• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Manchester United 1:3 Chelsea

Magnús Þór skrifaði þann 19. júlí, 2020 | 14 ummæli

Manchester United er úr leik í enska bikarnum þetta árið eftir mjög slaka frammistöðu gegn Chelsea. Þetta þýðir að Chelsea mun mæta Arsenal í úrslitaleiknum.

Í fljótu bragði er hægt að kvarta yfir andleysi leikmanna og lélegri spilamennsku. Það er þó hægt að afsaka frammistöðuna að einhverju leyti. Útaf einhverji fáránlegri ástæðu fær Chelsea tveimur fleira daga til að undirbúa sig fyrir þennan leik og gat í raun stillt upp sínu sterkasta liði á meðan United varð að hvíla einhverja leikmenn fyrir leikinn gegn West Ham í næstu viku. Vandamálið er að þeir leikmenn sem ekki hafa verið að spila mikið undanfarið gerðu ekkert til að gera tilkall til þess að fá fleiri mínútur og hinir voru augljóslega þreyttir. Það útskýrir einbeiningarleysi þeirra Lindelöf og Maguire sem áttu sinn slakasta leik í langan tíma.

Embed from Getty Images

Stærsta vandamál United þessa dagana og síðasta árið er frammistaða David de Gea. Annað mark Chelsea í dag er eitthvað sem á ekki að gerast hjá markmanni í þessum gæðaflokki. Ég vil ekki alfarið kenna honum um fyrsta markið því að það klúður var hálfgert hópafrek. Núna er virkilega kominn tími til að gefa Sergio Romero næstu leiki og virkilega taka umræðuna hvort Dean Henderson verði nokkuð lánaður út aftur á næsta tímabili.

Einnig var óþolandi að sjá dómgæsluna í dag en væl Lampard og Mourinho um að United væri að græða á VAR og dómgæslu virðist hafa náð til Mike Dean. United braut 9 sinnum af sér í leiknum og fékk eina gula spjald leiksins á meðan Chelsea braut af sér í 21 skipti og engin leikmaður þeirra var spjaldaður.

Þessi dagur var rosalega svekkjandi en United er enn í góðum séns á Meistaradeildarsæti þökk sé 3:0 sigri Tottenham á Leicester fyrr í dag. Svo er framundan lokahnykkurinn í Evrópudeildinni. Leikurinn gegn West Ham á miðvikudaginn er lykilleikur og þarf helst að vinnast örugglega.

Markaskorar

Olivier Giroud (Chelsea ’45), Mason Mount (Chelsea ’46), Harry Maguire ( Manchester United, sjálfsmark ’74) Bruno Fernandes (Manchester United, vítaspyrna ’86)

Manchester United

1
De Gea
5
Maguire
2
Lindelöf
3
Bailly
53
Williams
31
Matic
18
Fernandes
17
Fred
29
Wan-Bissaka
10
Rashford
21
James

Bekkur: Romero, Pogba (Fred ’55), Mata, Martial (Bailly ’45), Pereira, Fosu-Mensah (Wan-Bissaka), Ighalo(Rashford ’79), Greenwood (James ’56), McTominay

Chelsea

13
Caballero
2
Rüdiger
15
Zouma
28
Azpilicueta
3
Alonso
5
Jorginho
17
Kovacic
24
James
19
Mount
18
Giroud
10
Willian

Bekkur: Kepa, Christensen, Abraham (Giroud ’80), Pedro (Mount ’90), Loftus-Cheek, Hudson-Odoi (Willian ’80), Pulisic, Tomori, Emerson.

Efnisorð: Chelsea Leikskýrsla Leikskýrslur 14

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    gummi says

    19. júlí, 2020 at 18:21

    Er ekki kominn tími á að vinna nýjan markan fyrir De Gea

    4
  2. 2

    Birgir says

    19. júlí, 2020 at 18:51

    Þarf ekkert að leita. Henderson er leikmaður MU.

    5
  3. 3

    Birgir says

    19. júlí, 2020 at 18:52

    Vandamálið er kannski þessi 300k launapakki DDG

    5
  4. 4

    Bjarni Ellertsson says

    19. júlí, 2020 at 18:54

    Létt verk og löðurmannlegt hjá Chelsea. United mættu ekki til leiks og virðast sprungnir á því. Allt flæði, ákafi og áhugi ekki fyrir hendi. En það hlaut svo sem að koma að því enda allt búið að ganga upp til þessa. Geng ekki frá því vísu að hlutirnir munu ganga upp að lokum og við klárum þetta meistaradeildarsæti. En við spyrjum að leikslokum.
    Áfram gakk

    0
  5. 5

    gummi says

    19. júlí, 2020 at 19:28

    Ég veit ekki hvort henderson sé nóu góður fyrir united

    2
  6. 6

    Karl Garðars says

    19. júlí, 2020 at 19:45

    Eins gott að maður missti af þessu. Þetta hefur verið alveg einbeitt reginhnakkaskita.
    Held að ég bíði bara frekar eftir skýrslunni en að horfa á endursýningu. Vona að hún verði stutt 😄

    1
  7. 7

    Tómas says

    19. júlí, 2020 at 20:18

    Fyrir utan það hversu slappt þetta var hjá DeGea í Giroud markinu, þá var Lindelöf með massa skitu þar líka. Missir Giroud allt of langt frá sér.

    2
  8. 8

    Audunn says

    19. júlí, 2020 at 21:17

    Þetta var alls ekki nógu gott og þeir leikmenn sem hafa fengið meiri hvíld og áttu að koma ferskir inn í þennan leik brugðust algerlega.
    Hef mjög miklar efasemdir um þennan James og hann er ekki að sýna neitt í sínum leik. Vantar allan dugnað, baráttu og gæði í þann leikmann. Hef enga trú á honum.
    Þótt það sé ekki afsökun þá munar helling um þessa tvo daga sem Chelsea fær meiri hvíld þegar það er spilað svona þétt enda voru þeir miklu ferskari frá fyrstu mínútu.
    Finnst furðulegt að annað liðið fái svona forskot fyrir svona leik.
    En það þýðir ekkert að fást um það úr þessu. United þurfa bara að koma til baka og klára þessa leiki sem eftir eru og ná meistaradeildarsæti.

    7
  9. 9

    Timbo says

    19. júlí, 2020 at 22:53

    Andlaus frammistaða toppuð af enn einum De Gea „speicial“. Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt hvernig hann getur farið frá því að bjóða upp á bestu frammistöðu sína eftir pásuna, yfir í þennan ruslflokk á þremur dögum og sjálfstraustið er strax horfið.

    Eins mögnuð og Leicester úrslitin voru, þá líður mér ekki þægilega með þennan West Ham leik. De Gea og Lindelöf eru meginástæða fyrir þeim áhyggjum. Við þurfum helst að vinna með 2 mörkum a.m.k.

    2
  10. 10

    Helgi P says

    19. júlí, 2020 at 22:58

    Af hverju spilar Romero ekki meira það þarf bara að fara bekkja De Gea alltof mistakur

    4
  11. 11

    OO says

    19. júlí, 2020 at 23:18

    ‘I think Ole picked the wrong team and the wrong system’: Club legend Phil Neville blasts Manchester United display and says Solskjaer made a big tactical error during abject FA Cup semi-final Chelsea loss.

    Gæti ekki verið meira sammála. Mistökin eru vissulega dýr hjá DDG, en þetta lið átti bara ekki séns.

    4
  12. 12

    Rúnar P says

    20. júlí, 2020 at 10:24

    Ég er búinn að segja það legni, DDG vagninn er löngu farinn!

    1
  13. 13

    Audunn says

    20. júlí, 2020 at 16:27

    Það hefði jú alltaf verið gaman að komast í úrslit og vinna FA Cup en það er mikilvægara að ná meistarardeildarsætinu og því myndi ég fórna FA cup fyrir það.
    Að ná því ekki úr þessu yrði algjört blow fyrir klúbbinn.
    það þarf að halda áfram að fjárfesta í gjæða leikmönnum og styrkja þetta lið ennþá meira, þessvegna er svo mikilvægt að enda inn á topp 4.
    Ég hef sagt það lengi að Harry Maguire mun aldrei lýta vel út með Lindelöf sér við hlið, við þurfum sterkari mann en hann og við þurfum betri back up leikmenn en Fred, Lingard og James svo einhverjir séu nefndir. Við þurfum meiri breidd, það er ekki hægt að keyra endalaust á 11 eða 12 leikmönnum, það vita allir.
    Þótt Fred sé ekkert alslæmur þá er hann samt ekki nógu góður að mér finnst.
    það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á markaðinum í sumar, maður á ekki von á neinum látum en það eru afar fá lið í heiminum með jafn djúpa vasa og Man.utd sérstaklega ef liðið nær meistarardeildarsætinu. Ef ekki þá verður þetta mjög erfitt.

    Ég ætla ekki að fara að kasta mér af De Gea vagninum strax, hann hefur svo oft bjargað okkur að að að er ekki eðlilegt. EN hann á jú að gera betur og hann veit það best sjálfur, kannski er bara eitthvað að trufla hann sem maður veit ekkert um. Við höfum svo oft séð markmenn lenda í svipuðum aðstæðum þar sem lítið gengur upp. Að henda honum út úr liðinu yrðu mistök og hafa ennþá verri áhrif á sjálfstraustið hans. Þetta er reynslumikill maður sem kemst í gegnum þetta, ég er alveg viss um það.

    2
  14. 14

    birgir says

    20. júlí, 2020 at 20:04

    De Gea vildi fara fyrir 6 árum síðan. Hann hefur í raun aldrei fílað lífið á Englandi og virðist leiður en peningarnir halda honum.

    Nú er staðan þannig að Man Utd á engan annan kost en að spila honum áfram. Þetta eru víst 375.000 pund á viku. Næst launahæsti markmaður í heiminum er Kepa Arrizabalaga með 150.000 pund. Það er ekkert lið að fara að yfirtaka þennan samning DDG sem er til ársins 2024.

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress