“, sátu þunnu hljóði og sneru sér fprviða við þegar ég öskraði liðið áfram. Hefði örugglega verið handtekinn ef fólk hefði skilið íslensku.

    6
  11. 11

    Timbo says

    1. desember, 2019 at 22:30

    Það eru þúsund orð sem ég gæti dritað hér niður til að lýsa ógleði minni í garð félags míns, en ég ætla hafa það í styttri kanntinum í þetta skiptið. Burt sé frá hvaða kanttspyrnustjóra og hugmyndafræði við höfum verið með síðastliðin rúm 6 ár þá hefur að mínu mati bara tvenn leikmannakaup heppnast hjá okkur… Fokking 2! Matic og Ibra, það sorglega við það er að þeir bættu liðið einungis í eitt tímabil hvor. Einnig virðist það ótrúlegt en satt að fjölmargir leikmenn bæti leik sinn eftir að þeir hverfa á brott (Lukaku, Smalling, Johnny Evans, Memphis o.s.frv.)

    Að mínu mati liggur rót vandans nr. 1, 2 og 3 hjá eignarhaldinu og framkvæmdarstjórn félagsins. Við erum að verða eftir hinum klúbbunum þegar það kemur að aðstöðu á bæði æfingasvæðinu og leikvangnum. Síðan fer ég ekki ofan á því að það kann ekki góðri lukku að stríða þegar að nýjir menn koma inn í liðið og hitta þar fyrir jókera eins og Rojo, Phil Jones, Ashley Young, Pereira og Martial. Sem eru btw. á hærri launum en 85 % en aðrir PL spilarar. Metnaðarleysið og meðvirknin er að gera út af við Man Utd. Simple as that :(

    5
  12. 12

    Rúnar Þór says

    1. desember, 2019 at 23:01

    Allt liðið fékk frí, þjálfarar voru geymdir heima til að undirbúa sértstaklega þennan leik. Hefðum ekki geta fengið betri undirbúning. Og þetta er það sem við gerum!?!? 2-2 jafntefli!! Á móti Aston Villa!! fuck off bara

    1
  13. 13

    Helgi P says

    1. desember, 2019 at 23:22

    Við verðum bara reka Solskjær áður en það verður of seint

    1
  14. 14

    Óskar G Óskarsson says

    2. desember, 2019 at 10:53

    Mikið talað um að Ole hafi keypt vel.
    Þeir lookuðu vel i byrjun, en maguire, bissaka og james hafa ekkert getað undanfarið.
    Þetta er allt búið að vera a niðurleið undanfarnar vikur og ole hefur engin svör !
    Auk þess er ekkert leikplan.
    Seinustu 3 leikir voru gegn sheff utd, astana og Aston villa og 0 sigrar.
    Þetta gengur ekki lengur og Ole verður að fara, þvi miður

    2
  15. 15

    Audunn says

    2. desember, 2019 at 18:42

    Ætla nú ekki að kvitta undir það að kaupin á Matic og Ibra séu einu góðu kaupin síðan Ferguson hætti eða völlurinn og æfingarsvæðið sé eitthvað vandamál.
    Old Trafford er ennþá með eina flottustu aðstöðu í UK og æfingar svæði Manchester United er með því betra sem gerist.
    Kaupin á Maguire, Bissaka og James eru góð kaup.
    Hinsvegar er ennþá allt of mikið af lélegum leikmönnum í þessu liði, þar nægir að nefna Fred, Young, Jones, Rojo, Pereira og Mata. Kemur ekkert út úr þessum mönnum.. Lingard mætti líka vera í þeim hópi.
    En það vantar kannski ekkert brjálæðislega mikið uppá, ef United væri með tvo til þrjá betri leikmenn sem hefðu breytt þessum jafnteflum í sigra þá værum við á töluvert betri stað.. já já ég veit ef og hefði..en þannig er það nú bara samt.
    Ég hef ekki trú á að Ole Gunnar fái fleiri sénsa en gegn Spurs og City. Eitt stig eða minna úr þeim leikjum og hann verður rekinn.. getur ekki annað verið.

    2
  16. 16

    Hjöri says

    3. desember, 2019 at 14:35

    Það er hægt að velta ýmsu fyrir sér, t.d. hvar væri liðið statt í dag ef að einhverjir af þessum stjórum sem tóku við eftir að Feruson hætti, hefðu fengið lengri tíma hjá félaginu en raun var, væri t.d. DM búinn að koma liðinu á betri stað, eða VG og eða Móri. Þessu er öllu hægt að velta fyrir sér, og spyrja sig fengu þeir nægan tíma? Með nýjum stjórum koma nýjar áherslur, og þó við fengjum nýjan stjóra í dag, þá veit ég ekki hvort það bætti nokkuð úr árángri liðsins 1.2 og 3. Svo hef ég oft velt fyrir mér með leikmenn sem hafa lítið sem ekkert fengið að spila, og eru látnir fara en standa sig svo glimrandi vel hjá öðrum liðum, og margir hverjir hjá stórliðum. Hvað veldur?

    0
  17. 17

    Audunn says

    3. desember, 2019 at 18:10

    Já það mætti svo sem spyrja sig að þessu @Hjöri
    Eini þjálfarinn sem ég persónulega hefði viljað sjá fá lengri tíma var LVG.
    Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að það var eini stjórinn sem ég virkilega skildi hvað var að reyna að gera.
    Ég hef ekkert skilið hvað hinir voru að reyna að gera, hvorki þegar kemur að taktík né öðru.
    Rooney sagði að LVG væri besti þjálfari sem hann hefur haft, það segir mikið.
    Mín tilfinning er sú að annaðhvort elska menn hann eða hata. Enginn millivegur þar.
    En stjórn United klúðraði þessu öllu á degi eitt með því að hlusta á Ferguson og ráða Moyes.
    Það var einn RISA skandall.
    Það átti að leggja allt í sölurnar að fá inn alvöru þjálfara sem var búinn að vinna eitthvað eins og klopp eða einhvern álíka, jafnvel Móra á þeim tímapunkti því á þeim tíma var ekki kominn tími á tiltekt eftir aðra.
    Það eina sem þurfti var alvöru stjóra og þrenn góð kaup og staðan væri allt önnur.
    Allir stjórar eru búnir að vera í því að taka til eftir hvorn annan.

    En það yrði svo magnað ef Móri verður svo ástæðan fyrir því að Ole verður rekinn eftir Spurs leikinn.
    Efast um að honum Móra myndi leiðast það mikið 😂😂

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress