• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Tottenham kemur í heimsókn

Sigurjón skrifaði þann 31. desember, 2013 | 3 ummæli

Manchester United - Tottenham HotspurManchester United byrjar árið 2014 á gíðarlega mikilvægum leik gegn Tottenham á Old Trafford. Okkar menn hafa verið á ágætis skriði undanfarið, unnið fjóra leiki í röð, leikir sem menn hafa nú á undanförnum árum ætlast til þess að United vinni. Morgundagurinn er því gott tækifæri fyrir okkar menn að sýna toppliðunum að þeir ætli sér ekki að gefa tommu eftir, nú og svo væri það líka bónus að ýta Tottenham 3 stigum aftur fyrir sig, en þeir eru með 34 stig eins og United.

Tottenham liðið er mjög sterkt á pappír og vildi ég meina fyrir tímabilið að það væri í raun sterkara en United hópurinn (aftur, á pappír). Það hefur hinsvegar ekki staðið undir væntingum í vetur og kostaði það á endanum André Villas-Boas starfið sem þjálfari liðsins. Tim Sherwood hefur nú stýrt liðinu í þremur leikjum og eru strax ákveðin batamerki á leik liðsins, sérstaklega hafa leikmenn eins og Eriksen, Soldado og Adebayor fengið aukinn kraft við brotthvarf Boas.

Sjálfstraust beggja liða er því á uppleið og má búast við skemmtilegum leik á Old Trafford á morgun. Það er spurning hvernig Moyes stillir upp liðinu. Það hefur auðvitað verið mikið álag undanfarið en þar sem leikurinn er á morgun er líklega sá mikilvægasti í jólatörninni má búast við að sjá svipað lið og það sem hefur verið að standa sig vel undanfarið. Rooney verður mættur aftur í holuna, Januzaj hvíldi gegn Norwich þannig að ég býst við honum aftur í byrjunarliðið, spurning er svo hvort Valencia komi inn í hægri bakvörðinn eða hvort Smalling verði þar áfram eftir að vörnin hélt hélt hreinu í síðasta leik. Kannski sjáum við svo Van Persie á bekknum? Hver veit, þetta er allt saman frekar óljóst þannig að ég ætla að skjóta bara eitthvað út í bláinn:

De Gea

Smalling Vidic Evans Evra

Carrick Cleverley

Januzaj Rooney Young

Welbeck

Veðbankar setja 55% líkur á sigri United þannig að þetta verður hörku leikur, engin spurning. Ég ætla að spá 2-1 sigri hjá okkar mönnum, Rooney og Welbeck setja’nn.

Fyrst skulum við þó njóta áramótanna. Gangið hægt um gleðinnar dyr og sjáumst hress seinnipartinn á morgun. Gleðilegt nýtt ár!

Efnisorð: Tottenham Hotspur Upphitun 3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Gunnþór Sig says

    31. desember, 2013 at 14:47

    Takk fyrir mjög góða síðu,Gleðilegt ár og tökum svo 3 stig á morgun,Áfram Man Utd :)

    0
  2. 2

    Elías Kristjánsson says

    31. desember, 2013 at 15:48

    Já sömuleiðis takk fyrir þessa frábæru síðu. Pislarnir um liði á morgun og leikinn hafa gefið manni mikið auk þess sem pislarnir um leikinn að honum afstöðnum hefur lika verið mjög góður. Takk fyrir árið og gleðilegt ManUtd árið 2014.

    0
  3. 3

    Gunnar says

    31. desember, 2013 at 15:55

    Þakka sömuleiðis fyrir gott ár, frábært að lesa pistlana hér bæði fyrir og eftir leik. Hef reyndar gefist upp á að lesa kommentin á þessu ári en vonandi verða menn bjartsýnni á nýju ári

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress