• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Halldór Marteins skrifaði þann 7. maí, 2022 | 13 ummæli

Frá því Sir Alex Ferguson, besti knattspyrnustjóri allra tíma, lagði stjórafrakkann á hilluna í maí 2013 hefur Manchester United spilað allnokkra leiki sem koma til greina sem sigurvegarar í þeim vafasama flokki verstu frammistöður United eftir að Fergie hætti. Í dag fengum við sterka tilnefningu, einn af of mörgum kandídötum frá þessu tímabili, í þann þrotaflokk. Það var nákvæmlega ekkert ósanngjarnt við þetta rúst. Stærra tap hefði ekki verið ósanngjarnt. Leikmenn Manchester United eru andlega komnir í sumarfrí fyrir löngu og það sést.

Þetta helsta

Manchester United stillti upp þessu byrjunarliði í dag:

1
De Gea
27
Telles
19
Varane
2
Lindelöf
20
Dalot
31
Matic
39
McTominay
18
Fernandes
8
Mata
36
Elanga
7
Ronaldo

Bekkur: Henderson, Fernandez, Jones, Maguire (71′ fyrir Mata), Wan-Bissaka, Fred (46′ fyrir Matic), Lingard, Cavani (46′ fyrir Elanga), Garnacho.

Heimamenn stilltu upp svona:

1
Sánchez
3
Cucurella
5
Dunk
34
Veltman
11
Trossard
25
Caicedo
8
Bissouma
20
March
10
Allister
13
Gross
18
Welbeck

Bekkur: Steele, Lamptey (75′ fyrir March), Webster (67′ fyrir Allister), Maupay (83′ Trossard), Lallana, Alzate, Duffy, Offiah, Ferguson.

Mörkin

15′ – Moisés Caicedo fyrir Brighton & Hove Albion. Langskot sem klobbaði Lindelöf og endaði í bláhorninu.

49′ – Marc Cucurella fyrir Brighton & Hove Albion. Átti gott hlaup inn í teig og fann sér pláss aleinn þar sem Trossard gat gefið út á hann og spænski varnarmaðurinn kláraði færið mjög vel með skoti upp í vinkilinn nær.

58′ – Pascal Gross fyrir Brighton & Hove Albion. Heimamenn fóru ævintýralega auðveldlega í gegnum vörn Manchester United. Sending frá markmanni á Cucurella á kantinum sem fann Trossard í hlaupi. Trossard gaf á Pascal Gross sem hljóp bara inn í teig og skoraði. Leikmenn United voru ekki einu sinni með.

60′ – Leandro Trossard fyrir Brighton & Hove Albion. Bara algjört grín á þessum tímapunkti. Welbeck fékk stungu innfyrir og var aleinn. Gat meira að segja chippað yfir De Gea. Dalot náði að bjarga marki frá Welbz en björgunin tókst ekki betur en svo að boltinn fór í vömbina á Trossard og í markið.

Spjöldin

45′ – Ronaldo (United) gult.

47′ – Dalot (United) gult.

Leikurinn sjálfur

Æi, díses fokking kræst!

Þetta var bara verðskuldað. Leikmenn Manchester United hafa orðið sér og félagi sínu trekk í trekk til skammar í vetur. Brighton var nær því að skora fleiri mörk en United að minnka muninn.

Lið sem tapar samanlagt 9-0 fyrir Liverpool á tímabilinu. Lið sem lætur Brighton og Hove Albion líta út eins og Harlem Globetrotters fótboltans. Það eru ekki margir leikmenn úr slíku liði sem geta með sannfærandi hætti gert tilkall til þess að fá að spila fleiri mínútur fyrir félagið. Einhverjir þeirra munu þó gera það, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í þessum hörmungum. Þeir verða þá að sýna meiri karakter í að bæta upp fyrir þetta en þeir gerðu í þessum leikjum. Og of mörgum fleiri leikjum í vetur.

Embed from Getty Images

Besti United-maðurinn í þessum leik var Manchester United stuðningsmaðurinn Moisés Caicedo sem er alltaf duglegur að læka alla samfélagsmiðlapósta sem tengjast Manchester United og skoraði fyrsta mark leiksins með laglegu langskoti á 15. mínútu. Sá leikmaður myndi líklega bæta þetta United-lið til muna.

Framundan

Manchester United á núna einn leik eftir á tímabilinu, gegn Crystal Palace á útivelli 22. maí.

West Ham United á þrjá leiki eftir. Gegn Norwich á útivelli á morgun, gegn Manchester City á heimavelli á sunnudag eftir viku og gegn Brighton & Hove Albion sunnudaginn 22. maí.

Wolves á líka þrjá leiki eftir á tímabilinu. Gegn Machester City á miðvikudag, gegn Norwich á sunnudag eftir viku og loks gegn Liverpool 22. maí.

West Ham getur náð United að stigum ef liðið vinnur Norwich og Manchester City, fyrir lokaumferðina. Wolves getur komist 2 stigum á eftir United ef liðið vinnur Manchester City og Norwich.

Það eru sennilega meiri líkur á að Manchester City tryggi Evrópudeildarsætið fyrir Manchester United en að United nái því á eigin frammistöðu.

13

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Rúnar P says

    7. maí, 2022 at 17:50

    Sorglegt að vita til þess að engin af leikmönnum United örugglega allir 50-100% minna virði en þegar þeir voru keyptir til félagsins :(

    3
  2. 2

    Helgi P says

    7. maí, 2022 at 17:50

    Þetta er bara djók þetta lið það þarf að selja hvern einasta leikmann í þessu liði

    7
  3. 3

    M says

    7. maí, 2022 at 18:01

    Harry??? Væri ekki frekar að leyfa ungum að reyna?

    4
  4. 4

    Tómas says

    7. maí, 2022 at 19:54

    Þetta hefur farið versnandi undir Ragnick.
    Er samt að mörgu leyti ánægður með þessa ráðningu því hann er svo beinskeyttur og heiðarlegur í viðtölum.
    Fyrir vikið hefur hann afhjúpað leikmenn og stjórnina sem er gott fyrir tiltektina sem virðist vera hafin.

    10
  5. 5

    Sveinn says

    8. maí, 2022 at 16:40

    Fyrir öll þau sem horfðu á Brighton spila á móti Tottenham þá hefði þessi rassskelling ekki átt að koma á óvart.
    Þetta er lið sem er með mikið af minni spámönnum sem eru bara drullu góðir í fótbolta, liðið spilar sem ein heild og pressar a.m.k. af því sem ég hef séð frá þeim vel. Hakan á mér skall ekki í gólfinu að þetta hefði farið svona.
    Það er ærið verk fyrir höndum hjá Ten Hag og hans aðstoðarmönnum hverjir sem þeir verða.

    2
  6. 6

    Sveinn says

    8. maí, 2022 at 16:44

    @Tómas
    Sammála Rangnick hefur ekki verið allt sem ég óskaði mér þjalfaralega en hann er svo sannarlega að nota mikið af þessum mönnum sem hafa bara verið á svæðinu að taka við vikulegum launaseðlum og sýna hversu vanhæfir þeir eru. Það er eitt að vera alltaf bestur á æfingu sem ég svosem efast um að þessir aðilar séu.. annað að sýna það í leik sem þeir gera yfirleitt ekki.
    Hreinsunina ætti þ.a.l. að vera auðveld ef hún var ekki augljós fyrir.

    2
  7. 7

    Elis says

    10. maí, 2022 at 08:11

    Það var mikil spenna þegar Rangnick kom.
    Kominn stjóri sem veit 100% hvað hann vill fá frá leikmönnum og hvernig hann vill spila fótbolta. Margir stjórar líta upp til hans og hafa stolið taktík frá honum.
    Þetta getur ekki klikkað? Að minnstakosti ekki versnað er það nokkuð?

    Jú, þetta hefur verið ein stór hörmung frá því að hann kom. Það má alveg viðurkenna það. Hann var fljótur að tapa klefanum eða náði aldrei að sannfæra hann á sitt band. Hann virkaði mjög efins um hvernig liðið ætti að spila fótbolta. Hann talaði niðrandi til leikmanna um þeirra framistöðu en þú eiginlega getur það ekki fyrr en þú er kominn með þá á þitt band og því snérist það alveg í höndunum á honum(verður að fá virðingu til að mega setja út á milljónamæringana svo að þeir gefi extra í).

    Þess ráðning hefur skilað gjörsamlega engu til liðsins eða réttara sagt bara hamrað en þá betur í stuðningsmenn hversu miklir aular stór hluti leikmanna er og hversu vanhæf stjórn UTD er í að finna menn til að stýra bátnum.

    Nú er að koma en ein hetjan til að setja liðið á rétta leið og ég tel að fyrsta verkefnið ætti að vera að sparka Rangnick sem lengst í burtu frá liðinu. Leikmenn greinilega þola hana ekki og vilja ekki hafa hann nálægt liðinu með einum eða öðrum þætti.
    Þá segir líklega einhvern en það sama mætti segja um c.a 90% af liðinu að þeir mættu drulla sér í burt en það er auðveldara að losa sig við Rangnick en 20 leikmenn.

    Ég held að stuðningsmenn liðsins átta sig alveg á því að liðið er í eins miklum djúpum skít og hægt er þessa dagana en eina sem þeir biðja um er að leikmenn liðsins leggja sig fram í leikjum þótt að úrslitin séu ekki alltaf góð. Þú ert að spila fyrir Man fucking Utd, þetta er alvöru stórlið og þú átt að vera stoltur að spila í þessari treyju en þessi helvítis aumingjar(já, ég fór þangað) geta ekki einu sinni boðið stuðningsmönnum liðsins upp á þá lámarkskröfu um að leggja sig fram í leikjum.

    Að horfa á frammistöðu leikmanna í síðasta leik þar sem þeim var drullusama um allt og alla var sorglegt. Nema ef þú heldur með öðru liði en Utd þá var þetta líklega geggjuð skemmtun.

    Það er óþarfi að fara með væntingar hátt upp fyrir nýja stjóranum. Hann hefur aldrei sannað sig í stórri deild og hann hefur ekki hugmynd um hversu stórt verkefni hann er að fara í því að annars myndi hann aldrei koma.

    6
  8. 8

    Arni says

    10. maí, 2022 at 09:00

    Við erum ekki að fara vinna þessa deild næstu 30 árin við verðum bara lélegri með hverju árinu sem líður

    6
  9. 9

    SHS says

    10. maí, 2022 at 21:12

    „You’re not fit to wear the shirt“ á við um nánast alla leikmenn liðsins.
    Ánægður með Ten Hag ef rétt reynist að hann hafi stytt sumarfrí þessara letihauga um tvær vikur, til þess að koma þeim í form fyrir næsta tímabil!

    2
  10. 10

    Scaltastic says

    11. maí, 2022 at 21:32

    Hræðilegt tímabil og erfiðasta lið sem ég hef nokkurn tímann átt minn stuðning. Þeim mun sætara var að sjá alvöru gleði í kvöld á Old Trafford og loksins smá málmur í þokkabót :)

    1
  11. 11

    Sindri says

    13. maí, 2022 at 14:11

    Er það staðfest að Frenkie de Jong sé kominn?

    1
  12. 12

    Tony D says

    13. maí, 2022 at 20:00

    Nei @Sindri, líklega ekkert að frétta fyrr en eftir tímabilið. Ég býst ekki við að það verði nokkuð að frétta á næstu dögum og alls ekki víst að hann vilji færa sig frá Katalóníu. En einhverjar viðræður virðast vera í gangi.

    0
  13. 13

    Dór says

    14. maí, 2022 at 10:57

    Það verður erfit að fá topp leikmenn til að koma í þetta united lið í dag við erum bara komnir á sama stað og palace og West ham við erum bara orðin miðlungslið í dag við erum ekki að fara berjast um stæðstu bitana

    6

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress