Þegar byrjunarliðið var gefið upp fyrir leik var óvíst hvaða leik uppstilling yrði fyrir valinu. Það kom eiginlega þrennt til greina: 4-4-2 með Pogba og Bruno á köntunum, 4-2-3-1 með Pogba út á vinstri kanti eða tígulmiðja með Martial og Rashford frammi. Það sem varð fyrir valinu hjá Ole á endanum var það kerfi sem hann kann best við sem er 4-2-3-1. Hjá Aston Villa kom fátt á óvart. Ross Barkley var ekki klár í leikinn og hélt því Traoré sæti sínu í liðinu. Einnig datt Hause úr liðinu eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki í hjarta varnarinnar og Mings kom inn í liðið eftir leikbann.
Byrjunarlið okkar manna
Henderson, Telles, Tuanzebe (94′), Van de Beek, Lingard, James (87′), Greenwood, Matic (65′) og Mata
Lið Aston Villa
Fyrri hálfleikur
Leikurinn hófst ansi fjörlega þrátt fyrir fá færi. Fyrsta markverða færi leiksins kom á tíundu mínútu þegar Bruno kom boltanum á Martial eftir að við unnum boltan á miðjunni. Martial reyndi að krulla knöttinn í fjær en Martínez í marki Villa varði boltann auðveldlega. Besta færi Villa í fyrri hálfleiknum kom stuttu seinna. Cash komst þá í fyrirgjafastöðu úti á hægri kanti og kom boltanum yfir á fjær. Þar mætti McGinn og skaut í fyrsta, en De Gea var vandanum vaxinn og varði í horn. Eftir korters leik eftir góðann samleik hjá Wan-Bissaka og Rashford kom sá fyrrnefndi boltanum fyrir. Sendingin var greinilega ætluð Pogba sem lét þó knöttinn renna fram hjá sér til þess að Fred fengi skotfæri, sem um leið varð lakara bæði vegna þess hver skaut og var það í kjölfarið af lengra færi. Boltinn hitti ekki markið eins og svo oft áður hjá Fred. tíu mínútum seinna fékk þó Poga fínt skotfæri fyrir miðju marki frá vítateigslínuni en boltinn aftur fram hjá. Eftir hálftíma leik fékk Pogba ansi þungt olnbogaskot í andlitið frá Mings eftir hornspyrnu. Það kom þó nokkuð á óvart að VAR hafi ekki kannað þetta atvik betur heldur en raun bar vitni. Ekkert var dæmt. Því næst fékk Bruno skotfæri á svipuðum stað og Martial fyrr í leiknum. Líkt og flest skot okkar hingað til í leiknum sigldi það líka fram hjá.
Það var svo á fertugustu mínútu þar sem fyrst mark leiksins kom. De Gea kom þá boltanum frá marki. Boltinn endaði hjá Pogba sem skýldi boltanum vel með ýmsum kúnstum og kom honum á Rashford. Rashford fleytti boltanum um leið inn í hlaupaleið Wan-Bissaka sem kom á sprettinum upp kantinn og tók boltann með sér. Hann kom svo loks knettinum fyrir þar sem Martial fleygði sér á boltann og skallaði hann fram hjá argentínu manninum í markinu. Sanngjörn niðurstaða þegar liðin gengu til hálfleiks þrátt fyrir fínar rispur hjá Aston Villa af og til.
Seinni hálfleikur
Jack Grealish ákvað greinilega að taka sig á í seinni hálfleiknum því hann var allt í öllu fyrsta korter seinni hálfleiks. Hann byrjaði á að koma Ollie Watkins í fínt skalla færi sem De Gea blakaði yfir. Því næst kom hann með langa sendingu fram á Ollie Watkins sem tók knöttinn niður fyrir El Ghazi sem kom á ferðinni en þrumaði boltanum rétt yfir. Rashford bjó sér svo til ágætt færri ekki ólíkt því sem hann skoraði úr í síðasta leik en Martínez varði. En þá var kominn tími á að samherjar nýttu færi sem Jack Grealish var að skapa trekk í trekk. McGinn tók þá aukaspyrnu úti á kanti hratt, beint á Grealish sem var aleinn því Wan-Bissaka skilaði sér ekki í tæka tíð í stöðu eftir að hafa brotið af sér. Grealish keyrði inn í teiginn og kom honum fyrir. Boltinn fór fram hjá öllum nema Traoré sem stóð óvaldaður á fjærsvæðinu og skoraði. Wan-Bissaka leit ekki vel út þarna þrátt fyrir að vera búinn að vera hrikalega góður í leiknum.
Einungis tveim mínútum síðar fengu okkar menn fyrsta víti ársins. Pogba fékk þá boltann úr innkasti. Hann skýldi boltanum lista vel eins og hann gerir yfirleitt og Luiz feldi Pogba í kjölfarið. Oliver benti á punktinn og vítaspyrnan stóð þrátt fyrir að VAR hafi kannað málið. Bruno sleppti hoppinu í þetta skipti og negldi honum í bláhornið þar sem Martínez náði ekki til hans þrátt fyrir að hafa farið á sama horn. Næstu mínútur á eftir sköpuðu bæði lið sér fín færi sem voru í flestum tilvikum varin auðveldlega, hittu ekki ramann eða varist vel gegn. Wan-Bissaka náði t.d. að pota í boltann á ögurstundu eftir en eina fyrirgjöf Grealish. Pogba fékk dauðafæri eftir flotta rispu hjá Shaw en boltinn fór fram hjá. Okkar menn fengu svo tvö alveg eins skotfæri á sömu mínútunni hægra meginn fyrir utan teiginn. Fyrst var það Bruno en boltinn varinn í slá og yfir, svo var það Rashford en boltinn rétt fram hjá samskeitunum. Aston Villa setti mikla pressu á United síðustu tíu mínúturnar. Færin sem þeir fengu í kjölfarið einkenndust af langskotum og hálffærum eftir föst leikatriði. Það var svo á sjöttu mínútu uppbótartíma sem síðasta færi leiksins leit dagsins ljós. Boltinn féll þá í miðjum teignum fyrir fætur Keinan Davis sem komið hafi inn á undir lok leiks. Skaut hann að marki en þá henti Eric Bailly sér í sína klassísku “á síðustu stundu” tæklingu og varði skotið. Stuttu seinna var flautað af.
Hrikaleg skemmtilegur leikur með æðislegum úrslitum. Nú situr Manchester United á fornum slóðum á töflunni, í öðru sæti með jafn mörg stig og Liverpool. Er Ole Gunnar að fara í alvöru baráttu um þann stóra? 2021 mun svara þeirri spurningu. Gleðilegt nýtt ár!
Karl Garðars says
Heyrðu þessi líka fína fyrirgjöf frá AWB og skínandi skallamark frá Tony takk fyrir pent!
2021 byrjað að gefa eða??
Turninn Pallister says
Enn einn rússibaninn, glaður með sigurinn á móti sterku liði Villa. Hefði verið enn glaðari ef þriðja markið hefði dottið svona til þess að róa taugarnar fyrir síðustu 10 mínúturnar, en sáttur með stigin 3 samt sem áður!
sigurvald says
Frábær sigur gegn mjög góðu liði.
Hrikalega var gaman að sjá Pogba í þessum gír… já og Bailly!
GGMU!
Egill says
Guð minn góður hvað ég var hræddur um að Pogba hefði klúðrað þessu fyrir okkur undir lokin þegar hann reyndi fyrirgjöf í staðin fyrir að halda boltanum. En hann getur þakkað Bailly fyrir að bjarga honum með geggjaðri tæklingu. Annars voru þeir frábærir í leiknum
Eiginlega fannst mér allt liðið spila frábærlega, nema kannski Rashford sem átti mjög slakan leik eins og svo oft undanfarið.
