• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Leikmenn Slúður

Rooney lengur frá?

Sigurjón skrifaði þann 27. ágúst, 2012 | 1 ummæli

Rooney gæti verið frá lengur en í mánuð.

Áhorfendur sáu Rooney skerast ansi illa á laugardaginn þegar Rodallega steig óvart ofan á innanvert lærið á honum. Ferguson talaði um fljótlega eftir leikinn að Rooney yrði frá í kringum fjórar vikur en nýjustu fréttir herma að skurðurinn reyndist mun verri en fyrsta skoðun gaf til kynna. Til að sauma Rooney saman þurfti víst að svæfa hann en skurðurinn ku hafa verið alveg inn að beini, sem er hrikalega brútal því það er ekki eins og Rodallega hafi notað beittan eldhúshníf. Talað er nú um að fjarvera Rooney gæti orðið nær tveimur mánuðum ef lærvöðvinn hefur orðið fyrir einhverjum skemmdum.

Liðið er nú ekki á flæðiskeri statt varðandi framherja en það hafa verið uppi háværar raddir þess efnis að Berbatov sé á leiðinni til Fiorentina fyrir 5 milljónir punda, sem gerir stöðuna athyglisverða því núna er spurning hvort Ferguson sé tilbúinn að láta hann fara fyrir lokun gluggans. Ljóst er að Van Persie, Hernandez og Welbeck eru allir á undan Berbatov í goggunarröðinni og á meðan Ferguson spilar bara með einn mann uppi á toppi þá er útlitið ekki bjart fyrir Berbatov um að hann fái að spila margar mínútur á næstu vikum, þrátt fyrir meiðsli Rooney.

Uppfært (kl 22:20): Rooney tjáði sig í fyrsta sinn eftir atvikið á Twitter og bar sig bara nokkuð vel. Gaf hann til kynna að lærið muni jafna sig að fullu og póstaði svo mynd af sjálfum sér rennislökum upp í sófa.

Tístið hjá Rooney: Thanks for all the messages of support. Gutted to be out for a while but my leg will be ok which is the main thing pic.twitter.com/98yTtndc

Efnisorð: Wayne Rooney 1
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:2 Fulham

Magnús Þór skrifaði þann 25. ágúst, 2012 | 1 ummæli

Fyrsta heimaleiknum er lokið með sigri okkar manna á spræku Fulham liði. Þetta leit ekki vel út í byrjun þegar Damien Duff kom gestunum yfir á 3. mínútu. En markið var ákveðið spark í rassgatið fyrir heimamenn sem tóku öll völd á vellinum. Patrice Evra átti fyrirgjöf sem virkaði frekar misheppnuð en Robin van Persie afgreiddi hana glæsilega framhjá Mark Schwarzer. Eftir það róaðist leikurinn örlítið en United var samt meira með boltann. Shinji Kagawa skoraði svo auðvelt mark eftir mistök frá Schwarzer sem varði skot Tom Cleverley beint í fætur Japanans sem gat ekki annað en skorað. Bakvörðurinn Rafael var mjög duglegur í sóknarleiknum í dag skoraði svo mark sem var dæmt af vegna rangstæðu réttilega en tæpt. Skömmu seinna átti Ashley Young fyrirgjöf sem Rafael af öllum mönnum skallaði í markið og United komnir í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri þangað til að stórstjarnan Own Goal minnkaði muninn fyrir Fulham, Matthew Briggs átti fyrirgjöf sem að de Gea og Vidic reyndu við og Mladen Petric truflaði úthlaup de Gea og Vidic náði á ævintýrilegan hátt að setja hælinn í boltann og mark frá Fulham staðreynd. Eftir þetta voru Fulham komnir aftur í leikinn og mátti ekki miklu muna að þeir náðu að jafna leikinn en David de Gea náði að koma í veg fyrir það. Wayne Rooney sem kom inná sem varamaður um miðjan seinni hálfleikinn fór svo meiddur af velli skömmu fyrir leikslok. Leiknum lauk svo með 3-2 sigri á mjög kaflaskiptum leik.

  • Moussa Dembélé var frábær á miðjunni hjá Fulham og skapaði oft usla. En og aftur lendum við í vandræðum með líkamlega sterka leikmenn.
  • Michael Carrick verður að komast aftur á miðjuna, var aðeins of ágengur á köflum í vörninni.
  • Antonio Valencia ætti ekki spila bakvörð nema í neyð, hann er alltof mikilvægur partur af sókninni.
  • Robin van Persie, eitt skot, eitt mark.
  • Shinji Kagawa er að byrja rosa vel, sprækur með boltann og klókur að finna samherja.
  • Nani var ekki í hópnum og ekki mun það kveða niður sögusagnir um möguleg félagsskipti.
  • Wayne Rooney verður amk 4 vikur frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í dag. Þetta myndi valda manni meiri kvíða ef við hefðum ekki Van Persie, Chicharito og Welbeck í staðinn.
  • David de Gea verður að styrkja sig meira til að koma í veg fyrir annað eins klúður þegar Fulham minnkaði muninn.
  • Jonny Evans var á bekknum í dag og vonandi stutt í að hann komi til baka í byrjunarliðið.
Efnisorð: Fulham Leikskýrslur 1
Enska úrvalsdeildin

Byrjunarliðið gegn Fulham

Sigurjón skrifaði þann 25. ágúst, 2012 | Engin ummæli

De Gea

Rafael Carrick Vidic Evra

Cleverley Anderson

Valencia Kagawa Young

Van Persie

Jáhá, heilar fimm breytingar frá leiknum gegn Everton. Rafael kemur inn í hægri bakvörðinn, Valencia settur í sína venjulegu stöðu á kostnað Nani sem var ekki upp á sitt besta s.l. mánudag. Young kemur inn fyrir Welbeck og síðan sjáum herra Robin van Persie í byrjunarliðinu, og það á kostnað Rooney. Það kemur mér aðeins á óvart, ég bjóst við að Ferguson myndi byrja með þá báða í þessum leik, en gamli er greinilega á annari skoðun. Anderson kemur svo inn fyrir Scholes í djúpa miðjumanninn. Þrátt fyrir töluverðar breytingar sjáum við sama kerfi og gegn Everton, ég veit að þetta er það sem koma skal, en einhverja hluta vegna verð ég hissa þegar ég sé Man Utd ekki spila einhverja útgáfu af 4-4-2.

Ekki það að mér hafi litist eitthvað illa á uppstillinguna gegn Everton, en ég verð að segja að þessi uppstilling virka betur á mig, þá sérstaklega að sjá Young og Valencia á köntunum, í stað Nani og Welbeck.

Efnisorð: Fulham Liðsuppstilling 0
Enska úrvalsdeildin

Manchester United vs. Fulham

Magnús Þór skrifaði þann 23. ágúst, 2012 | 3 ummæli

Á laugardaginn 25.ágúst leika United menn fyrsta heimaleik tímabilsins. Menn verða staðráðnir í því að sýna betri spilamennsku en á móti Everton. Búast má við því að Robin van Persie byrja sinn fyrsta heimaleik fyrir okkur, ekki veitir okkur af smá biti í sóknarleikinn. Vörnin verður líklega óbreytt frá því gegn Everton nema að Rafael fari í bakvörðinn og Valencia á hægri kantinn.

Fulham byrjaði tímabilið með stæl þegar rótburstuðu Norwich 5-0, þar sem Mladen Petric skoraði tvö og Damien Duff, Alexander Kacaniklic og Steve Sidwell gerðu eitt mark hver. Þessi úrslit er þó kannski ekki alveg lýsandi þar sem Norwich er eitt af slappari liðum deildarinnar og flestir búast við því að þeir falli í vor. En alls ekki vanmeta Fulham. Það er ekki ólíklegt að Martin Jol ,muni tefla fram óbreyttu liði gegn okkur á laugardaginn.

Fulham hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum liðanna á Old Trafford í úrvalsdeildinni, liðin hafa mæst 23.sinnum og hafa okkar menn unnið 20, Fulham 2 og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.

Þeir leikmenn sem  geta reynst okkur erfiðir í þessum leik eru Mladen Petric,  Brede Hangeland og Moussa Dembele.

Vona innilega að okkar menn bregðist almennilega við tapinu gegn Everton og taki 3 stig.

Leikurinn hefst kl. 14.00

Efnisorð: Fulham Upphitun 3
Leikmenn Slúður

Henríquez fær atvinnuleyfi og slúður

Björn Friðgeir skrifaði þann 22. ágúst, 2012 | Engin ummæli

Ángelo Henríquez er genginn í raðir Man Utd.

United hefur staðfest að Ángelo Henríquez er kominn með atvinnuleyfi og mun ganga til liðs við United eftir að leika sinn síðasta leik með Universidad de Chile í dag.

Henríques er 18 ára sóknarmaður sem United hefur haft forkaupsrétt á i 3 ár og hefur komið reglulega til æfinga í Manchester. Hann hefur síðasta árið slegið í gegn með La U eins og Universidad er kallað og verið lykilsóknarmaður þeirra síðasta ár sem hefur verið gjöfult. La U eru ‘Apertura’ meistarar þessa árs, en það er fyrri hluti sílensku deildarinnar. Nú er seinni hlutinn í gangi og eru La U næst efstir með leiki til góða. Einnig komust þeir í undanúrslit Copa Libertadores, suður-amerísku Meistaradeildarinnar í vor. Liðið þykir spila einhverja skemmtilegustu knattspyrnuna þar í álfu. Henríquez er búinn að skora 11 mörk í 17 deildarleikjum. Það er því ekki annað hægt að búast við öðru en góðu af pilti, en enn er óljóst hvort hann verður sendur í lán eitthvert. Það er ekki eins og við séum alveg á flæðiskeri staddir með framherja eins og stendur.

Slúður dagsins víkur hins vegar að miðjunni, Liverpool og United eiga að vera að berjast um Héctor Herrera frá Mexíkó, 22 ára prímus mótor á miðjunni hjá Mexíkó sem urðu Ólympíumeistarar nú um daginn. Gríðarlega óáreiðanlegar fréttir af twitter herma að David Gill hafi sett sig í samband við umba Herrera um daginn. Daily Mail heldur líka að við séum að skoða að taka Philippe Mexès að láni frá Milan. Það væri í sjálfu sér ekki vitlaust að fá haffsent til að púkka aðeins uppá þessa almeiddu vörn okkar.

Viðbót: Já og Danny Welbeck var rétt í þessu að skrifa undir fjögurra ára samning!

Efnisorð: Angelo Henriquez 0
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 419
  • Go to page 420
  • Go to page 421
  • Go to page 422
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Gummi um Newcastle á morgun
  • Arni um Newcastle á morgun
  • Ólafur Kristjánsson um Newcastle á morgun
  • Elis um Newcastle á morgun
  • Pinkerton um Newcastle á morgun

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress