Undir venjulegum kringumstæðum værum við þessa dagana helst í því að fylgjast með Manchester United taka þátt í einhverju æsispennandi æfingamóti í fjarlægum heimsálfum til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, sem væri rétt handan við hornið, inn á milli þess sem við þjösnuðumst á F5 takkanum í von um frekari tíðindi af leikmannamarkaðnum og tuðuðum yfir Ed Woodward.
Alexis Sanchez
Dýrlingarnir taka á móti djöflunum
Eftir þá rússíbanaferð sem sumarglugginn bauð okkur upp á þar sem United virtist vera á höttunum eftir öðrum hverjum leikmanni Evrópu og undirbúningstímabil með sex sigrum í jafnmörgum leikjum og markatöluna 12-3 voru jafnvel svartsýnustu stuðningsmenn United tilbúnir til að gefa Ole Gunnar Soskjær og liðinu svigrúm til að sýna hvað í því býr.
Leikarnir hófust á Old Trafford, sem kannski mun bera annað nafn í framtíðinni en það er saga fyrir annan dag, þar sem United tók á móti Chelsea í fyrsta stórleik tímabilsins. Þar mættust tvö áþekka lið sem bæði eru að ganga í gegnum ákveðið skeið breytinga með gamlar kempur við stjórnvölinn.
Arsenal 1-3 Manchester United
Ef þessi sami bikarleikur hefði verið settur á fyrir 6 vikum síðan þá hefði maður líklega upplifað miklu meira stress en spennu fyrir leik og sennilega óskað eftir því að skemmtanastigið í leiknum yrði við frostmark því þar lægju helst möguleikar Manchester United til að fá eitthvað út úr þessum leik. Ó, hve mikil breyting hefur orðið á ekki lengri tíma. Núna beið undirritaður óþreyjufullur alla vikuna eftir leiknum, hlakkaði mikið til að sjá hvernig liðið yrði og var verulega bjartsýnn bæði á að leikurinn gæti orðið skemmtilegur áhorfs og að það myndi einmitt þýða að Manchester United ætti góðan séns á að halda sigurgöngu sinni áfram. Enda gekk það líka eftir!
Djöflavarpið 67. þáttur – Manchester United á toppnum
Maggi, Halldór og Björn settust niður og ræddu leikina gegn City, Palace og Young Boys. Einnig ræddum við samningamál De Gea og stjórann okkar umdeilda.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Djöflavarpið 60.þáttur – „Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?“
Maggi, Halldór og Björn settust niður og fóru yfir sigurinn gegn Burnley. Einnig ræddum við um leikmenn sem eru við það að renna út á samning og að sjálfsögðu hann Paul Pogba. Svo viljum við endilega fá spurningar frá ykkur fyrir næsta þátt.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: