• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Seinni leikurinn gegn Real Sociedad

Halldór Marteins skrifaði þann 24. febrúar, 2021 | Engin ummæli

Manchester United kom sér í mjög góða stöðu í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar með stórgóðum 4-0 útisigri á Real Sociedad í Tórínó í síðustu viku. Þetta spænska lið er alls ekki slakt lið svo það borgar sig ekki að mæta eins og trúðar í seinni leikinn en líkurnar eru vægast sagt okkar mönnum í hag fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Sá leikur verður annað kvöld og hefst klukkan 20:00.

Dómarinn í leiknum verður Lawrence Visser frá Belgíu.

Pælingar með byrjunarlið

Það bara hlýtur að vera freistandi fyrir Solskjær að nýta tækifærið í þessum leik til að rótera duglega á leikmönnum. Þetta er tækifærið til að hvíla nokkra lykilmenn og gefa leikmönnum sem þurfa mínútur og/eða sjálfstraust tækifæri til að fá það inn í systemið. Það má þó ekki fara offari í því, það væri hættulegur leikur að nálgast þennan leik eins og deildarbikarleik gegn Tranmere Rovers. Það eru alveg gæði í þessu Real Sociedad liði og algjör óþarfi að leyfa þeim að komast á eitthvað bragð snemma í leiknum og láta þá fá trú á að það sé eitthvað verkefni í þessu hjá þeim. Fagmannlega frammistöðu, takk fyrir!

Harry Maguire hefur verið gríðarlega stöðugur alveg frá því hann kom til Manchester United og spilað rosalegt magn af mínútum fyrir liðið. Ef það er einhvern tímann tími til að hvíla fyrirliðann og leiðtogann í vörninni þá hlýtur það að vera núna. Gefa honum smá breather fyrir strembin verkefni sem eru framundan.

Embed from Getty Images

Henderson virðist ætla að verða Evrópudeildarmarkvörðurinn í ár. Fínt fyrir hann að fá tækifæri til að minna Solskjær á að hann er þarna og gæti mögulega farið að gera meira tilkall til að spila í fleiri keppnum með liðinu. Þá gæti þetta jafnvel verið tími til að hvíla Wan-Bissaka, gefa Donny fleiri mínútur og athuga hvort Anthony Martial vilji nota þennan leik til að koma einhverju sjálfstrausti í sig eftir daprar frammistöður að undanförnu.

Spái liðinu á þessa leið:

Henderson
Telles
Bailly
Lindelöf
Williams
Fred
Matic
James
van de Beek
Mata
Martial

Hvernig mynduð þið vilja sjá liðið?

Real Sociedad mun væntanlega stilla upp sterku liði og freista þess að komast aftur inn í leikinn sem fyrst. Það er eitthvað um meiðsli hjá þeim en liðið þeirra gæti litið einhvern veginn svona út:

Remiro
Monreal
Normand
Zubeldia
Gorosabel
Oyarzabal
Merino
Illarramendi
Silva
Januzaj
Isak

Næstu skref í keppninni

32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar lýkur annað kvöld og það verður dregið í 16-liða úrslit strax daginn eftir, föstudaginn 26. febrúar. Athöfnin verður í beinni frá Nyon í Sviss og hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Embed from Getty Images

Fyrri leikur 16-liða úrslita verður spilaður 11. mars en sá seinni viku síðar, 18. mars. Stefnt er að því að nota leiktímana 17:55 og 20:00 fyrir leikina en það gæti breyst ef heimaliðið er frá Fjarskanistan eða Covid fokkar öllu upp.

Það eru engar sérstakar bannreglur á mótherja í 16-liða úrslitum heldur geta allir mætt öllum.

Liðin

Þetta verður fjórði leikur þessara liða. Tímabilið 2013-14 voru liðin saman í riðli í Meistaradeildinni. Manchester United vann þá fyrri leikinn á heimavelli 1-0 en gerði svo hressandi 0-0 jafntefli á útivelli. Við myndum svosem alveg þiggja markaleysi núna í daufum leik þar sem leikmenn næðu að spara orku. En það væri samt alveg skemmtilegra að vinna aftur. Sérstaklega ef leikmaður eins og Donny van de Beek spilaði vel og Martial fyndi gömlu markaskóna sína og setti eins og eina þrennu. Það væri verulega mikið stuð.

Real Sociedad er annars búið að eiga fínasta tímabil í spænsku deildinni, er núna í 5. sæti með 41 stig eftir 24 leiki. Aðeins Atletico Madrid, Real Madrid og Barcelona hafa skorað fleiri mörk en Sociedad og aðeins Atletico, Real og Sevilla hafa fengið færri á sig. Það var ekki alveg að sjá í síðasta leik gegn Manchester United að Sociedad væri með þetta öfluga sókn og vörn.

Sociedad hefur unnið síðustu 3 leiki sína í deildinni, samtals með markatölunni 9-1. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur verið frábær fyrir þá og skorað sjö mörk í síðustu 5 leikjum. Eini leikurinn sem hann náði ekki að skora í á þeim tíma var gegn Manchester United. Hann bætti það upp með því að skora þrennu um síðustu helgi. Hann gæti orðið ansi erfiður. Hann hefur skorað 13 mörk í deildinni á tímabilinu en ekki enn búinn að setja hann í Evrópu.

Okkar menn halda áfram öðru sætinu í deildinni og eru komnir í fjórðungsúrslit bikarsins. Pogba verður meiddur út febrúar í það minnsta og það hefur verið meiðslavesen á fleiri miðjumönnum. Vonum að það fari að ganga yfir. Þá er Solskjær sennilega mjög til í að fara að sýna heiminum að hann geti farið með Manchester United lengra en í undanúrslit í fótboltamótum.

Manchester United er eina liðið sem er eftir í keppninni sem hefur unnið Evrópudeildina í núverandi formi. Sex lið sem eru eftir í keppninni unnu hana þegar hún hét UEFA bikarinn; Ajax, Bayer Leverkusen, Napólí, PSV, Shakhtar Donetsk og Tottenham.

Hins vegar eru sex lið í keppninni sem hafa unnið Meistaradeildina eða Evrópukeppni félagsliða; Manchester United, Ajax, Benfica, AC Milan, PSV Eindhoven og Rauða stjarnan frá Belgrad.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tòmas um Brentford 4:0 Manchester United
  • Helgi P um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • Danni um Brentford 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress