• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Newcastle United 2:0 Manchester United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 2. apríl, 2023 | 4 ummæli

Það var spennuþrungið andrúmsloftið á St. James’ Park eins og svo oft áður þegar þessi tvö lið mætast. Síðasta viðureign þessara liða endaði með því að þeir rauðklæddu hömpuðu bikar á meðan þeir svarthvítu sátu eftir með sárt ennið í leik þar sem þeir sáu þó nánast aldrei til sólar. En bikarleikir og deildarleikir eru eins og eplabaka og hjónabandsæla. Þessi lið voru búin að spila jafnmarga leiki fyrir daginn í dag og skildu einungis 3 stig þau að í baráttunni um Meistaradeildarsætið.

Erik ten Hag stillti upp sínu sterkasta liðið sem var í boði:

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
20
Dalot
39
McTominay
15
Sabitzer
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Á bekknum voru þeir Bishop, Butland, Lindelöf (’83), Maguire, Malacia, Fred (’83), Pellistri (’83), Martial (’60) og Sancho (’60).

 

22
Pope
33
Burn
4
Botman
5
Schar
2
Trippier
28
Willock
39
Guimaraes
36
Longstaff
10
Saint-Maximin
14
Isak
23
Murphy

Á bekknum voru þeir Dubravka, Lascelles, Joelinton(’68), Gordon(’68), Wilson(’80), Ritchie, Targett, Maquillo og Anderson(’84).

 

Fyrri hálfleikur

Leikurinn fór fjörlega af stað en á 6. mínútu fengu heimamenn fyrsta færið þegar Alexander Isak skallaði boltann til Sean Longstaff sem hitti boltann illa í markmannsteignum og boltinn hrökk af Lisandro Martines. Eftir smá klafs tókst United að hreinsa boltann úr teignum áður en Newcastle tókst að skjóta á markið.

Wout Weghorst fékk svo fyrsta tækifærið okkar. Scott McTominay vann boltann eftir innkast og kom honum á Antony sem stakk boltanum inn fyrir vörnina og á hollenska turninn okkar. Því miður tókst honum ekki að skora en skot hans fór í hliðarnetið án þess að trufla Nick Pope í markinu. Næsta hættulega færið kom hinu megin á vellinum þegar Jacob Murphy átti fyrirgjöf frá endalínunni beint á pönnuna á Isak sem skallaði beint á De Gea sem varði boltann en hann féll beint fyrir framan Willock af stuttu færi en hann gerði vel í að skjóta í David de Gea.

Embed from Getty Images

Longstaff var afturí eldlínunni þegar Allan Saint-Maximin átti fyrirgjöf af vinstri kantinum en skallinn hans framhjá en var að auki rangstæður. Mikið fram og til baka á vellinum í leik sem einkenndist af brotum og lítið flæði sem komst í leikinn af þeim sökum og fáar góðar sóknir sem liðunum tókst að byggja upp. Loksins eftir hálftíma leik var Bruno Fernandes á hlaupinu upp vinstri kantinn og fékk háa sendingu í svæðið og skipti alveg yfir á hægri kantinn þar sem Diogo Dalot tók viðstöðulaust skot en það hrökk af varnarmanni og endaði sem æfingabolti fyrir Pope.

Næst fékk Bruno sendingu frá Rashford inn í teiginn en Fabian Schar kom og hreinsaði boltann en Bruno kastaði sér í grasið og vildi meina að hér hefði veirð um brot að ræða. En enginn virtist vera á sama máli og hann en endursýningar af atvikinu gátu voðalega takmarkað varpað ljósi á hvort Schar hefði í raun og veru farið í hann eða ekki. Næst kom færi þegar Antony flikkaði boltanum skemmtilega inn í hlaupaleiðina hjá Dalot sem kom með góða fyrirgjöf en Rashford vantaði tveimur númerum stærri takkaskó til að ná til boltans.

Embed from Getty Images

Þá var röðin komin að heimamönnum þegar Isak gerði mjög vel á miðjunni og kom af stað skyndisókn sem endaði með því að hann renndi boltanum út í teiginn á Willock sem kom á siglingunni og hamraði boltann yfir markið en hefði átt að gera miklu betur. Því næst fengu gestirnir gott færi úr horni þegar Luke Shaw setti boltann yfir allan pakkann á Antony sem lúrði í svæðinu hjá fjærstönginni en skot hans yfir.

 

Síðari hálfleikur

Engar breytingar voru gerðar á liðunum en Saint-Maximin vann fyrstu aukaspyrnu leiksins strax á fyrstu mínútu hálfleiksins, rétt utan við vítateigshornið. Skotið eða sending frá Trippier úr aukaspyrnunni rataði á samherja en í stað þess að Schar skallaði boltann að marki virtist hann frekar fá boltann ofan á höfuðið og lá eftir. Ekki mikið að frétta fyrstu mínúturnar þar til Schar var aftur að verki. Hann fékk þá boltann á miðjum vallarhelming United og þar sem enginn virtist hafa áhuga á að mæta honum lét hann vaða. Sem betur fer bar skot hann þess merki að hann sé á réttum stað að spila í vörninni frekar en frammi en skotið fór þó nálægt markinu. Ef boltinn hefði farið réttu megin við stöngina hefði De Gea ekki komið neinum vörnum við því hann var búinn að skjóta rótum í grasinu fyrir framan markið að því er virtist.

Embed from Getty Images

Á 59. mínútu gerði Erik ten Hag fyrstu breytingarnar þegar þeir Anthony Martial og Jadon Sancho komu inn á í stað Antony og Weghorst. Brassinn hafði verið frekar mikið í boltanum en Hollendingurinn varla gert mikið annað en að pressa varnarlínu Newcastle. Stuttu eftir skiptingarnar voru heimamenn farnir að setja stífa pressu á United sem þó þrjóskuðust við að spila út frá markinu. Það endaði ekki vel þegar Varane lenti undir pressu og missti boltann. Því næst tóku Newcastle menn sig saman og spiluðu varnarlínu United sundur og saman, Isak stakk að lokum boltanum inn fyrir vörnina á Guimaraes sem bar boltann upp að endalínunni og kom með háa fyrirgjöf. Sú rataði alla leið á fjærstöngina þar sem Saint-Maximin skallaði aftur fyrir markið beint á Willock sem gat nánast hnerrað á boltann og skorað. 1-0 og stuðningsmenn heimamanna trylltust enda um verulega stór úrslit ef leikar færu svona.

Embed from Getty Images

Því næst gerði Eddie Howe sínar fyrstu breytingar þegar þeir Anthony Gordon og Joelinton komu inn fyrir Saint-Maximin og Murphy. Staðan hefði geta tvöfaldast stuttu síðar þegar Bruno var að dóla sér með boltann á miðjunni og lét stela honum af sér og heimamenn geystust í sókn en sem betur fer klúðruðu þeir fyrirgjöfinni. United vöknuðu aðeins til lífs þegar um korter lifði leiks en næsta hættulega færið féll þó fyrir heimamenn þegar Gordon vann boltann í baráttu við varnarmenn United og tókst að renna boltanum fyrir markið en Dalot setti boltann í horn. Úr horninu kom svo hörkugóður skalli af stuttu færi sem hrökk af slánni og síðan var boltanum skólfað í burtu en marklínutæknin sýndi að boltinn var ekki inni en tæpt var það Teitur. United reyndi svo að bruna í skyndisókn en hún rann út í sandinn eins og flest færi United í þessum leik.

Að lokum skipti Howe Isak útaf fyrir Callum Wilson sem átti eftir að reynast þeim vel. Þó ekki áður en Martial fékk fínt færi sem hann skapaði sér sjálfur eftir að Bruno vippaði yfir vörnina. En skot Frakkans fór af Schar sem virtist vera með þríbura sína á vellinum því maðurinn var bókstaflega alls staðar.

Embed from Getty Images

Því næst kom þreföld skipting hjá Erik ten Hag, Fred, Pellistri og Lindelöf inn fyrir þá Martinez, Varane og McTominay. Augljóst mál að það átti að blása til sóknar og breyta uppstillingunni en Lindelöf var nálægt því að jafna úr fyrstu snertingunni sinni úr skalla eftir horn.

En það voru Newcastle sem voru sterkari aðilinn í fyrri og síðari hálfleik. Þeir héldu áfram að vera hættulegir og ógnandi og duglegir að henda sér í grasið og tefja með öllum tiltækum ráðum. Þeir virtust fyllilega tilbúnir í að standast orð Erik ten Hag um að vera pirrandi lið þar sem boltinn er minna í leik en ekki í leik. Þeim tókst að krækja í aukaspyrnu upp við hornfánann hjá okkur þegar Shaw virtist strjúka mjöðm sinni utan í lærið á Newcastlemanninum sem sökk í grasið eins og Titanic eftir samstuð við ísjaka.

Úr aukaspyrnunni kom svo glæsileg fyrirgjöf frá Trippier beint á Calum Wilson sem var einn og óvaldaður í markmannsteignum og stangaði boltann í stöngina og inn. 2-0 og leikurinn búinn í huga flestra áhorfenda. Enda sigldu heimamenn þessum sigri þægilega í höfn eftir þetta og enn eitt tap United á útivelli staðreynd.

Embed from Getty Images

 

Að leik loknum…

Þá er það komið á hreint. United er ekki lengur í bílstjórasætinu í baráttu „næstbestuliðanna“ um Meistaradeildarsætin. Eftir 27 leiki er liðið með jafnmörg stig og Newcastle sem eiga eftir auðveldara leikjaprógram en við og eru ekki í neinni annarri keppni auk þess að vera með 18 mörkum meira í plús en við. Tottenham Hotspurs eru brunarústir en eru samt sem áður í góðri stöðu miðað við hversu illa þeim hefur gengið en næstu lið á eftir, Brighton, Fulham, Brentford og Liverpool eru sem betur fer enn nokkuð langt undan.

Þessi leikur endurspeglar þreytu og máttleysi liðsins gagnvart mótlæti. Þetta leikjaálag sem hefur ekki verið með nokkru lagi líkt neinu öðru (nei, það er ekki hægt að bera þetta saman við Livverpool á síðustu leiktíð því það var engin heimsmeistarakeppni inn í miðri leiktíð þá. Líklega er hópurinn ekki nærri því nógu stór til að þola brottfall tveggja bestu miðjumannanna og besta framherjans okkar. Martial átti reyndar ágætisspretti undir lok leiks þar sem hann sýndi augljóslega hvers við erum að fara á mis við þegar við erum með Weghorst í hans stað.

En Erik ten Hag átti slakan leik hér, skiptingarnar hans breyttu litlu og liðið byrjaði hvorugan hálfleikinn af krafti sem er endurtekið efni og verður að teljast til marks um það sem ég tel vera samblöndu af þreytu og skort á hungruðu hugarfari. Leikmenn voru langt frá sínu besta, margir hverjir og það sem er verst að sjá er þegar hausinn fellur að þá bregðast menn ekki við því með því að tvíeflast heldur byrja að malda í móinn og missa kraftinn. Þrátt fyrir magnaða leiki þar sem Bruno er frábær fyrirliði þá koma líka leikir þar sem hann drífur ekki liðið áfram sem er nokkuð sem þetta lið bráðvantar.

Embed from Getty Images

Þegar Casemiro er ekki í liðinu þá virðist vanta fjóra leikmenn inn á, svo stórt skarð skilur hann eftir. Varnarlega og sóknarlega er um tvö ólík lið að ræða með og án Casemiro og Eriksen. Sabitzer, Fred og McTominay eiga sínar rispur og einstöku frábæra leiki en aldrei á sama tíma og hinir og aldrei marga leiki í röð. Ef þessi leikur sýndi okkur eitthvað þá er það hve stutt við erum í raun komnir frá sama afhroði og við sáum á síðustu leiktíð.

En þetta er enginn heimsendir svo áfram gakk. Næsti leikur er gegn Brentford á Old Trafford þar sem okkur hefur nú vegnað talsvert betur en við eigum svo sannarlega harma að hefna eftir 2. umferðina þar sem Brentford léku sér að okkur. Leikurinn er í miðri viku, nánar tiltekið á miðvikudaginn 5. apríl en John Brooks flautar til leiks kl 19:00 að íslenskum tíma.

 

 

 

4

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    dr. Gylforce says

    2. apríl, 2023 at 16:31

    Svakalega slakur fyrri hálfleikur, nú er að gíra sig upp fyrir þann seinni.

    0
  2. 2

    Dór says

    2. apríl, 2023 at 16:41

    Weghorst getur bara ekki neitt

    3
  3. 3

    Helgi P says

    2. apríl, 2023 at 16:56

    Við eigum bara ekkert skilið úr þessum leik þetta búið að vera ömurleg spilamennska frá fyrstu mín

    3
  4. 4

    Gummi says

    2. apríl, 2023 at 19:59

    Ef TenHag heldur áfram að þrjóskast að nota weghorst þá getum við gleymd 4 sætinu þessa leikmaður er alveg hræðilega lélegur

    3

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Einar um Chelsea mætir á Old Trafford í miðri viku
  • Elis um Newcastle 1:0 Manchester United
  • Tómas um Newcastle á morgun
  • Dór um Newcastle á morgun
  • Tòmas um Newcastle á morgun

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress