• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Feyenoord mætir á Old Trafford

Magnús Þór skrifaði þann 23. nóvember, 2016 | Engin ummæli

Manchester United tekur á móti Feyenoord í leik sem verður að vinnast ætli liðið sér áframhaldandi þáttöku í Evrópudeildinni. Liðið hefur engan veginn verið sannfærandi í keppninni og tapið gegn Fenerbahce undirstrikaði það bara. United dettur út ef liðið tapar gegn Feyenoord og ef Fenerbahce sigrar Zorya.

el-stadan-eftir-4-umferdir

Eins og sést á töflunni þá eiga 4 stig að duga til áframhaldandi þáttöku en eingöngu ef 3 af þessum stigum koma gegn Feyenoord. Og til að hamra á því aftur þá er þetta leikur sem United þarf að vinna.

Manchester United

Embed from Getty Images

Manchester United er ósigrað í 13 Evrópuleikjum í röð á heimavelli. Það væri afskaplega vel þegið ef liðið myndi framlengja rununa í 14 leiki með sigri. José Mourinho hefur gefið það út Henrikh Mkhitaryan muni byrja leikinn og eru ófáir stuðningsmenn sáttir við það. Chris Smalling og Eric Bailly eru að sjálfsögðu enn frá vegna meiðsla og verða það í amk 2 vikur í viðbót. Stóra spurningin er hvort Michael Carrick verði látinn spila aftur en hann hefur verið að virka vel með Pogba og Herrera á þriggja manna miðju. Varnarlínan verður að öllum líkindum óbreytt frá síðustu leikjum og er stóra spurningin hvernig framlínan verður skipuð.

1
De Gea
36
Darmian
5
M. Rojo
4
Jones
25
Valencia
6
Pogba
16
Carrick
21
Herrera
11
Martial
9
Ibrahimovic
22
Mkhitaryan

Feyenoord

Embed from Getty Images

Feyenoord eru án sigurs í síðustu þremur útileikjum í Evrópukeppnum. Liðið er sem stendur á toppnum í hollensku deildinni eða Eredivisie. Í rauninni er Feyenoord að eiga flott tímabil hingað til. Ásamt því að vera á toppnum í deildinni þá er liðið í mjög góðum séns í þessari keppni og er einnig komið í 16 liða úrslit í hollenska KNVB-bikarnum. Á meiðslalistanum hjá Feyenoord eru markvörðurinn Kenneth Vermeer og miðverðirnir Sven van Beek og Terence Kongolo. Líklegt byrjunarlið:

25
B.Jones
18
Nelom
6
v.d. Heijden
33
Botteghin
2
Karsdorp
10
Vilhena
8
El Ahmadi
11
Elia
7
Kuyt
28
Toornstra
9
Jörgensen

Manchester United hefur verið að spila vel að undanförnu en leikmenn liðsins hafa ekki verið nógu duglegir að nýta færin sem liðið er sannarlega að skapa. Það væri frábært ef það myndi loks smella í þessum leik. Annars gæti þetta farið eins og þegar liðin mættust síðast.

Leikurinn hefst kl. 20:05

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress