• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska deildarbikarkeppnin

Auðveld átta-liða úrslit?

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 9. janúar, 2023 | Engin ummæli

Manchester United tekur á móti Charlton Athletic á morgun klukkan 20:00 á Old Trafford. Um er að ræða átta-liða úrslit í enska deildarbikarnum. Charlton er eina liðið eftir í keppninni sem er ekki í ensku úrvalsdeildinni. Það er því hægt að segja að United hafi sloppið vel með dráttinn. Charlton er í dag í 1. deild eða þriðju efstu deild á Englandi (e. English Football League 1). Gengi Charlton í deildinni á tímabilinu hefur ekki verið mikið til þess að hrópa húrra fyrir en liðið situr í 12. sæti, 26 stigum á eftir Steven Schumacher (nei ekkert skyldur Michael) og lærisveinum hans í Plymouth Argyle, sem sitja á toppi deildarinnar. Það hefur þó gengið talsvert betur í deildarbikarnum hjá Charlton en sigur gegn Brighton í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í pottinum þegar dregið var í átta-liða úrslitin. United vann hins vegar ágætlega þægilegan sigur á Burnley í 16-liða úrslitum í fyrsta leik eftir HM.

Charlton skipti um þjálfara síðastliðinn desember en fyrrum þjálfari Ben Garner var látinn taka pokann sinn eftir aðeins 6 mánuði í starfi þar sem liðið sat í 17. sæti 1. deildarinnar og eigendum hætt að lítast á blikuna. Við liðinu tók Dean Holden sem spilaði lengst af í neðri deildum Englands en fór þó á lán til Vals árið 2001 og spilaði 7 leiki, spurning hvort að Guðni Bergsson og Sam Allardyce hafi fundist sú lausn kjörin fyrir ungan Dean Holden. Dean Holden er uppalinn United stuðningsmaður og var lengi boltastrákur á Old Trafford, árið 2017 var Dean Holden aðstoðarþjálfari Bristol City sem sló United út úr einmitt átta-liða úrslitum deildarbikarsins. Í viðtali eftir þann leik sagðist hann hafa hlaupið til föðurs síns fyrrum vallarstarfsmanns á Old Trafford sem var grátandi upp í stúku, Dean var þó ekki viss hvort faðir hans væri grátandi vegna þess að Dean hefði komið liði sínu í undanúrslit deildarbikarsins eða af því United voru dottnir úr leik. Vonandi mun Dean Holden ekki endurtaka leikinn frá 2017.

Áhugavert verður að fylgjast með 19 ára framherja Charlton, Miles Leaburn en hann 195cm á hæð og gæti valdið usla í vörn United, Leaburn hefur skorað sex mörk í deildinni í ár.

Dean Holden er uppalinn United stuðningsmaður

Hægri kantmaður Charlton er einnig áhugaverður tvítugur strákur en hann heitir Jesurun Rak-Sakyi hann er á láni frá Crystal Palace. Þá er einnig hægt að minnast á Steven Sessegnon yngri bróðir Ryan Sessegnon en Steven er á láni frá Fulham og spilar sem vinstri bakvörður.

Þrátt fyrir að hafa mært hér Charlton dálítið sem er í algjöru miðjumoði í 1. deildinni þá á þetta að vera einfaldur sigur fyrir United, það verður þó áhugavert að sjá hvernig Ten Hag stillir liði sínu upp, þar sem handan við hornið er gríðarlega erfiður og mikilvægur leikur við Manchester City. Ég tel því að það verði nokkur breyting á byrjunarliðinu sem mætti Everton nú á dögunum.

 

 

Liðin

United:

Ég spái því að Ten Hag geri miklar breytingar og hvíli miðvarðarparið og setji inn bakkabræðurna Lindelöf og Maguire, Martinez gæti þó byrjað þar sem hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma síðan hann kom úr fagnaðarlátunum í Argentínu. Þá tel ég líklegt að Martial eða Rashford fá hvíld og að Garnacho komi í stað þeirra í liðið og fyrst að jólin eru formlega búin þá gæti Ten Hag reynt að gleðja okkur með eins og eitt stykki McFred miðju.

1
De Gea
12
Malacia
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
49
Garnacho
14
Eriksen
21
Antony
9
Martial

 

Charlton

Ég hef enga glóru hvernig Charlton mun stilla upp, þeir spila vanalega 4-3-3 en ég held að þeir muni stilla upp í 5 manna vörn líkt og gegn Brighton, þá verði það 5-4-1.

13
MacGillivray
2
Sessegnon
34
Ness
5
Lavelle
24
Inniss
36
Chin
19
Payne
4
Dobson
21
Fraser
17
Rak-Sakyi
33
Leaburn

 

 

Jarred Gavan Gillet mun dæma leikinn og vonandi mun hinn 36 ára Ástrali ekki eiga í neinum vandræðum. Það er sæti í undanúrslitum deildarbikarsins í boði, ágætis skref í átt að fyrsta titli Ten Hag, það væri mjög vel þegið ef að United kemur sér í gegnum þessa hindrun án framlengingar  og meiðsla.

 

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Arsenal 3 : 2 United
  • Steve Bruce um Arsenal 3 : 2 United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress