• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

United mætir City á Etihad-vellinum á sunnudag

Tryggvi Páll skrifaði þann 1. nóvember, 2014 | 3 ummæli

Jæja. Chelsea á sunnudaginn, City á morgun. Þetta er alvöru.

Eftir að hafa gjörsamlega átt þessa viðureign þegar City var ekki að spila í 2. deild hafa tímarnir aðeins breyst. Eins og allir vita hafa æðstu ráðamenn í Abu Dhabi dælt olíupeningum sínum eins og enginn væri morgundagurinn í þetta City-lið og afraksturinn er þokkalegur. Tvær titlar og einhverjir aðrir bikarar. City hefur líka átt þessa viðureign undanfarin ár. Þeir gjörsamlega snýttu  Manchester United liðinu hans David Moyes í báðum leikjum í fyrra. Unnu okkur eftirminnilega 6-1 um árið. Þeir eru auðvitað ríkjandi meistarar og við erum ennþá að ná áttum eftir að Sir Alex fór af svæðinu. Alexander Kolarov var greinilega með þetta í huga þegar hann lét eftirfarandi flakka í viðtali um daginn:

United has a great history but in the last five or six years, I think we have been superior to them

Alltaf skemmtilegt þegar menn láta eitthvað svona út úr sér og ég er nokkuð viss um að þetta hangi inn í búningsklefanum hjá United. Gallinn við þessa staðhæfingu er að hún stenst eiginlega ekki neina einustu skoðun. Þetta stenst kannski skoðun ef við horfum yfir síðustu 12 mánuði en síðustu 6 ár, ég veit það ekki. Ég ætla ekki að staldra lengi við þessi ummæli en bendi mönnum á að á þessu tímabili sem Kolarov talar um hefur United unnið fleiri titla en City hefur unnið leiki í Meistaradeildinni.

Patrice-Evra-Manchester-United-Champions-Leag_889432

Hvað um það, þetta City-lið er auðvitað ógnarsterkt og hefur verið að malla áfram í deildinni án þess að vera með einhverjar flugeldasýningar. Vélin hefur þó verið að hiksta. Þeir töpuðu gegn gríðarlega skemmtilegu West Ham liði um síðustu helgi og döpuðu svo fyrir varaliði Newcastle í vikunni í deildarbikarnum þar sem David Silva meiddist. Frábær leikmaður sem lætur liðið tikka. Yaya Touré er tæpur en spilar líklega.

City eyddi einhverjum milljörðum í nýjum miðvörð sem hefur ekki verið að finna sig við hliðiná Vincent Kompany. Sóknartækifærin eru auðvitað enda erum við líklega aldrei að fara að vinna þennan leik á einhverjum varnarleik. Samir Nasri kemur líklega inn fyrir Silva en það missa að mínu mati besta leikmann City verður mikil blóðtaka fyrir liðið. Yaya Touré hefur einnig verið skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili og virkar þreyttur af einhverjum ástæðum. Sóknartækifærin eru því til staðar, þetta verður samt erfitt. Alveg sama þó að City sé eitthvað aðeins hikstandi um þessar mundir munu leikmennirnir mæta dýrvitlausir í þennan leik.

Manchester City's Gareth Barry and Matija Nastasic react at the end of their Champions League Group D soccer match against Real Madrid at the Santiago Bernabeu stadium in Madrid

Hvað okkar menn varðar er þetta frekar einfalt. Rooney er kominn inn eftir bannið og var víst ekkert meiddur eins og talað var um fyrir leik. Falcao er ennþá meiddur. Evans og Jones eru ennþá meiddir. Það má því fastlega búast við að Louis van Gaal stilli upp svipuðu liði og gegn Chelsea nema hvað að Mata detti út og Rooney komi inn. Uppstillingin gegn Chelsea var í stórum dráttum að virka ágætlega og spurning hvort að Louis van Gaal geri breytingar til þess að koma Rooney betur inn í þetta, það kæmi mér ekki á óvart ef að demanturinn fengi að skína á nýjan leik. Ég ætla hinsvegar að tippa á að United skelli í fluid 4-2-3-1

1
De Gea
3
Shaw
12
Smalling
5
Rojo
2
Rafael
17
Blind
31
Fellaini
7
Di María
10
Rooney
11
Januzaj
20
Van Persie

Smalling stóð sig þokkalega gegn Chelsea og ætti að fá sénsinn áfram. Shaw var flottur gegn Chelsea og Rafael á þessa hægri bakvarðarstöðu enda afskaplega lítil samkeppni um hana. Blind og Fellaini lokuð gríðarlega vel á Matic og Fabregas um síðustu helgi og þeirra hlutverk verður að loka á Toure og Nasri. Fram á við þurfa svo Di María og Januzaj að standa sig vel til þess að mata Rooney og Robin van Persie. Það verður gaman að sjá hvernig Rooney kemur inn í þetta. Svolítið síðan hann spilaði leik en hann stóð sig vel með Englendingum í landsleikjunum sem hann spilaði meðan hann var í banni. Robin van Persie hefur réttilega fengið á sig talsverða gagnrýni, hann hefur ekki spilað vel undanfarið en hann átti sinn besta leik gegn Chelsea um síðustu helgi. Hann var virkur í spilinu og skoraði auðvitað þetta jöfnunarmark.

Van Persie fagnar gegn Chelsea

Hlutirnir eru hægt og rólega að fikra sig upp á við eftir öldudalinn mikla sem Moyes og co skildu eftir sig. Við þurfum þó að fara að safna stigum ef þetta tímabil á að enda vel og það er hvergi betra en að byrja almennilega á því á útivelli gegn City. Þrjú stig á diskinn minn gegn óstyrku City-liði.

Þetta verður hörkuleikur og ég spái mörkum. Varnarlínur beggja liða hafa staðið sig betur á ferlinum og það verður pláss fyrir sóknarleik hjá báðum liðum. Það hentar okkur vel enda sóknarleikur okkar umtalsvert betri en varnarleikurinn.

Veislan hefst klukkan 13.30 á morgun.

Efnisorð: Manchester City Upphitun 3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    1. nóvember, 2014 at 20:14

    Í byrjun tímabilsins bjóst ég ekki við að segja þetta, en vona að Fellaini verði í byrjunarliðinu

    0
  2. 2

    Hjörtur says

    1. nóvember, 2014 at 21:17

    Þessi leikur verður að vinnast, annað kemur bara ekki til greina, svo við fjarlægjumst efstu liðin ekki of mikið. Og svo verðum við að koma okkur upp fyrir blessaða púllarana, sem virðast vera í einhverju basli.

    0
  3. 3

    Betri Árangur says

    1. nóvember, 2014 at 21:51

    Það er allt að byrja að falla með okkur núna :)
    0-2 EASY :)

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress