• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 1:0 Real Sociedad

Magnús Þór skrifaði þann 23. október, 2013 | 13 ummæli

Það var gaman að sjá Own Goal mæta hressan til leiks í kvöld. Hann skoraði ófá mörkin fyrir okkur um árið.

Þessi sigur var sanngjarn, vægast sagt. Liðið spilaði mjög vel og ekki síst vörnin. Evans og Jones voru alveg með þetta og spurningin er hvenær en ekki hvort þeir muni verða miðvarðarpar númer eitt. Sociedad áttu engin alvöru færi, mestallt voru skottilraunir utan af velli sem besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar átti ekki í vandræðum með.

Manchester United

Shinji Kagawa fékk loks tækifæri undir lok leiksins að spila sína stöðu í holunni eftir að Rooney var færður í senterinn, fram að því lék hann á vinstri kantinum. Með smá leikæfingu getur hann orðið stórhættulegur.

Það er svolítið ósanngjarnt að vinna leikinn bara 1:0 og tæknilegt skora engin mörk sjálfir en markvörður gestanna var í stuði eins og vill oft gerast gegn Manchester United.

Ryan Giggs spilaði allan leikinn á miðjunni með Carrick og hljóp manna mest eða um 11,5 km og var með 85% sendingahlutfall og velski seiðkarlinn heldur áfram að koma á óvart korter í fertugt.

Maður leiksins

Að mínu mati er Wayne Rooney maður leiksins.waynerooneycelebsecondvlever20130917_576x324

Efnisorð: Leikskýrslur Real Sociedad 13

Reader Interactions

Comments

  1. SO says

    23. október, 2013 at 18:22

    Guð hjálpi okkur…..Giggs !

  2. JJ says

    23. október, 2013 at 21:22

    Þú skrifaðir Guð tvisvar… :)

  3. Pétur says

    23. október, 2013 at 21:26

    Evans/Jones miðvarðarparið getur gert stóra hluti fyrir okkur!

  4. Runólfur says

    23. október, 2013 at 21:29

    Fjórði flotti leikurinn í röð. Loksins slepptum við einstaklingsmistökum í vörninni og voila. Það eina sem vantar núna er að við förum að nýta öll þessi færi.
    Ps. Hvað finnst mönnum um skotleyfið sem Wayne Rooney er kominn með ?

  5. Garfield says

    23. október, 2013 at 22:02

    Fannst kagawa flottur þær mínútur sem ég sá, vona að hann fari nú að spila meira andskotinn hafi það.

  6. Stefán says

    23. október, 2013 at 23:22

    Giggs var bestur

  7. Heimir says

    24. október, 2013 at 03:20

    Fannst Kagawa bestur, tengdi vel við alla og var óheppinn að setja ekki 2 jafnvel 3 og ég verð bara að segja að sóknin lýtur töluvert betur út með hann þarna inná, hann gæti verið okkar Özil eins og hann er fyrir Nallara…. hefði viljað sjá Januzai koma inn fyrir Giggs… hann er jú legend en að 39 ára fái 90 mín á kostnað manna eins og Young, Nani, Januzai bara til að taka dæmi það á að gefa mönnum sem eiga að taka við keflinu mínótur. Ekkert slæmt við Giggs að segja hann var frábær í þessum leik EN samt, þurfum ekki að horfa lengra til baka en þegar Scholes hættir þá sitjum við uppi með ekkert í höndunum því þeir „ungu“ fá ekki séns. Halda uppi hugmyndum Busby.

  8. Theodór says

    24. október, 2013 at 07:31

    Fannst Kagawa bestur okkar manna í þessum leik, Rooney og Valencia koma þar fljótt á eftir. Kagawa er að sýna það að hann er þessi skapandi miðjumaður sem okkur er búið að vanta lengi, hann þarf bara að fá að spila meira.

  9. Snorkur says

    24. október, 2013 at 11:54

    Kagawa eða Rooney MOTM .. ekki auðvelt að gera upp á mill þeirra í þessum leik
    Fínn sigur og kannski það sem skiptir mestu máli nokkuð góð spilamennska :)

    Fellaini fékk verðskuldaða hvíld meistari Kagawa loksins í liðinu og sýndi að mínu mati að hann á að vera þar

    svo er það Giggs … legend en orðinn rosalega gamall … hann á 2-3 gullkorn í hverjum leik og þá brosir maður út að eyrum yfir því að hann geti „þetta“ enn þá :) og gleymir því að restin af leiknum erum við eins og einum færri sökum skorts á hraða hjá kallinum :P

  10. Dolli says

    24. október, 2013 at 12:47

    Jú,jú fínn sigur, en ef ekki hefði orðið þetta sjálfsmark, hefði þá orðið einn jafnteflisleikurinn enn á heima velli? Utd átti þennan leik frá A-Ö, og eins og Rooney lét hafa eftir sér átti hann að vinnast með 5 marka mun. En afhverju gerðist það ekki? Það vantar nefnilega að reka endahnútinn á allar þessar sóknir, það er ekki nóg að sækja og sækja, það þarf að koma e.h. út úr því, maður skilur bara ekki hvernig þeir gátu ekki skorað mark-mörk miðað við öll færin. Að vísu varði markmaður mótherjana ótrúlega vel. En frábær leikur hjá okkar mönnum, og þá sérstaklega fyrri hálfleikur.

  11. Friðrik says

    24. október, 2013 at 15:16

    @ Snorkur:
    Er ekki að sjá hvernig skortur á hraða hjá Giggs lætur okkur lýta út fyrir að vera einum færri.

  12. s says

    24. október, 2013 at 18:58

    Snorkur skrifaði:

    Kagawa eða Rooney MOTM .. ekki auðvelt að gera upp á mill þeirra í þessum leik
    Fínn sigur og kannski það sem skiptir mestu máli nokkuð góð spilamennska :)
    Fellaini fékk verðskuldaða hvíld meistari Kagawa loksins í liðinu og sýndi að mínu mati að hann á að vera þar
    svo er það Giggs … legend en orðinn rosalega gamall … hann á 2-3 gullkorn í hverjum leik og þá brosir maður út að eyrum yfir því að hann geti “þetta” enn þá :) og gleymir því að restin af leiknum erum við eins og einum færri sökum skorts á hraða hjá kallinum :P

    Ég er alls ekki sammála þér. Giggs er ekki enn farinn að „bitna“ á Manchester.

  13. N.S says

    24. október, 2013 at 22:52

    http://www.101greatgoals.com/gvideos/1-1-nick-powell-wigan-25-yard-bottom-corner-golazo-v-rubin-kazan/ – fínt mark hjá Powell.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress