• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Leicester á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 22. desember, 2017 | 2 ummæli

Annað kvöld, á versta hugsanlega tíma fyrir Íslendinga í jólaundirbúningi og sérstaklega þau sem hanga á Laugaveginum á Þorláksmessu fer United til Leicester og tekst á við Englandsmeistarana frá því fyrir ári.

Þetta er fyrsti leikurinn í seinni umferðinni, United vann Leicester nokkuð örugglega í ágúst en Leicester hefur bara staðið sig þokkalega síðan og er í áttunda sæti, aðeins sex stóru og Burnley á undan þeim. Þeir voru búnir að vinna fimm leiki í röð í deild þegar Crystal Palace skellti þeim illa um síðustu helgi, 3-0. Varaliðið þeirra náði svo jafntefli gegn City í Carabao bikarnum á þriðjudaginn en tapaði í vítakeppni.

Leicester er því síður en svo fyrirfram unnið og ef United stendur sig jafn illa og á miðvikudaginn þá verða vandræði.

Schmeichel
Chilwell
Morgan
Maguire
Simpson
Iborra
Ndidi
Albrighton
Okazaki
Mahrez
Vardy

Fyrir utan miðjumennina er þarna enn kjarninn af meistaraliðinu og Ndidi hefur verið góður í vetur. Demarai Grey gæti komið inn þarna fyrir Okazaki en Grey var nálægt því að fá bann fyrir leikaraskap gegn City en leikarnefndin var ekki sammála um að svo hefði verið og Grey slapp. Að öðru leyti er lið Leicester nokkuð stöðugt enda ekki breiður hópur. Matty James og Robert Huth eru báðir meiddir

Manchester United

Það kom fram í dag að Matteo Darmian og Daley Blind ferðuðust ekki með liðinu og hvað þann fyrrnefnda varðar var það fagnaðarefni eftir hörmulega frammistöðu gegn Bristol City. Einnig kom fram að Antonio Valencia væri meiddur og því vona flest að nú fái Axel Tuanzebe loksins tækifæri. Annars er alveg eins líklegt að Mourinho hendi í þriggja manna vörn nú eða seti Lindelöf í bakvörðinn.

1
De Gea
18
Young
4
Jones
12
Smalling
38
Tuanzebe
6
Pogba
31
Matić
11
Martial
14
Lingard
8
Mata
9
Lukaku

Rashford og Martial saman tilraunin verður ekki endurtekin en þetta er sterkt lið. Spurning samt hvort Mourinho hefur leikjaálagið framundan í huga og setur inn einn eða tvo til að rótera. Þó á pappír séu Burnley og Southampton heima og Everton úti ekki það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér flokkast þeir allir sem strembnir.

Leikurinn á morgun er kl 19:45 eða um það leyti sem jólatrésskreytingar eða Laugavegsrölt eiga hug og hjörtu þjóðarinnar og verður áhugavert að vita hvort þetta setur strik í áhorf hér heima!

 

 

Efnisorð: Upphitun 2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Auðunn says

    22. desember, 2017 at 23:27

    Verður mjög erfiður leikur og United þarf að stíga rækilega upp ætli þeir að taka 3 stig með sér til Manchester.
    Vona að Young verði hægra megin og Shaw vinstra megin.
    Shaw á skilið að vera áfram í liðinu enda búinn að vera með betri mönnum liðsins þegar hann hefur spilað.

    3
  2. 2

    Bjarni says

    23. desember, 2017 at 00:04

    Sammála með Shaw, hann sækir þó fram á við sem er plús. Er hræddur við vörnina okkar, þar eru misjafnir sauðir og oftar en ekki hefur de gea bjargað okkur fyrir horn eftir lélegan varnarleik. Býst fastlega við áframhaldandi spilamennsku því hún virðist þó skila okkur stigum en hraði sóknarmanna Leicester mun valda vörninni töluverðum vandræðum. 1-2 fyrir okkur er mín ósk svo ég geti haldið gleðileg jól.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress