• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Chelsea 0:0 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 28. febrúar, 2021 | 10 ummæli

McTominay var til í slaginn og Martial var settur á bekkinn, augljóst að Solskjær ætlaði að spila upp á hraða sóknarmannana og beita gagnsóknum eins og hefur gefist svo vel í útileikjum allt frá því Bruno Fernandes gekk til liðs við United.

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
18
Bruno
21
James
11
Greenwood

Varamenn: Henderson, Alex Telles, Bailly, Tuanzebe, Williams, Matić, Van de Beek, Amad, Martial

Liðið hjá Chelsea

Mendy
Rüdiger
Christiansen
Azpilicueta
Chilwell
Kovačić
Kanté
Hudson-Odoi
Mount
Ziyech
Girourd

Leikurinn var fjörugur frá upphafi, Chelsea meira með boltann en bæði lið beittu hápressu. Gagnsóknir United virkuðu þokkalega án þess þó að mikil ógn væri af, aukaspyrna Bruno á 14. mínútu sem Mendy kýldi frá var fyrsta ógnin í leiknum.
Í framhaldinu áttust Greenwood og Hudson-Odoi við, við fyrstu sýn virtist Greenwood hafa höndlað boltann, í endursýningu sást að Hudson-Odoi var á undan að slá í boltann. Stuart Attwell fór á skjáinn en ákvað þetta hafa verið óvart, frekar óvænt niðurstaða, en nóg um það.

Embed from Getty Images

Eftir þetta ves var United sterkari aðilinn ef eitthvað var, og náði alveg tökum á leiknum. Sem fyrr vantaði nokkuð upp á færasköpun, United gekke ekkert að finna glufur á vörn Chelsea.

Vörnin sem opnaðist var svo auðvitað United, Rüdiger gaf kanta milli yfir á Hudson-Odoi sem átti fína fyrirgjöf framhjá Lindelöf, Giroud stakk sér fram og var millimeter frá því að koma kollinum í boltann. Vel sloppið þar.

En leikurinn var áfram svona þangað til Attwell blés til hálfleiks. Ágætt spil, sérstaklega hjá United, en fátt um færi og spenning.

Það var hins vegar strax í byrjun seinni hálfleiks að Chelsea komst í flott færi, Chilwell með fyrirgjöfina, Ziyech með skotið en De Gea með mjög flotta markvörslu og svo blokkaði Shaw skot frá Reece James sem komið hafði inná fyrir Hudson-Odoi.

Chelsea höfðu greinilega fengið betra hálfleikspepp og sóttu mun meira en í fyrri hálfleik. United varðist aftarlega og gekk illa að ná upp sóknum.

Loksins á 61. mínútu náðu þeir að sækja á og tveggja mínútna rispa endaði á að McTominay skaut en Mendy var fyrir. Rétt á eftir reyndi Rashford skot í teignum, en laust og aftur beint á Mendy.

Það lá við að Chelsea refsaði fyrir þessa sókn, komu upp í fína sókn og Mason Mount virtist vera búinn að finta McTominay og fá opið færi við markteig en McTominay náði sér á strik og komst fyrir skotið, stórhættulegt þar.

Það sem helst hafði háð United í leiknum var að McTominay var ekki í sem bestu leikformi og Fred átti slakan leik og miðjan var því alveg í höndum Chelsea. Eftir fyrrgreindan hasar um miðjan hálfleikinn var þetta komið í járn aftur, Fred reyndi eitt af sínum villtu skotum og De Gea tók tvö langskot frá Kovačić og Azpilicueta.

Solskjær flýtir sér aldrei að skiptingum og sú fyrsta kom á 79. mínútur, Martial kom inná fyrir Mason Greenwood.

Embed from Getty Images

Burtséð frá ekki-vítinu var Attwell ekkert að standa sig of vel, Chelsea menn fengu að brjóta helst til mikið án þess að sjá spjöld og á 83. mínútu sá enginn dómari að Victor Lindelöf kom fæti vel í frábæra fyrirgjöf Reece James rétt áður en varamaðurinn Werner komst í boltann.

United átti eina góða skyndisókn en fyrirgjöf McTominay hitti ekki fyrir mennina sem voru fríir í teignum og það rann út í sandinn.

Enn eitt markalausa jafnteflið gegn öðru stórliði. Stigið velkomið en þetta var afskaplega bitlaust hjá United, orðið gamalkunnug saga. United er samt komið stigi á undan Leicester og heldur sex stiga forystu á Chelsea. Það er eitthvað.

10

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Karl Garðars says

    28. febrúar, 2021 at 15:50

    Alvöru prófsteinn í dag.
    Þetta hefst bara með dugnaði og þá er best að hafa haugana á bekknum.
    Hefði gjarnan viljað sjá Bailly starta.

    1
  2. 2

    Elías says

    28. febrúar, 2021 at 16:16

    Vont að Cavani sé ekki orðinn heill. Hann hefði sett 1-2!

    1
  3. 3

    Scaltastic says

    28. febrúar, 2021 at 16:48

    Pjúra víti. Hann var með augun á boltanum allan tímann.

    0
  4. 4

    Björn Friðgeir says

    28. febrúar, 2021 at 16:48

    Atwell þorði ekki.

    0
  5. 5

    Egill says

    28. febrúar, 2021 at 16:53

    Ég get ekki með nokkru móti áttað mig á því af hverju dómarinn dæmdi ekki víti.

    1
  6. 6

    gummi says

    28. febrúar, 2021 at 18:19

    En treystir Solskjær ekki bekknum þetta er bara að verða vandræðalegt að horfa uppá þetta

    3
  7. 7

    Helgi P says

    28. febrúar, 2021 at 18:31

    Við erum ekki að fara vinna neitt með Solskjær sem stjóra hann er bara reyna tapa ekki leikjum og gera bara 1 skiptyngu segir bara allt um gæði solskjær sem stjóra þetta er alltaf sama taktík leik eftir leik

    3
  8. 8

    Einar Ingi Einarsson says

    28. febrúar, 2021 at 19:53

    Ég get ekki að því gert að fá Martial inn vekur ekki von.

    3
  9. 9

    Elías says

    28. febrúar, 2021 at 19:59

    Ég held að Martial sé að stimpla sig út með frammistöðu sinni á þessu tímabili.

    2
  10. 10

    Tómas says

    28. febrúar, 2021 at 22:20

    Erfiður útivöllur. Chelsea eru ekki verr mannað lið en United.
    Ef maður tekur það í reikningin var þetta ágætis stig.

    Annars finnst manni liðið frekar dauft þessa daganna. Skapa lítið.
    Vona að næsta run sé á leiðinni, a hárréttum tíma svo Ole og co tryggi amk einn titill auk meistaradeildarsæti.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress