Málshátturinn segir að „litlu verði Vöggur feginn.“ Manchester United verðskuldaði vart stig í kvöld en eftir tvö hrikalega ósigra í röð er stigið velkomið í baráttunni um að slefa inn í Evrópukeppni. Jöfnunarmarkið á líka heima í samantekt yfir það besta frá liðinu í vetur – þótt samkeppnin þar sé ekki hörð.
Chelsea
96. þáttur – Vörn, miðja, kantur eða sókn? Hvaða staða þarfnast mest styrkingar?
Maggi, Daníel og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki síðustu daga.
- Manchester United mætir AC Milan í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar
- Eru markmannsbreytingar framundan? Henderson eða De Gea?
- Hvaða stöður í liðinu þarf helst að styrkja og hvaða leikmenn eiga að koma?
- 3:1 sigur á Newcastle
- Markalaust í seinni leiknum gegn Real Sociedad
- Markalaust jafntefli gegn Chelsea þar sem dómarinn var í sviðsljósinu
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
92. þáttur – Sigur og tap á Old Trafford – Lingard kvaddur (í bili)
Maggi og Daníel settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Liverpool og Sheffield United. Einnig var talað um rasísk skilaboð til Axel Tuanzebe og Anthony Martial, áhrif Darren Fletcher á frammistöðu Paul Pogba ásamt því að kveðja þá Jesse Lingard og Odion Ighalo og margt fleira.
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Manchester United 1:3 Chelsea
Manchester United er úr leik í enska bikarnum þetta árið eftir mjög slaka frammistöðu gegn Chelsea. Þetta þýðir að Chelsea mun mæta Arsenal í úrslitaleiknum.
Í fljótu bragði er hægt að kvarta yfir andleysi leikmanna og lélegri spilamennsku. Það er þó hægt að afsaka frammistöðuna að einhverju leyti. Útaf einhverji fáránlegri ástæðu fær Chelsea tveimur fleira daga til að undirbúa sig fyrir þennan leik og gat í raun stillt upp sínu sterkasta liði á meðan United varð að hvíla einhverja leikmenn fyrir leikinn gegn West Ham í næstu viku. Vandamálið er að þeir leikmenn sem ekki hafa verið að spila mikið undanfarið gerðu ekkert til að gera tilkall til þess að fá fleiri mínútur og hinir voru augljóslega þreyttir. Það útskýrir einbeiningarleysi þeirra Lindelöf og Maguire sem áttu sinn slakasta leik í langan tíma.
Manchester United mætir Chelsea
Manchester United mætir Chelsea á Wembley í seinni undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun. Þetta verður fjórða viðureign liðanna í vetur en United hefur unnið hina þrjá leikina sem voru deildarleikir og leikur í deildarbikarnum. En þetta er bikarkeppnin og þar skipta fyrri viðureignir eða staða liðanna engu máli, það eina sem skiptir máli er þessi leikur framundan. United liðið hefur staðið sig mjög vel síðan Pogba og Rashford komu aftur inn í liðið í sumar og það að liðið geti eigi enn möguleika á tveimur titlum er frábært.