Enska bikarkeppnin

United heimsækir Chelsea á Stamford Bridge í FA bikarnum

Annað kvöld lýkur 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með leik Chelsea og Manchester United. Síðast þegar liðin mættust þá var United gjörsigrað með fjórum mörkum gegn engu. Það var einmitt síðasti tapleikur liðsins í úrvalsdeildinni. Gengi liðanna í deildinni hefur verið frekar stöðugt. Chelsea í fyrsta sætinu og United í sjötta sætinu. Fram að þessum leik hefur Chelsea verið frekar heppið með mótherja en liðið sigraði Peterborough 4:1 í þriðju umferð, Brentford 4:0 í fjórðu umferð og Úlfanna 0:2 í fimmtu umferð. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Chelsea 4:0 Manchester United

Það tók ekki langan tíma fyrir Chelsea að slá tóninn fyrir þessi harmkvæli sem við þurftum að þola í dag, þeir skoruðu eftir aðeins þrjátíu sekúndur. Marcos Alonso gaf langa sendingu utan af kanti, framhjá Smalling og Pedro hristi Blind af sér og stakk hann af, renndi sér framhjá úthlaupi De Gea og skoraði auðveldlega. Hrikalega slæmur varnarleikur þarna bæði hjá Smalling sem hefði átt að geta komist inn í sendinguna og hjá Blind sem var alltof hægur. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Chelsea á Stamford Bridge á morgun

Leikjahrinan spennandi heldur áfram á morgun klukkan 3, þegar United fer til London og mætir Chelsea á Stamford Bridge.

Eftir jafnteflið á Anfield á mánudaginn búast mörg við því að United mæti til að spila stífan varnarleik. Sú skoðun lítur framhjá því að mestan hluta fyrri hálfleiks gegn Liverpool átti United leikinn og spilið fór að mestu fram á vallarhelmingi Liverpool. Það ásamt frískum leik á fimmtudaginn ætti að sýna að það er engin ástæða til að gefa sér það fyrirfram að leikurinn á morgun verði eins og síðari hluti Liverpoolleiksins. Það er engu að síður alveg á hreinu að það verður lagt upp með að þegar United þarf að verjast þá verði varnarleikurinn eins öruggur og hægt er Lesa meira