• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Hull(umhæ) á morgun (vonandi)!

Sigurjón skrifaði þann 28. nóvember, 2014 | 8 ummæli

Manchester United - Hull CityMaður hefur svifið hátt síðustu 6 daga eftir frækinn sigur á Arsenal. Á morgun er þó kominn tími til að koma niður á jörðina, stilla miðið og afgreiða Hull sem kemur í heimsókn á Old Trafford. United hefur sigrað Hull í síðustu 6 leikjum sem liðin hafa spilað og skorað 3 mörk eða meira í síðustu 4 leikjum. Þetta ætti því að vera algjör skyldusigur en við þekkjum þó okkar menn, stundum vilja svona leikir vefjast fyrir þeim. United eru þó á góðu róli á Old Trafford, hafa ekki tapað þar síðan í fyrsta leik tímabilsins gegn Swansea á meðan Hull hafa tapað 3 leikjum í röð í deildinni. Vinni United á morgun verður það í fyrsta skipti í heilt ár sem liðið vinnur 3 leiki í röð (what?)!

Meiðslalistinn er ennþá langur, nýjasta viðbótin þar er Luke Shaw sem snéri sig illa á ökkla gegn Arsenal og talað er um að hann væri ekki klár aftur fyrr en á nýju ári. Það er spurning hvernig Van Gaal leysir þau mál, ætli hann haldi ekki í 3 manna vörnina fyrst enginn bakvörður er á lausu. Aftur á móti eru góðu fréttirnar þær að Falcao er farinn að æfa aftur og stutt er í að Evans og Herrera mæti aftur í liðið en þeir félagar spiluðu með U21 í vikunni. Efast þó um að við sjáum þá í eldlínunni á morgun.

Ég ætla að setja inn byrjunarliðið eins og ég vill sjá það, frekar en að spá fyrir um hvernig Van Gaal ætlar að stilla þessu upp:

1
De Gea
42
Blackett
12
Smalling
33
McNair
25
Valencia
16
Carrick
7
Di María
11
Januzaj
8
Mata
10
Rooney
49
Wilson

Ég held að það sé enginn séns á því að liðið verði svona. Ég hef meiri trú á því að við sjáum svipað lið og gegn Arsenal,  sömu 3 manna vörn, Valencia haldi sinni stöðu sem hægri vængmaður og Young komi inn á vinstri í fjarveru Shaw. Svo er spurning hvort Van Persie verði loksins settur á bekkinn eða hvort hann fái enn einn séns á því að starta markavélinni.

Sjáum til, sama hvernig liðinu verður stillt upp þá bið ég bara um 3 stig á morgun. Það væri hræðilegt að sjá stigunum þremur sem sótt voru til London í síðustu viku sóað!

Efnisorð: Hull City Upphitun 8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni Ellertsson says

    28. nóvember, 2014 at 10:21

    Sammála þér, enga leið hægt að giska á hverjir muni spila þennan leik, það er jú ein til tvær æfingar eftir fyrir leik en líklega sleppa menn við meiðsli ef Jones er ekki byrjaður að æfa. Hef trú á að Hull muni liggja til baka, þeir hafa jú tapað sæiðustu leikjum og vilja ekki opna sig um of á útivelli. Þetta gæti orðið týpískt basl leikur eða við innbyrðum öruggan sigur. Hallast samt að baslinu því við erum jú í basli, lið sem spilar ekki leik eftir leik með sama mannskap, endalausar breytingar, munu ávallt verða í basli sem lið en þetta er þó á uppleið hjá okkur. Vonandi fáum við að sjá Wilson fá tækifæri.

    0
  2. 2

    Björn Friðgeir says

    28. nóvember, 2014 at 12:34

    Þetta er svakalega mikilvægur leikur á morgun. Ef við vinnum sannfærandi, sem við eigum að geta gert, þá er Stoke næst með fleiri mönnum heilum og síðan taka við Southampton og Liverpool.

    Það er ekkert mikið að vonast eftir að vinna alla þessa leiki. Þá getum við virkilega verið bjartsýn með jólavertíðina og nýja árið.

    En fyrst þarf að taka þennan leik á morgun og snýta Húll.

    0
  3. 3

    Björn Friðgeir says

    28. nóvember, 2014 at 12:43

    Van Gaal var að ljúka fréttamannafundinum og sagði að bæði Falcao og Marcos Rojo komi til greina í liðið á morgun!

    0
  4. 4

    Skúli Páls says

    28. nóvember, 2014 at 16:58

    Þetta gæti verið milestone leikurinn sem snýr tímabilinu okkur í hag. Tap eða jafntefli brýtur niður síðustu tvo leiki. En sigur er RUN. Og það vantar okkur, og gerir okkur klára fyrir jólatörnina sem við vorum svo sterkir í undir Fergie. Kanski mikið mikilvægari úrslit en andstæðingurinn gefur til kynna.

    0
  5. 5

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    28. nóvember, 2014 at 17:53

    Ég myndi vilja sjá Fellaini áfram í byrjunarliðinu, finnst hann hafa verið ekkert smá traustur. Pælið í því hvað maðurinn er sterk persóna að hafa ekki brotnað endalaust niður miðað við skítin sem allir gáfu honum miðað við tímabilið í fyrra

    0
  6. 6

    Björn Friðgeir says

    29. nóvember, 2014 at 07:44

    Fellaini er alltaf að fara að spila þennan leik. Það er alltaf þannig þegar stjóri kemur til nýs liðs þá þarf hann ‘sinn mann’ inni á vellinum. Oftast er það einhver aðkeyptur, stundum er það gamli kóngurinn, stundum er það einhver sem stígur upp, fellur í kramið hjá nýja stjóranum og gerir allt sem hann er beðinn um.

    Sýnist Fellaini gæti orðið þessi maður fyrir Van Gaal. Og það sem magnaðra er, eiga það skilið.

    0
  7. 7

    Bósi says

    29. nóvember, 2014 at 10:16

    Eg ætla gera mitt besta i að hvetja okkar menn afram. 26 ara bið a enda i dag. Verð i southstand kl 15:00.
    Er mjog bjartsynn, hull eru bunir ad vera i nidurleid og eru ekki ad fara rifa sig i gang a Old Trafford. Ekki ef eg fae einhverju radid :)
    GLORY GLORY

    0
  8. 8

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    29. nóvember, 2014 at 11:02

    https://www.youtube.com/user/FullTimeDevils
    Þessir eru nokkuð skemmtilegir

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress