Það voru varnarmenn sem röðuðu sér upp í þrjú efstu sætin í kosningu á leikmanni mánaðarins. Ekki skrýtið þar sem varnarleikur liðsins hefur verið töluvert betri en sóknarleikur liðsins það sem af er móti. Það var svo Chris ‘Mike’ Smalling sem stóð uppi sem sigurvegari í kosningunni og hefur því verðskuldað verið krýndur sem leikmaður ágústmánaðar að mati lesenda Rauðu djöflanna!
[poll id=“14″]
Þetta kemur ekki á óvart. Smalling hefur að öllum ólöstuðum verið besti leikmaður liðsins það sem af er móti og ein af aðalástæðunum fyrir því að United hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum liðsins í deildinni. Samkvæmt tölfræðisíðunni WhoScored er Smalling sá miðvörður (ásamt Ashley Williams) sem er með hæstu meðaleinkuninna í deildinni hingað til.
Fyrir þá sem vilja lesa meira um ágætt leikform Smalling á leiktíðinni fór sparkspekingurinn Jonathan Wilson ágætlega yfir það í nýrri grein á WhoScored.
Eiríkur says
Eina sem hefði getað toppað þennan mánuð hans er ef skalli hans á loka mínútunni á móti Newcastle hefði dottið stöngin inn en ekki út.