En mikið rosalega er sterkt að vinna þennan leik!! Fyrir ári síðan hefðum við tapað stigum gegn bæði Villa og Wolves, en baráttuandinn í þessu liði er rosalegur, þetta hefur ekki sést hjá þessu liði síðan á síðasta tímabili SAF.
Ég er ekki enn orðinn sannfærður um Ole, alls ekki, en það sjást þó merki um framfarir hjá liðinu og þótt hann muni ekki vinna deildina með liðinu, þá er hann klárlega að leggja grunn að einhverju flottu.
Cantona no 7 says
Ole
Halldór Marteins says
Mér fannst Rashford bara frekar sprækur þarna hægra megin í leiknum. Átti margar fínar rispur og lunkinn við að koma sér í skotfæri. Barðist líka mikið og vel, eins og hann gerir alltaf. Og átti mjög flottan þátt í markinu þegar hann flikkaði boltann frá Pogba áfram á Wan-Bissaka. Hefði verið gaman að sjá hann halda áfram fínni markaskorun tímabilsins með þvi að setja eitthvað af þessum skotum inn en það kemur bara næst. Heilt yfir fínasti leikur hjá honum.
Halldór Marteins says
Geggjuð úrslit annars og frábært að byrja árið svona vel.
Valdi says
Þetta var bara hörkuleikur og maður sá mikinn vilja hjá okkar mönnum til þess að fá þessi 3 stig. Greinilega mikil samheldni og góður mórall í hópnum.
Rúnar P says
Pochettino.. who the fucks Pochettion…..
Scaltastic says
Jack Grealish… Þvílíkt eintak af leikmanni, væri helvíti súrt að sjá hann í ljósbláa hlutanum á næsta tímabili. Að því sögðu þá var Pogba besti maður vallarins, sem betur bjargaði Bailly honum frá því epísku klúðri í lokin.
Jafnir í fyrsta sæti á nýársdag. Absolutley buzzing!
Heiðar says
Uss, aðeins markamunur sem heldur okkur frá toppsætinu – sem væri í fyrsta skipti síðan í 5-5 jafnteflinu við West Brom í maí 2013!
Að því sögðu er skammt stórra högga á milli í þessu. Báðir þessir heimaleikir sitthvorumegin við áramótin hefðu auðveldlega getað endað með jafntefli. Þetta er að falla okkar megin og vonandi verður það sem lengst. Það er rétt sem Ole sagði í viðtali eftir leikinn að liðið þyrfti að ná að slútta leikjum betur og minnka spennustigið. Hversu oft sáum við Man.Utd komast í 3 vs 3 stöðu þar sem sóknin rann út í sandinn?
Jack Grealish, vá! Það er hætta í hvert skipti sem hann fær boltann nánast. Mikið væri gaman að sjá hann í rauðu á næsta tímabili.
Karl Garðars says
Æ æ obbosí..
Við þyrftum alveg endilega að fá Andre Marriner til að dæma 17.janúar.
Björn Kr says
Nú gætu þeir náð toppsætinu , þurfa bara að vinna Brighton úti í næsta leik. Ef allt er eðlilegt ættu þeir að gera það. Og mæta svo Liverpool verandi í toppsætinu, eitthvað sem maður bjóst ekki við í byrjun leiktíðar.
Björn Kr says
Það er víst Burnley.
Sheringham says
Hvað sem gerist í leiknum gegn Burnley er ljóst að leikurinn á Anfield verður risastór. Góð úrslit í þeim leik hlyti að gefa mannskapnum þá sýn að þetta sé raunverulegur möguleiki. Vissulega eru mörg lið á svipuðum stað í deildinni og mjög lítið má ske til að staðan breytist mikið en það breytir því ekki að Manchester United hefur ekki verið í svona tækifærisstöðu í laaaaaaaaaaangan tíma.