• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

United heimsækir Burnley á Turf Moor

Magnús Þór skrifaði þann 29. ágúst, 2014 | 6 ummæli

Burnley - Manchester UnitedÞegar Manchester United heimsótti Burnley árið 2009 voru Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez nýfarnir frá félaginu en Antonio Valencia, Gabriel Obertan og Michael Owen voru fengnir í staðinn hóst*Glazer*hóst. Sá leikur endaði með 1-0 sigri heimamanna þar sem Michael Carrick t.d. brenndi af vítaspyrnu. Liðin tvö áttu síðan ólík tímabil þar sem United var í hörkubaráttu um Englandsmeistaratitilinn sem þeir misstu á endanum naumlega til Chelsea en Burnley var í fallbaráttu sem þeir töpuðu á endanum.

c mcKnattspyrnustjóri Burnley er hinn efnilegi Sean Dyche sem lék áður með liðum eins og Chesterfield, Millwall og Watford sem hann þjálfaði tímabilið 2011-2012. Í október 2012 var Dyche ráðinn til Burnley. Hann þykir hafa unnið mikið afrek með að hafa komið Burnley liðinu beint upp í Úrvalsdeildina enda ekki haft mikil fjárráð en virðist geta mótiverað menn vel.

article_6611c3f9d54ad8d6_1351619883_9j-4aaqsk

Fyrir þetta tímabil hafa Burnley fengið leikmennina Michael Kightly, Matthew Taylor, Marvin Sordell, Steven Reid, Lukas Jutkiewicz og Stephen Ward. Önnur kunnugleg nöfn eru t.d. Skotinn Ross Wallace og fyrrum leikmaður Manchester United Tom Heaton. Burnley töpuðu í 1.umferðinni á heimvelli gegn Chelsea 1-3 og í 2.umferð 1-0 á útivelli gegn Swansea.

o-manchester-united-new-kit-facebook

Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er augljóst að Louis van Gaal þarf tíma til að byggja liðið upp. Það hefur ekki hjálpað mikið að mikil meiðsli eru að hrjá hópinn og hefur van Gaal ekki getað stillt neinu sem líkist sterkasta liði og fyrir utan fyrsta leikinn þar sem Ander Herrera lék í 60 mínútur þá hefur enginn af nýju leikmönnunum getað leikið.

article-0-1F2843A100000578-864_634x619

Marcos Rojo er enn ekki kominn með leikheimild og verður ekki með á morgun. Luke Shaw og Ander Herrera eru meiddir og Marouane Fellaini, Jesse Lingaard, Michael Carrick og Chris Smalling einnig. Shinji Kagawa er sagður vera í Dortmund til að ganga frá endurkomu til Dortmund og Tom Cleverley er sagður vera í viðræðum við Aston Villa og Valencia. Juventus eru áhugasamir um framherjann Javier Hernandez.

Ég ætla að spá byrjunarliðinu á morgun svona ef van Gaal heldur sig við 3-4-1-2

1
De Gea
42
Blackett
6
Evans
4
Jones
18
Young
7
Di Maria
8
Mata
24
Fletcher
25
Valencia
10
Rooney
20
Van Persie

Annars myndi þetta vera áhugaverð uppstilling:

1
De Gea
42
Blackett
6
Evans
4
Jones
25
Valencia
10
Rooney
24
Fletcher
8
Mata
11
Januzaj
7
Di Maria
20
van Persie
Efnisorð: Burnley Upphitun 6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Magnús Valur Axelsson says

    29. ágúst, 2014 at 15:34

    Af hverju er Di Maria kominn með leikheimild en ekki Rojo? Báðir Argentínumenn og Rojo kom á undan

    0
  2. 2

    Magnús Þór says

    29. ágúst, 2014 at 15:37

    Magnús Valur Axelsson skrifaði:

    Af hverju er Di Maria kominn með leikheimild en ekki Rojo? Báðir Argentínumenn og Rojo kom á undan

    Di Maria er með ítalskt vegabréf.

    0
  3. 3

    Bjarni says

    29. ágúst, 2014 at 16:26

    Alveg sama hvaða liði hann stillir upp fram á við það er vörnin sem er spurningarmerki? Hún lekur þessa stundina og það sjá önnur lið. Fyrirfram er þetta sigur en einsog við höfum séð liðið spila þá er ekkert gefið í þessu. Vona bara að við fáum að sjá smá batamerki í leik okkar annars þarf ég að fara að pússa rykið af hauspokanum sem ég notaði milli ’80 og ’90.

    0
  4. 4

    DMS says

    29. ágúst, 2014 at 22:22

    Líst betur á seinni uppstillinguna.

    0
  5. 5

    Runólfur says

    30. ágúst, 2014 at 03:48

    Hversu langan tíma er þetta vegabréfa stúss venjulega að taka?
    Og af hverju er fyrst núna verið að „staðfesta“ að United hafi áhuga á Blind? Af hverju er maðurinn ekki löngu kominn í búning og út á völl? Erum búnir að vera í meiðsla basli síðan á Pre Season ferðalaginu í USA og hann getur leyst um það bil 100 stöður. Efast ekki um að hann hefði nýst í síðustu þremur leikjum.
    Annars átta ég mig engan veginn á því hvernig liðið verður – veit í rauninni ekki hverjir eru heilir og hverjir ekki. Gæti orðið ágætis púsluspil.

    0
  6. 6

    Folinn says

    30. ágúst, 2014 at 07:07

    @ Runólfur:

    Væntanlega var Blind bara varaplan og hann keyptur núna vegna þess að við fáum ekki Vidal?

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress