• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Fjármál Pistlar

Stuttlega um leikmannakaup

Björn Friðgeir skrifaði þann 29. ágúst, 2014 | 10 ummæli

Eftir að Manchester United hefur loksins sýnt að það eru peningar í handraðanum hafa skriðið úr skúmaskotum alls kyns sérfræðingar og lýst því hve eigendur United séu frábærir við félagið, nú eða að United sé að eyða um efni fram.

Það mætti rannsaka málið lengi og skrifa margar greinar og það hefur verið gert. En það er því sem næst nóg að líta á eina staðreynd. Við yfirtöku á félaginu var það umtalað að félaginu yrði sett leikmannaeyðslu þak sem næmi 25 milljónum punda á ári. Nema ef einstakur leikmaður kæmi fram mætti sum ár bæta 20 milljónum punda við þá upphæð. Viðbrögð Joel Glazer voru:

It is absolutely not true. We are there to provide the manager with what he needs to compete at the highest level and win at the highest level. You can’t have caps. Situations arise and things change.

Uppsöfnuð nettóleikmannakaup frá Glazeryfirtökunni, deilt á fjölda ára
Uppsöfnuð nettóleikmannakaup frá Glazeryfirtökunni, deilt á fjölda ára. 25 milljón punda ‘þakið’ grænt.

Meðfylgjandi mynd sýnir fjárfestingu United í leikmönnum frá því að Glazer fjölskyldan yfirtók félagið.

Það er ekki fyrr en í þessari viku að meðal ársfjárfesting í leikmönnum síðustu 10 árin fór yfir þetta þak sem Joel Glazer hafnaði svo gjörsamlega að væri til og taldi fráleitt að setja.

Það er því einfalt að líta svo á að við séum á nokkurs konar núllpunkti, Eftir áralanga vanrækslu er verið að efna, ekki loforðin frá 2005, heldur það sem var algerlega hafnað að væri loforð því það væri of takmarkandi þáttur.

Á þessum sama tíma hefur velta félagsins aukist úr 170 milljónum punda í 336 milljónir punda. Því sem næst tvöfaldast. Og þetta eru veltutölur fyrir síðasta ár. Fyrir Chevrolet samninginn. Fyrir adidas samninginn.

Það er ekki þar með sagt að 200 milljón punda fjárfesting sé eitthvað sem megi vænta á hverju ári. En allt undir fimmtíu milljónum, nettó, má líta á að sé innan upphaflega „nei það er alltof takmarkandi og er ekki til“ þaksins. Og svo mætti samt setja 40 milljón pund í ‘exceptional’ leikmann eins og það var orðað á sínum tima.

Og þá er ég ekki byrjaður að tala um tekjuaukninguna af nýju auglýsingasamningunum.

Við þetta má bæta að á tímabilinu 2005-20013 hafa Glazerarnir sogað um 700 milljónir punda út úr félaginu til þess að borga upp þau lán og annan kostnað við yfirtöku þeirra á félaginu á tímabilinu. Andy Green fjármálabloggari áætlar að árið 2016 hafi þeir tekið um 1 milljarð punda út úr félaginu eingöngu til þess að fjármagna og þjónusta lán, vexti og annan kostnað vegna eignarhalds Glazer-fjölskyldunnar á Manchester United. Þúsund milljónir punda.

Vinsamlegast nefnið því ekki oftar hvað Glazer fjölskyldan séu frábærir og örlátir eigendur.

Efnisorð: Glazers 10

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Gestur says

    29. ágúst, 2014 at 09:00

    Sælir. Held ekki með Man Utd og hef ekki sett mig algerlega inn í Glazer málin. Hafa hingað til hljómað eins og diet útgáfan af Hicks & Gillet. Hins vegar sýnir þessi tafla, ef hún er rétt, að þeir eru ekki alslæmir eigendur.

    tekið af síðu Daily Mail. sjá (http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2735780/Manchester-United-expensive-squad-assembled-Premier-League.html)

    BIG FIVE SQUAD TRANSFER FEES
    Manchester United £401.2m
    Manchester City £344.15m
    Chelsea £341.8m
    Liverpool £245.8m
    Arsenal £209.5m

    0
  2. 2

    Egill says

    29. ágúst, 2014 at 09:06

    heldur pistlahöfundur í alvörunni að Man Utd væri jafn verðmætt félag ef GLazer hefðu ekki tekið við? Þeir eiga stóran þátt í því að Man Utd er orðið stærsta og eitt tekjuhæsta félagslið í heiminum. Jú þeir hafa tekið pening úr félaginu til að borga hitt og þetta, en það eru líka peningar sem þeir hafa búið til hjá félaginu og á endanum mun þetta borga sig. Félagið mun verða skuldlaust einn daginn og það er verður engin smá innkoma í félagið þá, ef þeir vilja taka pening úr félaginu þegar það gerist þá er ekkert hætgt að segja við því þar sem þeir eiga félagið, svo lengi sem þeir láta félagið ekki gjalda þess.
    Þegar skuldirnar hverfa verður félagið orðið eins og Barcelona, Bayern og Real, sama hvað gerist þá verður alltaf til fjármagn sem getur komið okkur aftur á toppinn.
    Glazer eru ekki bestu eigendur í heimi, en þeir eru alls ekki eins slæmir og menn vilja meina, Þetta virðist vera einhver tískubylgja, að hata Glazer virðist vera orðið að einskonar skilyrði fyrir því að þú verðir stuðningsmaður félagsins.
    Hver segir svo að það hafi verið Glazer sem vildi ekki kaupa á sínum tíma? Af hverju gat það ekki alveg eins verið SAF eða David Gill?

    0
  3. 3

    Krummi says

    29. ágúst, 2014 at 10:12

    Fullkomlega sammála greinarhöfundi.
    Glazeranir eru alls ekki þeir einu sem hefðu getað aukið veltu félagsins.

    0
  4. 4

    Egill says

    29. ágúst, 2014 at 10:43

    Nei en þeir eru mennirnir sem gerðu það. Við hefðum getað endað eins og Liverpool með H&G en þess í stað erum við stærsta félag í heiminum og með langstærstu styrktarsamningana.
    Félagið er fjárfesting Glazers og það er þeirra hagur að Man Utd gangi vel.
    SAF talaði allraf vel um Glazer og ég fullyrði að hann hefði ekki látið bjóða sér hvað sem er.

    0
  5. 5

    Björn Friðgeir says

    29. ágúst, 2014 at 12:39

    Egill: Við *vorum* stærsta félagið með stærstu styrktarsamningana þegar Glazerar komu Og áttum yfirleitt leikmannakaupametin.
    Egill er sem sé sammála mottói Glazeranna: „Áðetta, máðetta’

    0
  6. 6

    Biggi says

    29. ágúst, 2014 at 13:38

    1 milljaður £ það er nú bara 20% af þeirri upphæð sem Jón Ásgeir tók út úr sínum fyrirtækjum og það var fyrir kreppu.. þannig að það mætti segja að þetta væri 10% ef reiknað er með 2007 gengi ;)

    skemmtilegt hvað fólk er alltaf á móti Glazer fjölskyldunni..? Persónulega bjó ég í Tampa Flórída árið 2001 og Glazer á auðvita Tampa Bay Buccaners og náðu að gera það úr engu að NFL meisturum ásamt öllu því sem þeir hafa gert fyrir samfélagi í Tampa. Get ekki betur séð en að ManUtd sé búið að vinna 5 eða 6 Englands meistartiltla, 1 eða 2 bikara og meistaradeildina 1 og vera 3 sinnum í úrslita leiknum á þessum tíma?

    Fínasta fólk, þetta Glazer fólk og leiðinlegt að sjá hva fólk er alltaf að taka allt úr samhengi

    0
  7. 7

    úlli says

    29. ágúst, 2014 at 13:49

    Er einhver með link á blaðamannafund Di Maria? Tjáir hann sig á ensku?

    0
  8. 8

    Björn Friðgeir says

    29. ágúst, 2014 at 17:06

    Biggi: Spurðu vini þína í Tampa hvernig Bucs gangi núna.

    0
  9. 9

    Biggi says

    31. ágúst, 2014 at 16:13

    Er mjög svo meðvitaður um hvernig NFL gengur fyrir sig og þar gerast hlutirnir allt öðruvísi fyrir sig, þar hefur t.d. verið eytt miklum peningum í bæði yngri og eldri leikmenn og það hefur lítið um þína litlu út úr snúnings grein að gera ;)

    0
  10. 10

    Björn Friðgeir says

    31. ágúst, 2014 at 20:06

    Það eru engir útúrsnúningar í greininni, bara staðreyndir.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress