• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Bikarleikur gegn Chelsea á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 31. mars, 2013 | 8 ummæli

Ath: Evrópa færði klukkuna í nótt og leikurinn á morgun er kl. 11:30!

Mér skilst að við séum með þokkalega forystu í deildinni, en á morgun skiptir það litlu máli.

Við förum til London og mætum Chelsea í aukaleik í átta liða úrslitum bikarsins eftir að hafa verið nokkuð heppnir að halda jöfnu gegn þeim í fyrri leiknum. Bæði lið verða eitthvað breytt eða þreytt eftir leiki gærdagsins. United fór eins og við vitum þokkalega auðveldlega í gegnum leik móti Sunderland en Chelsea tapaði fyrir Southampton á útivelli.

Benítez hvíldi eitthvað af leikmönnum, og þurfti svo að kasta þeim inn á til að reyna að vinna leikinn, en það virðist sem hann meti það meira að vinna bikara fyrir sjálfan sig en að koma Chelsea í Meistaradeildina. Við kvörtum ekkert ef hið síðarnefnda mistekst, en þurfum að sjá um að hið fyrra takist ekki, a.m.k. hvað varðar enska bikarinn.

Byrjum á okkar liði. Það hlýtur að hafa verið áhyggjuefni eftir fyrri leikinn hversu auðveldlega Chelsea tókst með skiptingum að breyta þeim leik í sér í hag. Carrick og Cleverley á miðjunni eru einfaldlega ekki hörðustu miðjumenn sem vitað er um. Og þess vegna ætla ég að spá einni breytingu frá liðinu í fyrri leiknum, og segja að Phil Jones spili þennan leik ef hann er heill.

De Gea

Rafael Ferdinand Evans Evra

Nani Carrick Jones Kagawa

Rooney Hernandez

Þarna er ég að vona að það sé allt í lagi með Rafael, og miðað við hvernig Kagawa er að spila þá er hann líklegri en Welbeck. Þetta telja heilar 7 breytingar frá leiknum í gær og sýnir sem fyrr breiddina í hópnum

Af Chelsea liðinu sem byrjaði gegn okkur voru Luiz, Cole, Ramirez og Ba á bekknum í gær. Hazard líka og miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik gegn okkur er hann klárlega að fara að byrja. Hann var svo sá eini af þessum fimm sem kom inn á. Búumst því við a.m.k. fjórum breytingum hjá Chelsea, ekki svo viss að Ramirez sé að fara að byrja.

Þetta ætti að gefa okkur forskot, en ég er hræddur fyrir þennan leik. Þegar kemur að síðustu mánuðum leiktíðarinnar koma stóru leikirnir… og ef við vinnum næstu þrjá leiki gæti þetta orðið eitt besta tímabilið okkar. En þriðji leikurinn verður þá og því aðeins alvöru að við vinnum á morgun. Og það er sama hvað okkur hefur gengið vel í vetur, það er alltaf smá púki á öxlinni sem er að reyna að segja mér hvað þetta sé allt ósannfærandi. Eigum við ekki bara að spá að þetta ráðist í vítakeppni?

p.s. Chelsea var fjórum stigum á eftir okkur þegar Di Matteo var rekinn. Núna er munurinn 22 stig. Ef þú getur hugsað um þetta án þess að hlæja þá ertu líklega Chelsea stuðningsmaður. Gaman að sjá þig!

Efnisorð: Chelsea Rafa Benítez Upphitun 8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Sveinbjorn says

    31. mars, 2013 at 11:21

    Gaman ad fa upphitun daginn eftir leikskyrslu :)
    Annars held eg ad thetta verdi erfidur leikur thar sem vid skorum ekki sigurmarkid fyrr enn i Fergie time.

    0
  2. 2

    Magnús Þór says

    31. mars, 2013 at 16:49

    Mér líst vel á þetta byrjunarlið en grunar þó að Rafael verði ekki með.

    0
  3. 3

    Egill Guðjohnsen says

    31. mars, 2013 at 17:45

    Rafael er með groin injury þannig það er alveg útilokað að hann spili og Giggs og Welbeck koma inn fyrir Kagawa og Jones. Annars verður þetta ansi erfiður leikur en þetta verður líka erfiður leikur fyrir chelsea og þetta verður mjög jafn leikur en ég held að við rétt náðum að taka þetta þar sem Nani setur sigurmarkið!! Hann er must að spila á mrg!

    0
  4. 4

    DMS says

    31. mars, 2013 at 23:49

    Held við getum bókað að Rooney, Giggs, Ferdinand, Nani og Hernandez byrji þennan leik á morgun. Legg ekki í að reyna að spá um restina.

    Þessi staðreynd með stigafjöldann Di Matteo er ansi sláandi. Mér þætti alls ekkert leiðinlegt að sjá Rafael Benitez niðurlútan í lok leiks á morgun, sá maður fer í mínar fínustu.

    0
  5. 5

    Runólfur says

    1. apríl, 2013 at 03:02

    Þessi meiðsli hjá Rafael hafa eitthvað sett úr skorðum hjá gamla manninum, hvort hann noti Smalling í RB eða jafnvel Valencia veit ég ekki. En mig grunar að það séu einungis tveir leikmenn sem byrjuðu gegn Sunderland sem byrja gegn Chelsea : Carrick og De Gea.
    Mín spá á byrjunarlið : De Gea. Valencia – Rio – Evans – Evra (C). Carrick – Giggs. Nani – Rooney – Welbeck. Hernandez.

    0
  6. 6

    Runólfur says

    1. apríl, 2013 at 03:04

    * 3 leikmenn frá Sunderland leiknum – Valencia líka.
    (Hvaða rugl er það að geta ekki edit-að það sem maður skrifar hérna? – Þá gæti maður alltaf eytt lélegum spám um byrjunarlið).

    0
  7. 7

    Björn Friðgeir says

    1. apríl, 2013 at 08:07

    Þetta er allt að koma hjá kónginum
    http://www.101greatgoals.com/gvideos/bebe-rio-ave-brilliantly-nutmegs-two-benfica-players-on-a-50-yard-gallop-but-misses/
    #teambebé

    0
  8. 8

    diddiutd says

    1. apríl, 2013 at 10:45

    Rooney ekki í hóp.!

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress