Skv heimildum Sky Italia hafa Manchester United og Torino komist að samkomulagi um kaupverð á ítalska landsliðsbakverðinum Matteo Darmian en það er talið vera um 13 milljónir punda. Darmian er 25 ára og getur leikið í hægri og vinstri bakverði ásamt því að vera frambærilegur kantmaður.
Leikmaðurinn kemur úr akademíu AC Milan en hann lék aðeins 4 leiki fyrir Milan. Árið 2010 fór hann til Palermo sem keypti 50% hlut í Darmian og lék hann þar í eitt tímabil þar sem hann kom aðeins við sögu í 11 leikjum.
2011 var förinni heitið til Torino á láni en liðið lék þá í Serie B. Það tímabil endaði með því að Torino komst aftur í efstu deild. Árið 2013 keypti liðið hlut Palermo í Darmian og varð hann því alfarið leikmaður Torino. Allt í allt hefur Darmian leikið 152 leiki fyrir Torino.
Matteo Darmian hefur leikið með öllum yngri landsliðum Ítalíu. Einnig á hann að baki 13 A-landsleiki fyrir þjóð sína, þar á meðal 3 leiki á HM í Brasilíu. Árið 2015 var hann valinn besti landsliðsmaður Ítalíu fyrir árið 2014.
Hér er samantekt yfir helstu afrek hans á síðasta tímabili:
https://www.youtube.com/watch?v=jzMUvP8fM6Q&feature=youtu.be
Eins og stendur er þetta enn á slúður stiginu en fréttirnar eru að koma úr ýmsum áreiðanlegum áttum. *Staðfest* ætti að koma í dag eða á morgun ef þetta er raunverulegt.
Hafsteinn says
Yes! Búinn að vilja fá þennan í eitt ár! Held hann verði hrikalega flottur hjá okkur! Þindarlaus, duglegur og traustur! Alvöru RB og getur leikið fleiri stöður líka!
panzer says
Þetta útskýrir áhugaleysið á Clyne (með fullri virðingu fyrir þeim ágætlega leikmanni).
Fyrir 13m þá eru þetta góð kaup! Krosslegg fingur þar til ég séð þetta staðfest.
Magnus says
Matteo Who????
panzer says
@Magnus hættu þessum efasemdum!.Matteo er það besta síðan skorið brauð kom fyrst á markað!
Öllu gríni slepptu er ljóst að þessi slúðurblöð vita ekkert hvað er í gangi hjá United.
Óskar Óskarsson says
lookar ágætlega á mann ! vonandi að það komi staðfest sem fyrst…eitthvað sem segir mér að þetta sé bara byrjunin á góðri viku hja Man utd, að við eigum eftir að sjá fleiri leikmannakaup i þessari viku
Audunn says
He can kick a ball with two feet, Valencia can´t
Bjarni Ellertsson says
Vonandi gengur þetta eftir, Leyfi mér að vona það. Minnir að ekki hafi margir Ítalir spilað með okkur í gegnum tíðina. Veitir ekki af samkeppni um allar stöður.
Steinar says
Að þessi maður sé að taka abate, Bonucci (þegar hann komst ekki í liðið fyrir barzagli og chiellini) og fleirum í hægri bak ítalíu sem hefur verið með betri varnarlínum heims síðustu ár er mjög gott merki. Verðið á honum er einnig ekki eitthvað sky high rugl eins og gengur og gerist í dag, auk þess er þetta framleiðslukerfi southampton komið úr fyrir öll skynsemismörk og þó að clyne sé flottur leikmaður þá þarf að gæta hófs í að strauja upp byrjunarliðið hjá sh. og halda að þeir brilleri allir.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Grein um Depay
http://www.theguardian.com/football/blog/2015/jul/08/manchester-united-memphis-depay-dream-chaser
panzer says
Ég hugsa að valið hafi aðallega staðið á milli Coleman og Darmian. Tveir kostir en annar þeirra miklu dýrari!
Kenwright vildi fráranlegan pening fyrir Baines á sínum tíma og hann var ekki að fara fram á minna fyrir Coleman.. lágmark 30m.
12.7m fyrir landsliðsmann Ítala er góður díll og hlýtur að vera ‘áhættunnar’ virði. Hann var í liði ársins í Seria A í fyrra (https://en.wikipedia.org/wiki/Serie_A_Team_of_the_Year#2013.E2.80.9314) og samkvæmt því sem maður hefur lesið er hann virkilega öflugur. Sá ekki neitt af Torino í sumar en það hlýtur að vera eitthvað spunnið í þennan strák.
Við skulum allavega gefa honum séns fyrst þó flestir hafi aldrei heyrt um hann fyrr en í vikunni. Fyrir mína parta vissi ég lítið um Evra eða Vidic þegar þeir voru keyptir á sínum tíma.
Kjartan says
Miðað við aldur og fyrri störf þá eru þetta ekki miklir peningar fyrir ítalskan landsliðsmann, en þó ber að hafa í huga að Dossena var líka í landsliðinu þegar úlpurnar keyptu hann :/
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Grein um Darmian
http://www1.skysports.com/football/news/11667/9905854/arda-turan-all-you-need-to-know-about-the-reported-manchester-united-and-liverpool-target
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Já, sé að hlekkurinn þarna er skráður eins og hann sé á grein um Turan, en þetta er hlekkur á grein hjá Sky um Darmian