Þá er komið á hreint hvaða 11 leikmenn Ole Gunnar Solskjær hefur valið fyrir kvöldið. Mikil umræða fyrir leik var um það hvernig honum tækist að koma bæði Bruno og Pogba inn í liðið. Hann hefur þó valið að halda sig við Fred-Bruno-McTominay fyrir þennan leik. Þá er gaman að sjá að Rashford er kominn inn í liðið á nýjan leik en hann hefur verið iðinn við markaskorun gegn „heimamönnum“ í síðustu viðureignum.
Tottenham Hotspur
Djöflavarpið 59.þáttur – Er kortér í krísu hjá United?
Maggi, Halldór Björn, Runólfur og Friðrik settust niður og fóru yfir drættina í Meistaradeild Evrópu og Carabao bikarnum. Tottenham leikurinn hjá karla liðinu var einnig til umræðu sem og leikur kvennaliðsins gegn Reading. Svo var farið yfir það sem helst var að frétta í vikunni.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Tottenham heimsækir Old Trafford
Manchester United spilaði á föstudegi í fyrstu umferð, sunnudegi í annarri umferð og nú er komið að mánudagsleik í 3. umferðinni. Í næstu umferð verður svo aftur sunnudagsleikur og það er ekki fyrr en í fimmtu umferðinni sem United klárar safnið og fær loks laugardagsleik.
En þessi leikur verður eins og áður segir á mánudegi, hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og dómarinn í leiknum verður Craig Pawson.
Djöflavarpið 52.þáttur – Romelu Lukaku vs Robin van Persie
Maggi, Bjössi og Halldór settust niður og fóru yfir leikina gegn West Brom, Bournemouth og undanúrslit bikarsins gegn Tottenham . Einnig svöruðum við spurningum frá ykkur.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Tottenham Hotspur 2:0 Manchester United
Enn og aftur brennir maður sig á því að vera spenntur fyrir byrjunarliði fyrir leik en Tottenham voru ekki lengi að kippa manni niður á jörðina. Eftir að hafa haldið hreinu í sex leikjum í röð þá tók það Tottenham aðeins 11 sekúndur að koma knettinum í netið. Tottenham virtust njóta þess að spila fyrir framan flesta áhorfendur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á meðan leikmenn Manchester United virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara.