• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United tekur á móti Southampton

Magnús Þór skrifaði þann 18. ágúst, 2016 | 8 ummæli

Manchester United - SouthamptonÞá er loksins komið að fyrsta heimaleik Manchester United undir stjórn José Mourinho. United hefur spilað tvo mótsleiki hingað til og unnið þá báða. En það þýðir ekki samt að spilamennskan væri frábær í alla staði en það eru vissulega framfarir sem sjást með hverjum leik. Mourinho sagði það sjálfur að það muni taka smá tíma að venja leikmenn af hægu varfærnislegu spili sem einkenndi liðið á LvG árunum.

Paul Pogba sem öllum að óvörum var í leikbanni í fyrsta leik deildarinnar mun taka þátt í leiknum annað kvöld en Mourinho staðfesti það á blaðamannafundinum í dag. Hann sagði að Pogba myndi leika einhverjar mínútur en væri ekki tilbúinn fyrrir 90 mínútur ennþá. Hann ítrekaði einnig að fólk ætti ekki endilega að búast við einhverju frábæru frá honum strax. Ég amk hlakka gífurlega til að sjá hann aftur í United treyju eftir þessi ár sem hann hefur verið að brillera hjá Juventus og með franska landsliðinu að EM undanskildu.

Embed from Getty Images

Það kom einnig fram að Mourinho býst ekki við því að það verði drastískt breyting á skipulaginu þó að Pogba sé tilbúinn í slaginn en þó verði gerðar einhverjar minni breytingar. Ég býst fastlega við því að liðið og uppstillingin verði nokkurn veginn óbreytt frá leiknum gegn Bournemouth. Paul Pogba byrjar örugglega á bekknum og fær líklega einhverjar 25-30 mínútur á morgun. Chris Smalling veit ég ekki alveg með en hann gæti byrjað í stað Eric Bailly sem var tæpur vegna meiðsla fyrir síðasta leik þó að það hafi alls ekki sést enda valinn maður leiksins.

Liðinu spái ég einhvern veginn svona:

1
De Gea
23
Shaw
17
Blind
3
Bailly
25
Valencia
16
Carrick
21
Herrera
11
Martial
10
Rooney
8
Mata
9
Ibrahimovic

Southampton

Gestirnir frá Southampton misstu stjórann sinn Ronald Koeman fyrir þetta tímabil. Ekki nóg með það heldur hafa þeir misst þrjá mjög sterka leikmenn. Sem hluti af árlegum kaupum Liverpool á leikmanni frá Southampton var Sadio Mané seldur á rúmlega 30 milljónir punda. Graziano Pelle fór til Kína, pottþétt af knattspyrnulegum ástæðum en ekki fjárhagslegum. Miðjuakkerið Victor Vanyama var svo seldur til Tottenham.

Liðið hefur fengið inn Pierre-Emil Højbjerg á frjálsri sölu frá Bayern München. Nathan Redmond frá Norwich og Jérémy Pied frá Nice. Nýr þjálfari liðsins Claude Puel hefur áður þjálfað Monaco, Lille, Lyon og Nice en þetta er hans fyrsta starf fyrir utan Frakkland. Hann á að baki einn meistaratitil með Monaco sem þjálfari en fullt af titlum með liðinu sem leikmaður.

Embed from Getty Images

Southampton ætti að gera stillt upp nánast sínu sterkasta liði en aðeins Ryan Bertrand og Florin Gardos eru á meiðslalistanum.

Liðið byrjaði tímabilið á 1-1 jafntefli gegn Watford á heimavelli. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvaða Southampton lið við munum sjá annað kvöld og reyndar bara þetta tímabil.

Spáin

Ég spái 2:0 sigri annað kvöld. Zlatan Ibrahimovic mun pottþétt skora.

Efnisorð: Enska úrvalsdeildin Jose Mourinho Paul Pogba Southampton Upphitun 8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Runar P says

    18. ágúst, 2016 at 16:16

    Ég segi bara „Southampton Welcome to Zlatanhouse“

    0
  2. 2

    Audunn says

    18. ágúst, 2016 at 17:25

    Ég held að Southampton verði í bullandi vandræðum á þessu tímabili.
    Núverandi stjóri endist í mesta lagi fram að jólum, eftir að hann verður rekinn þá mun Giggs taka við dýrlingunum og bjarga þeim á ævintýrilegan hátt frá falli.
    Það gengur ekki til lengdar að selja frá sér bestu leikmennina.

    United vinnur nokkuð þægilegan 3-0 sigur þar sem Memphis kemur inná á 65 mín og skorar þriðja markið, Zlatan setur hin tvö. Annað með hælnum og hitt með skalla.

    0
  3. 3

    Runólfur Trausti says

    18. ágúst, 2016 at 17:38

    Erfitt að sjá Mourinho breyta liðinu eitthvað. Hann er jú hrifinn af því að spila með sama byrjunarliðið leik eftir leik.

    Eina breytingin sem ég tel að gæti átt sér stað er á hægri vængnum. Grunar að Fellaini verði inni svo lengi sem Pogba er ekki inni einfaldlega upp á hæð en Mourinho telur víst gífurlega mikilvægt að vera allavega með 5 hávaxna leikmenn inn á vellinum að hverju sinni.

    Annars er maður auðvitað bara bullandi bjartsýnn. Væri gaman að sjá liðið halda hreinu til tilbreytingar. 2-0 hljómar alls ekki illa en grunar að það verði þó frekar 2-1.

    Debut leikur hjá Zlatan á Old Trafford, það þýðir bara eitt! :)

    0
  4. 4

    Lúftpanzer says

    18. ágúst, 2016 at 17:39

    Ég er ánægður með bjartsýnina hérna að ofan en það er alveg ljóst að þetta verður erfiður leikur. Á pappírnum ættum við að hafa þetta en það er bara yfirleitt ekki þannig á móti Southampton.. síðust 3 heimaleikir okkar á móti Southampton hafa farið svona (jú ég veit, Moyes og LVG en samt):

    2014: 1 – 1 Jafntefli
    2015: 1 – 2 tap
    2016: 0 – 1 viðbjóðstap

    Ekkert myndi gleðja mig meira úr þessum leik en scrappy 1-0 sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma.

    Það verður fróðlegt að fylgjast með Pierre-Emil Højbjerg – gríðarlegt efni sem Liverpool kaupir væntanlega á næsta ári fyri 30m pund til að halda í hefðina :D

    0
  5. 5

    Pétur GGMU says

    18. ágúst, 2016 at 18:03

    3-0 sigur Pogba kemur inná á 60 og setur þriðja markið eftir að king Zlatan setur tvennu eina aukaspyrnu og skalli.

    0
  6. 6

    Pillinn says

    18. ágúst, 2016 at 20:20

    Verður spennandi leikur. Finnst menn einmitt mjög bjartsýnir og er það ágætt. Ég hins vegar er ekki eins bjartsýnn. Föstudagsleikir hafa ekki verið mjög góðir fyrir Utd og ég því miður spái þessum leik annaðhvort tap 1-2 eða jafntefli 1-1. Held að verði mjög mjótt á mununum.

    Southampton misstu sinn aðalþjálfara Pochettino 2014 ásamt því að selja alla bestu leikmennina sem voru það tímabil. Ég spáði þeim falli. Hafði töluvert rangt fyrir mér það árið.

    Koeman kom þá inn og gerði frábæra hluti. Held að þetta haldi bara áfram hjá þeim með nýjum þjálfara, sem ég reyndar þekki ekki neitt. Þrátt fyrir að Liverpool hafi verið þekktir fyrir að kaupa frá þeim megum við ekki gleyma að við keyptum aldeilis frábæran leikmann frá þeim og ef hann helst heill verður Shaw með bestu bakvörðum í deildinni. Liverpool fjárfesti líka vel að ég tel í Lallana og Mane núna. Clyne og Lovren gætu líka reynst þeim góð kaup. Þannig að Southampton á alltaf fleiri góða leikmenn virðist vera.

    Ég vonast samt auðvitað eftir góðum og öruggum sigri okkar manna 3:0 og Zlatan, Martial og Pogba með mörkin :)

    0
  7. 7

    Lúftpanzer says

    19. ágúst, 2016 at 13:14

    @Pillinn laukrétt hjá þér. Ég var ekkert að skjóta á gæði þeirra leikmanna enda flestir í toppklassa, það er í raun magnað hve marga gæðaleikmenn Southampton hefur selt/misst undanfarin ár, enda með frábæra akademíu.

    Mane, Luke Shaw, Gareth Bale, Oxlade-Chamberlain, Schneiderlin, Puncheon, Chambers, Walcott, Lallana og fleiri og fleiri..

    0
  8. 8

    Halldór Marteins (@halldorm) says

    19. ágúst, 2016 at 15:01

    Maður er orðinn rækilega peppaður fyrir þessum leik. Farinn að telja niður í byrjunarliðstilkynninguna, langt síðan maður hefur beðið svona spenntur eftir því að sjá hverjir byrja leikinn. Virkilega áhugaverðir valmöguleikar í boði. Mourinho hefur verið að hitta á góðar uppstillingar í síðustu 2 leikjum og ég treysti því að hann finni topplausn í kvöld líka.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress